Þið hafið kannski tekið eftir því að undanfarin blogg snúa að mestu að heimilinu. Ég er svolítið þannig týpa, sekk mér í eitthvað eitt og svo skipti ég yfir í annað, þá á ég við hér á blogginu. Svo ég haldi áfram með æðið þá langar mig að benda ykkur á æðislega húsgagna- og smávöruverslun, CB2 eða Crate&Barrel 2. Hún er teygir sig allan skalann og það geta eflaust allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég tók saman ýmislegt sem mér finnst fallegt og verð að leyfa hverri mynd að njóta sín svo hún sjáist vel. Oft finnst mér myndirnar týnast í svona myndasyrpuklessu, sumar verða oggupons en aðrar stórar. Þessar eiga allar skilið að vera stórar svo hægt sé að rýna betur í þær.
Sjálf myndi ég ekki neita því að eignast rósagyllta jólaskrautið sem er notað sem borðskraut, ananas blómapottinn, svörtu snagana og tvær hálfhallandi silfurlituðu skálarnar (góð lýsing?).
Ég mæli með því að þið skoðið heimasíðuna, svona ef þið hafið ekkert annað að gera á þessum fína föstudegi.
Skrifa Innlegg