fbpx

A2 hátalari

HEIMILIÐ MITTHEIMILISVÖRURHÖNNUN

Vorið er í lofti og vá hvað ég finn hvað veðurfar hefur áhrif á mig. Ég meinaða, ég verð bara eins og grilluð kótiletta yfir þessa vetrarmánuði. Og svona til að toppa þessa dimmustu mánuði þá hef ég legið eins og skreið í nokkrar vikur, þvílíka pestin sem hefur heltekið landann. Nú er ég öll iðandi spennt fyrir vorinu og hækkandi sólu.

Annars erum við í framkvæmdum.. við ákváðum að taka allt í gegn og ég er svona að vega og meta hvort ég eigi að leyfa því að verða að lið hérna á blogginu næstu þrjá mánuðina, eða svona á meðan þessu stendur yfir. Ég er eitthvað skeptísk um hvort það sé sniðugt að láta slíkt á netið, en mögulega gæti þetta bara orðið frekar skemmtilegt og gaman að fylgjast með.

Annars langaði mig að sýna ykkur þennan hátalara frá Bang og Olufsen. Ég fékk hann í desember frá Bang & Olufsen í Lágmúlanum. Þvílík búð.. sérstaklega fyrir kærasta minn, hann er mikið í tónlist og segist vera ástfanginn af A2 hátalaranum. Hljóðið berst allan hringinn, eða 360 gráður. Hann er þráðlaus og sömuleiðis léttur, og við berum hann út um allt með okkur. Hátalarinn kemur með í næstu utanlandsferð og útilegu.

Útlitið er líka svo flott og leðurólin setur punktinn yfir i-ið. Mér fannst þessi litasamsetning (grár og brún leðuról) fallegust, en ég var líka að gæla við þann sem er svartur, þá bæði ólin og hátalarinn. Lífstíðareign!

IMG_9506IMG_9504IMG_9510IMG_9501

IMG_9508

karenlind

The Body Project // Dove #sönnfegurð

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Ólöf

  27. March 2016

  Hvar fékkstu þennan fína bakpoka, finnst hann rosa flottur :)

 2. Ólöf

  27. March 2016

  Hvar fékkstu þennan fína bakpoka Karen? Finnst hann rosa flottur :)

 3. Jóna

  6. April 2016

  Má ég spurja hvaðan kápan er :)?

  • Karen Lind

   6. April 2016

   Já, ég keypti hana í Saga Boutique í Leifstöð, búðin er reyndar ekki lengur til. Hún er frá Burberry :o)