Óskalisti fyrir heimilið..

HEIMILISVÖRURWANTED

Ég hef ótrúlega mikinn áhuga á öllu sem viðkemur heimilinu.. en mér þykir ekkert meira heillandi en júník heimili þar sem persónulegur stíll skín í gegn. Skemmtilegast finnst mér að kaupa hluti sem sjást ekki víða… og svo finnst mér gaman að taka smá áhættu. Ég tek ekki endilega áhættu í öll kaupum en ég er gígantískur sökker fyrir “POP out” hönnunarvörum sem og öðrum “no name” vörum í bland.

Að skoða óskalista annarra finnst mér mjög skemmtilegt.. það er bara eitthvað skemmtilegt að pæla í stíl annarra og fá hugmyndir. En hér er minn óskalisti þessa stundina. Margt á honum mætti vera á talsvert ákjósanlegra verði fyrir budduna… ehemm… (“.).

1. Poca Vase frá LSA International. Þessi myndi tóna ótrúlega vel inn til mín.. sérstaklega með rauðu eucalyptus greinunum sem ég keypti í sumar (sjá hér). Vasinn fæst hér.
2. Globo lampinn frá Jonathan Adler. Hann kom út í fyrra eða hittiðfyrra.. en um leið og ég sá hann koma inn á síðuna féll ég fyrir honum – hvað þá þegar ég sá hann með berum augum í búðinni. Hann er ennþá fallegri en myndin gefur til kynna. Fæst hér.
3. Brass Atlas Box frá Jonathan Adler. Þið þurfið að skoða myndirnar á síðunni en höfuðið opnast og þá koma þrjár skálar í ljós. Ég elska höfuðstyttur og þessi má alveg verða mín. Fæst hér.
4. Fornasetti kerti. Krukkurnar eða glösin utan um kertin eru eitthvað annað, en ég hef ekki hugmynd um hvort lyktin af þeim sé góð. Fást hér.
5. Diptyque Diffuser. Ég hef haft augastað á þessu ilmglasi sem er eins og stundarglas í laginu. Ilmglasið virkar líka eins og stundarglas, maður einfaldlega snýr því við til að virkja það í eina klukkustund. Svo má fylla á það líka… jiiiiii, mér finnst það hrikalega flott. Fæst hér.
6. Tom Dixon Bump Vase.. þessi er mjög flottur.. og bleikur (frekar líkur einum frá AYTM sem mig langar líka í).

Jæja… hef þetta ekki lengra að þessu sinni. Ég er búin að dúllast í þessu í of langan tíma!

Snapchat: karenlind
Instagram: kaarenlind

IKEA: SVÄRTAN kaup

HEIMILIÐ MITTHEIMILISVÖRUR

Ég var rekin í flísakaup med det samme & rauk því út úr húsi, í alvöru.. eins slæm útlítandi og það mögulega gerist. En hvað með það.. ég var bara að fara í flísabúð og ná í nokkra fermetra. Nema hvað, allt í einu mundi ég eftir SVÄRTAN línunni sem kom í takmörkuðu upplagi í IKEA. Frábært. Ég neyddist auðvitað til að fara inn eins og reitt hæna, en hvað gerir maður ekki fyrir heimilið þessa dagana.. og fyrir utan lúkkið, þá var ég ekki að meika að labba IKEA verslunina endilanga vegna smá vesens – svo ég hékk á búðarkerrunni eins og ég væri í því. En allt hafði þetta ágætis tilgang í lokin.. ég keypti tvo fallega hluti og sé smá eftir því að hafa ekki keypt tvo til viðbótar.

14138458_10210188776018087_2090924569_n 14169674_10210188776058088_32418188_n 14169713_10210188775978086_2080443092_n 14171809_10210188775938085_1119142153_n

Skrautskál úr duftlökkuðu áli. Hún er gróf og þung en rispar ekki undirlag því það er áfastur mjúkur plasttappi. Fæst hér.

SVÄRTAN hliðarborð / kollur. Hann er úr gegnheilum mangóvið og sandblásinn. Ótrúlega flottur og mér þótti tilvalið að skella plöntu á hann. Það varð aldeilis u-beygja á líftíma burknans sem ég hélt ég væri að drepa frá fyrsta degi. Ég henti honum í grennd við rakatæki sem ég á og sá reis upp eins og L****. Ok smá grín ef einhver fattaði hvað stjörnurnar standa fyrir. Fæst hér.

Annars langar mig í minni tegundirnar af skrautskálinni sem ég keypti. Ég á svo sætar Le Creuset súpuskálar í svörtu, og mér finnst tilvalið að vera með nokkrar svona minni skálar fyrir t.d. ost, snakk, hnetur og fleira sem gott meðlæti með súpu.

karenlind

Húsgögn og húsmunir

HEIMILISVÖRURHÖNNUNHÚSGÖGN

Ef þið sjáið Slúbbert með þyrluspaðann á höfðinu þeytast milli verslana þá er það mjög líklega bara ég. Ég hef verið að skoða allt milli himins og jarðar, allt frá gólfefnum yfir í húsgögn og húsmuni. Í um átta ár hef ég ekki keypt húsgagn því ég vildi bíða þar til ég myndi koma mér almennilega fyrir. Þar af leiðandi hef ég verið með tímabundin húsgögn (sum þeirra fengum við gefins, önnur voru hræódýr) í mörg ár. Þar sem við eigum.. tjah, já varla neitt af húsgögnum fór ég rúnt um daginn milli verslana. Ég rakst á ýmislegt sem ég væri ofsalega til í að geta keypt (án þess að finna fyrir því, þetta kostar víst allt sinn skilding).

1 4b9c610eff36ad4f47ceba7f332c0ec5

Caboche veggljós. Birtan frá þessu fallega ljósi er hlý og rómantísk. Að sjá ljósið í versluninni gerir því ekki mikla greiða en þegar það er komið á vegg, stillt upp með stól eða einhverjum statement hlut er það gorgeous! Mér finnst það sérstaklega fallegt þegar veggirnir eru í öðrum lit en hvítum. Fæst í Lumex.

Borðstofuborð frá Happie Furniture. Mér finnst húsgögnin frá þeim algjört æði. Industrial og hrár stíll heillar mig svakalega.. ég er ekki viss hvoru megin ég er, þá á ég við svarta borðplötu eða viðar. Hvort tveggja er æði.

Screen Shot 2016-04-16 at 11.17.43 AM

Nú hef ég aðeins séð þessar tvær myndir eftir Sögu Sig, en þetta eru ný verk eftir hana. Þær komu inn á instagram í gærkvöldi og mér finnst þær alveg yfirburðar. Hlakka til að sjá meira. Sjá instagram Sögu Sig.

Stórir vasar frá Norr11.  Norr11 er btw ofsalega flott verslun og margt þar inni sem höfðar til mín. Mæli með heimsókn á Hverfisgötuna.

12794356_553220304837646_1275254176191308435_n 12963759_10154078213781354_7631437000797338180_n
Veggspjald frá Reykjavik Posters í ljósari litnum. Ég er fædd og uppalin í Keflavík (og Bandaríkjunum að hluta) og væri því til í eitt slíkt. Ég er að taka í FB leik og krossa fingur um að ég vinni.

Sófaborð frá Camerich. Við vinkonurnar fórum rúnt í Heimahúsinu og almáttugur, það er svo margt sem ég væri til í úr þeirri verslun. Ég er þegar búin að taka eitt frá, og er svona að vonast til að það sé enn til. En sófaborð + húsgagnið sem ég rakst á um daginn má vel verða mitt. Eyecandy allan daginn og ótrúlega vönduð húsgögn.

Þá er listinn tómur að sinni… eigið góðan laugardag. Ég hef eytt síðastliðnum dögum ofan í moldarbeði með trjágreinar fastar í skónum og sokkunum. Ætli dagurinn fari ekki í sama verkefni. Ef ég mætti vera önnur en ég er þessa dagana, þá væri það klárlega Edward Scissorhands. Sjáumst!

karenlind

A2 hátalari

HEIMILIÐ MITTHEIMILISVÖRURHÖNNUN

Vorið er í lofti og vá hvað ég finn hvað veðurfar hefur áhrif á mig. Ég meinaða, ég verð bara eins og grilluð kótiletta yfir þessa vetrarmánuði. Og svona til að toppa þessa dimmustu mánuði þá hef ég legið eins og skreið í nokkrar vikur, þvílíka pestin sem hefur heltekið landann. Nú er ég öll iðandi spennt fyrir vorinu og hækkandi sólu.

Annars erum við í framkvæmdum.. við ákváðum að taka allt í gegn og ég er svona að vega og meta hvort ég eigi að leyfa því að verða að lið hérna á blogginu næstu þrjá mánuðina, eða svona á meðan þessu stendur yfir. Ég er eitthvað skeptísk um hvort það sé sniðugt að láta slíkt á netið, en mögulega gæti þetta bara orðið frekar skemmtilegt og gaman að fylgjast með.

Annars langaði mig að sýna ykkur þennan hátalara frá Bang og Olufsen. Ég fékk hann í desember frá Bang & Olufsen í Lágmúlanum. Þvílík búð.. sérstaklega fyrir kærasta minn, hann er mikið í tónlist og segist vera ástfanginn af A2 hátalaranum. Hljóðið berst allan hringinn, eða 360 gráður. Hann er þráðlaus og sömuleiðis léttur, og við berum hann út um allt með okkur. Hátalarinn kemur með í næstu utanlandsferð og útilegu.

Útlitið er líka svo flott og leðurólin setur punktinn yfir i-ið. Mér fannst þessi litasamsetning (grár og brún leðuról) fallegust, en ég var líka að gæla við þann sem er svartur, þá bæði ólin og hátalarinn. Lífstíðareign!

IMG_9506IMG_9504IMG_9510IMG_9501

IMG_9508

karenlind

Fallegir hlutir

HEIMILIÐ MITTHEIMILISVÖRUR

Ég sit hérna og pakka inn jólagjöfum en hlusta samt á Drake syngja… “I know when the holllæææænbling”. Nýkomin frá Toyota umboðinu þar sem ég lét skipta um rúðuþurrkur. Svo liggur leið mín með dósir í endurvinnslu og ætli ræktin taki þá ekki við. Svona er maður einfaldur sjáiði til. Í allri þessari einfeldni tók ég saman nokkra hluti sem mér finnst skemmtilegir og mættu alveg rata inn á mitt heimili.

Nýverið eignaðist ég þó einn hlut á þessum lista, en hann er í senn einn merkilegasti hlutur sem ég á. Merkilegur fyrir það leyti að hann var keyptur hinum meginum á hnettinum, á fallegri eyju þar sem aðeins tíu þúsund manns búa. Hluturinn vísar til sérkenni eyjunnar.

Here we go!

GUCCI throw blanket
SCINTILLA fox blanket

Mongolian lamb pillows í þessum fallega bleika lit. Litur ársins 2016 ekki satt?

Hnetubrjótar

Glerboxin frá VIGT

Bluetooth hátalarinn frá Bang & Olufsen

Blómapottar frá Postulínu. Þessir kúlulaga eru æði!

41jMp0Tj14L 71TaolAXG8L._SX425_

 Akikistytta frá Páskaeyju

53GeorgJensen_iso-350 img-thing

Svört vekjaraklukka frá Georg Jensen

Screen Shot 2015-12-09 at 11.09.26 AM

Höfuðstytta frá VIGT. Myndin er frá Viktoríu Hrund og er tekin af heimili hennar (instagram.com/viktoriahrund). Æðisleg stytta! Þess má til gamans geta að myndirnar eru eftir hana.

karenlind

Glerboxin fundin

DIYHEIMILISVÖRUR

Glerbox og nóg af þeim! Bara svona út af þeim fyrirspurnum sem ég fékk um mín glerbox sem ég spreyjaði svört – sjá hér. Mín voru keypt í Marshalls, og þau kostuðu 7 og 8$. Nú geta allir rokið út í búð og nælt sér í þessi glerbox og notað þessa færslu, rétta sagt myndirnar úr færslunni – sjá hér – sem innblástur.

IMG_9183 IMG_9184 IMG_9185 IMG_9186 IMG_9187 IMG_9188

Ég væri alveg til í bakkann sem sést á neðstu tveimur myndunum og spreyja hann svartan eins og hin boxin mín. Það er spegill í botninum, eflaust flott að setja kerti eða eitthvað fínt á þetta. Auðvitað stendur búðin undir nafni og býður upp á ódýra vöru, boxin voru eitthvað í kringum tvö þúsund krónur.

Glerboxin fást í Söstrene Grene!

karenlind

CB2 er fullkomin verslun

HEIMILISVÖRUR

Þið hafið kannski tekið eftir því að undanfarin blogg snúa að mestu að heimilinu. Ég er svolítið þannig týpa, sekk mér í eitthvað eitt og svo skipti ég yfir í annað, þá á ég við hér á blogginu. Svo ég haldi áfram með æðið þá langar mig að benda ykkur á æðislega húsgagna- og smávöruverslun, CB2 eða Crate&Barrel 2. Hún er teygir sig allan skalann og það geta eflaust allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég tók saman ýmislegt sem mér finnst fallegt og verð að leyfa hverri mynd að njóta sín svo hún sjáist vel. Oft finnst mér myndirnar týnast í svona myndasyrpuklessu, sumar verða oggupons en aðrar stórar. Þessar eiga allar skilið að vera stórar svo hægt sé að rýna betur í þær.

reed-diffusersprisma-picture-frames noir-snow-apples mirror-media-credenza set-of-8-glass-straws swarm-mirrors-set-of-3-three swarm-mirrors-set-of-3-three (1) stainless-steel-snack-bowls snow-apples sheepskin-stool mill-mini-console-table mason-quilted-grey-18-pillow jacks-ring-holder heavy-metal-basket-large lathe-coat-hook mason-quilted-grey-18-pillow (1) mason-quilted-grey-18-pillow (2) jersey-interknit-20-pillow jersey-interknit-20-pillow (1) kronos-and-raised-planters heavy-metal-basket-large (1) format-storage-shelf (1) haze-vase haze-vase (1) gold-ball-garland format-storage-shelf format-cube format-magazine-holder (1) format-magazine-holder format-pencil-cup format-cube (1) edison-string-lights cylinder-pink-flute colada-vase balsam-pine-and-clove-soy-candle 2-tier-copper-basket 3-piece-brass-wire-cube-set 3-piece-cubicle-wall-sconce-set 10291090_10203779388027393_390390863017301027_n (1) alcove-wall-shelf

 

Sjálf myndi ég ekki neita því að eignast rósagyllta jólaskrautið sem er notað sem borðskraut, ananas blómapottinn, svörtu snagana og tvær hálfhallandi silfurlituðu skálarnar (góð lýsing?).

Ég mæli með því að þið skoðið heimasíðuna, svona ef þið hafið ekkert annað að gera á þessum fína föstudegi.

http://www.cb2.com/

karenlind

Calvin Klein kerti

HEIMILISVÖRUR

TOBACCO OUD kerti frá Calvin Klein.

Screen Shot 2015-09-21 at 1.46.42 PMScreen Shot 2015-09-23 at 12.46.26 PMScreen Shot 2015-09-21 at 1.46.32 PMScreen Shot 2015-09-23 at 12.46.34 PM

Krukkurnar utan um kertin seldi mér þau. Angan af kertunum er góð og nokkuð sérstök. Það góða við þessi kerti er að þó svo að þau klárist mun ég geta nýtt krukkurnar í eitthvað annað. Svo eru þær líka fínar sem skraut.

karenlind

Handahófskennd kaup

FYLGIHLUTIRHEIMILISVÖRURSKÓR

Kaupneysla mín hefur breyst talsvert undanfarin ár. Það var ýmislegt sem vakti mig til umhugsunar en eitt af því var meðal annars að ég var sífellt að selja spjarirnar mínar, sem ég hafði jafnvel aldrei notað, notað einu sinni til tvisvar sinnum eða jafnvel bara sett þær í þvott og þær orðnar vansniðnar eða upplitaðar vegna ömurlegra gæða. Nú reyni ég að kaupa mér sjaldnar en í senn veglegri flíkur… og það sést, ég á rosalega lítið af fötum! Ef þið rekist á mig niður í bæ, þá er nokkuð öruggt að ég sé í sama dressinu – mjög oft! haha

Hér eru nokkrir hlutir sem ég hef keypt undanfarna mánuði héðan og þaðan.

Screen Shot 2015-08-14 at 9.31.40 PMScreen Shot 2015-08-14 at 9.31.48 PM

Skúlptúr. Ásýnd þess er mismunandi eftir því hvernig er horft á það. Það virðist stundum hringlaga, stundum sporöskjulaga.

Eitt flott quote úr Mindfulness bókinni sem sést á myndinni:

The problem of unhappiness.

By telling ourselves that we wish we were
happier, we tend to focus on the gap between
how we actually feel and how we want to feel.
We are comparing something that we are
thinking now with something abstract.

Screen Shot 2015-08-14 at 9.31.57 PM
Enn safna ég OXO boxunum. Mig langar helst að hafa allar þær þurrvörur sem ég á í þessum boxum. Þvílíkur munur á skipulagi sem og endingartíma matarins.

Screen Shot 2015-08-14 at 9.30.31 PMScreen Shot 2015-08-14 at 9.30.57 PMScreen Shot 2015-08-14 at 9.31.16 PMScreen Shot 2015-08-14 at 9.31.30 PM
ADIDAS NEO skór. Þá fann ég í Century 21 í NYC, á 40$. Blátt og hvítt saman klikkar ekki.

Screen Shot 2015-08-14 at 9.32.13 PM

Yves Saint Laurent trefill. Það má eyða í góð vetrarföt, enda kalt hérna flesta mánuði ársins. Nú vantar mig bara úlpu fyrir veturinn, ég er enn í gömlu appelsínugulu 66° norður úlpunni frá 2007. Úff, ég kaupi mér aldrei svo litríka úlpu aftur.

Belti frá Nine West og Calvin Klein.

… og annað belti frá Michael Kors. Beltissylgjan er lítil og nett – virðist alveg rosalega stór á þessari mynd.

Og að lokum belti frá Ralph Lauren. Ég var ekki lengi að gera upp hug minn þegar ég sá það. Það er samsett úr þremur beltum og vafið í annan endann eins og sést á myndinni. Ég hef verið að skoða tvöfalda beltið frá Spakmannsspjörum en fannst þetta minna mig á það svo ég keypti það – eins kostaði RL beltið líka talsvert minna.

karenlind

 

Nýtt: Jakki og herðatré

FÖTHEIMILISVÖRUR

Mig langaði til að sýna ykkur þennan æðislega jakka frá Calvin Klein sem ég þurfti endilega að rekast á í Macy’s. Ég ætlaði mér nú bara rétt að hoppa inn og út úr Macy’s, og þá bara á salernið.. en á leið minni á salernið vinkaði þessi Calvin Klein Suit jakki mér og óskaði eftir því að vera mátaður. God damn it, hann passaði fullkomlega og var of flottur til að sleppa. Ég rauk að búðarkassanum og vonaðist svo innilega eftir því að hann væri á einhverjum afslætti vegna Memorial Day. Ég datt í lukkupottinn og fékk hann á helmingsafslætti sem réttlætti kaupin. Það er nauðsynlegt að eiga einn svartan casual blazer í fataskápnum, ég hef ekki átt einn í þónokkurn tíma. Þessi er úr æðislegu efni og lengdin er góð (nær yfir rassinn).

Myndirnar hjá mér eru alveg síðasta sort eins og ég hef minnst á áður. Mér finnst lítið vit í því að kaupa mér annan síma, þar sem þessi iPhone 4s kostaði 70-80 þúsund krónur. Ég vil ekki trúa því að hann sé á góðri leið með að fara í ruslið. Frekar kaupi ég mér húsgagn eða flík fyrir sama pening, sem endist mér um ókomin ár. Þessi símaþróun og endurnýjun símanna þykir mér heldur óeðlileg :)

Screen Shot 2015-05-28 at 5.41.37 PM
Screen Shot 2015-05-28 at 5.41.25 PMScreen Shot 2015-05-28 at 5.40.41 PM Screen Shot 2015-05-28 at 5.40.59 PM Screen Shot 2015-05-28 at 5.41.14 PMSvo fékk ég þessi flottu herðatré í Marshalls. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta við ykkur er að þau eru til í hverri einustu Marshalls verslun, og þau fást í gylltum, kopar eða silfurlit. Ég tók kopar en væri alveg til í að bæta silfurlituðu við. Þau koma fimm saman í pakka og kosta 6$. Mér finnst voðalega smart að hafa falleg herðatré í forstofunni…. og ekki er verra að fá þau fyrir slikk.

Fylgstu endilega með mér á Facebook síðunni minni

xxxkarenlind