Kaupneysla mín hefur breyst talsvert undanfarin ár. Það var ýmislegt sem vakti mig til umhugsunar en eitt af því var meðal annars að ég var sífellt að selja spjarirnar mínar, sem ég hafði jafnvel aldrei notað, notað einu sinni til tvisvar sinnum eða jafnvel bara sett þær í þvott og þær orðnar vansniðnar eða upplitaðar vegna ömurlegra gæða. Nú reyni ég að kaupa mér sjaldnar en í senn veglegri flíkur… og það sést, ég á rosalega lítið af fötum! Ef þið rekist á mig niður í bæ, þá er nokkuð öruggt að ég sé í sama dressinu – mjög oft! haha
Hér eru nokkrir hlutir sem ég hef keypt undanfarna mánuði héðan og þaðan.
Skúlptúr. Ásýnd þess er mismunandi eftir því hvernig er horft á það. Það virðist stundum hringlaga, stundum sporöskjulaga.
Eitt flott quote úr Mindfulness bókinni sem sést á myndinni:
The problem of unhappiness.
By telling ourselves that we wish we were
happier, we tend to focus on the gap between
how we actually feel and how we want to feel.
We are comparing something that we are
thinking now with something abstract.
Enn safna ég OXO boxunum. Mig langar helst að hafa allar þær þurrvörur sem ég á í þessum boxum. Þvílíkur munur á skipulagi sem og endingartíma matarins.
ADIDAS NEO skór. Þá fann ég í Century 21 í NYC, á 40$. Blátt og hvítt saman klikkar ekki.
Yves Saint Laurent trefill. Það má eyða í góð vetrarföt, enda kalt hérna flesta mánuði ársins. Nú vantar mig bara úlpu fyrir veturinn, ég er enn í gömlu appelsínugulu 66° norður úlpunni frá 2007. Úff, ég kaupi mér aldrei svo litríka úlpu aftur.
Belti frá Nine West og Calvin Klein.
… og annað belti frá Michael Kors. Beltissylgjan er lítil og nett – virðist alveg rosalega stór á þessari mynd.
Og að lokum belti frá Ralph Lauren. Ég var ekki lengi að gera upp hug minn þegar ég sá það. Það er samsett úr þremur beltum og vafið í annan endann eins og sést á myndinni. Ég hef verið að skoða tvöfalda beltið frá Spakmannsspjörum en fannst þetta minna mig á það svo ég keypti það – eins kostaði RL beltið líka talsvert minna.
Skrifa Innlegg