fbpx

Nokkur orð

HEIMILISVÖRUR

Mig langaði að skrifa nokkur orð vegna umræðunnar um Trendnet og áhrifavalda. Kannski nokkrum dögum of sein en mér finnst þó mikilvægt að ég komi þessu frá mér þar sem ég hef skrifað hér í nokkur ár.

Ég áttaði mig strax á því að ég hef greint frá samstarfi með röngum hætti í öll þessi ár og mér þykir það leitt. Um tíma setti ég reyndar nokkrar færslur í svokallaðan “Umfjöllun”-ar flokk en hætti því svo.. því mér fannst annað eiga betur við. Mér fannst persónulegra og heiðarlegra að skrifa hvernig samstarfinu væri háttað. Það væri meira gegnsæi í því. Engin fræði þar að baki – bara mín leið til að láta lesendur vita.

Ég hef ætíð sagt frá því ef um samstarf væri að ræða en það var ekki lagalega rétt uppsett. Auðvitað hefði ég átt að kynna mér reglurnar betur – ég tek það á mig. Ég ber að sjálfsögðu ábyrgð á vinnubrögðum mínum og enginn annar. Meiningin hefur ekki verið að dylja fyrir neinum og héðan í frá mun ég gera þetta rétt. Ef ég geri þetta ekki rétt, þá megið þið endilega pikka í mig ef þið nennið því.

Annars er ég á leið til Boston í nóvember – ég þarf að versla aðeins fyrir jólin. Reyndar er ég nýkomin frá San Francisco en ég náði ekki að kaupa nema tvo hluti. Í nýrri borg er mikilvægara að upplifa en versla að mínu mati. Annars held ég upp á CB2 verslunina og rakst á nokkra fallega hluti á heimasíðunni, og ég get svarið fyrir það, þessi svarti spilastokkur er geggjaður. Ég vissi ekki að það væri hægt að finnast spilastokkur flottur!

Marmarahorn.. alveg geggjuð. Vonandi eru þau til!

Gylltur poppar rými upp – væri til í hana inn í stofu, ég er með of svipaða litapallettu þar.


Geymslubox.. afar smart.


Stundarglas. Ég á stundarglas sem ég keypti í Marshalls á nokkra dollara.. en lögunin á þessu er smart.

Hellúú.. aldrei hef ég séð svona fínan spilastokk áður.

Skúlptúr.. á svipaðan nema þessi er ólögulegur og því fíla ég hann betur. Ég geymi minn inn í skáp en fyrir forvitna þá skrifaði ég færslu um hann fyrir nokkrum árum síðan (sjá hér).

Tvö ár ♡

Skrifa Innlegg