Ef þið sjáið Slúbbert með þyrluspaðann á höfðinu þeytast milli verslana þá er það mjög líklega bara ég. Ég hef verið að skoða allt milli himins og jarðar, allt frá gólfefnum yfir í húsgögn og húsmuni. Í um átta ár hef ég ekki keypt húsgagn því ég vildi bíða þar til ég myndi koma mér almennilega fyrir. Þar af leiðandi hef ég verið með tímabundin húsgögn (sum þeirra fengum við gefins, önnur voru hræódýr) í mörg ár. Þar sem við eigum.. tjah, já varla neitt af húsgögnum fór ég rúnt um daginn milli verslana. Ég rakst á ýmislegt sem ég væri ofsalega til í að geta keypt (án þess að finna fyrir því, þetta kostar víst allt sinn skilding).
Caboche veggljós. Birtan frá þessu fallega ljósi er hlý og rómantísk. Að sjá ljósið í versluninni gerir því ekki mikla greiða en þegar það er komið á vegg, stillt upp með stól eða einhverjum statement hlut er það gorgeous! Mér finnst það sérstaklega fallegt þegar veggirnir eru í öðrum lit en hvítum. Fæst í Lumex.
Borðstofuborð frá Happie Furniture. Mér finnst húsgögnin frá þeim algjört æði. Industrial og hrár stíll heillar mig svakalega.. ég er ekki viss hvoru megin ég er, þá á ég við svarta borðplötu eða viðar. Hvort tveggja er æði.
Nú hef ég aðeins séð þessar tvær myndir eftir Sögu Sig, en þetta eru ný verk eftir hana. Þær komu inn á instagram í gærkvöldi og mér finnst þær alveg yfirburðar. Hlakka til að sjá meira. Sjá instagram Sögu Sig.
Stórir vasar frá Norr11. Norr11 er btw ofsalega flott verslun og margt þar inni sem höfðar til mín. Mæli með heimsókn á Hverfisgötuna.
Veggspjald frá Reykjavik Posters í ljósari litnum. Ég er fædd og uppalin í Keflavík (og Bandaríkjunum að hluta) og væri því til í eitt slíkt. Ég er að taka í FB leik og krossa fingur um að ég vinni.
Sófaborð frá Camerich. Við vinkonurnar fórum rúnt í Heimahúsinu og almáttugur, það er svo margt sem ég væri til í úr þeirri verslun. Ég er þegar búin að taka eitt frá, og er svona að vonast til að það sé enn til. En sófaborð + húsgagnið sem ég rakst á um daginn má vel verða mitt. Eyecandy allan daginn og ótrúlega vönduð húsgögn.
Þá er listinn tómur að sinni… eigið góðan laugardag. Ég hef eytt síðastliðnum dögum ofan í moldarbeði með trjágreinar fastar í skónum og sokkunum. Ætli dagurinn fari ekki í sama verkefni. Ef ég mætti vera önnur en ég er þessa dagana, þá væri það klárlega Edward Scissorhands. Sjáumst!
Skrifa Innlegg