Snyrtibuddan

FÖRÐUNARVÖRURFYLGIHLUTIRHÁRHÚÐ

Ég er ekki mikið að breyta til þegar kemur að förðunarvörum en endrum og eins ratar eitthvað nýtt í snyrtibudduna. Nýlega uppgötvaði ég til dæmis hræódýrt þurrsjampó sem ég get ekki verið án. Ég er með ágætlega þykkt og þ.a.l. þungt hár sem er algjörlega ómögulegt án einhverja hárvara. Ég er enginn spekúlant þegar kemur að hárvörum en ég hef þó keypt ýmis þurrsjampó á tíföldu verði Aussie þurrsjampósins. Dýrara er ekki alltaf betra. En þetta þurrsjampó gefur svakalega lyftingu, hárið verður stamt og viðráðanlegt. Ég gæti skrifað margar línur en læt það duga að mæla með því.

Um tíma var ég stundum að þvo á mér andlitið með handsápu. Ég er svolítið þannig týpa að “anything will do” ef ég á ekki eitthvað. Ég redda mér bara, hvort sem það sé endilega gott eða ekki. Uppþvottalöginn hef ég notað til að þvo bílinn… og svo er hann líka fínn sem hársápa. Haha.. nú gapir einhver. Andlitsþvottur er eitthvað sem ég hef alltaf sinnt með hálfum hug – nema núna. Ég bað Ernu Hrund sambloggara minn um ráð og keypti í kjölfarið andlitssápuna frá Neutrogena. Um daginn keypti ég líka andlitskremið. Lyktin af þessu er svo djúsí!

Screen Shot 2015-12-22 at 8.55.29 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.55.35 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.55.44 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.06 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.13 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.22 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.32 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.43 AM

Hér að ofan eru þær snyrtivörur sem ég nota mest. Ég reyni að vera eðlilega förðuð en viðurkenni að ég er forfallin kinnalitadama. Kannski er ég með of mikið, ég veit það ekki.. það hefur engin/-nn potað í mig og bent mér á það. Þar til sú stund rennur upp mun ég nota þá áfram með stolti.

Snyrtibuddan er ný og er frá Tory Burch og fæst í Galleria Reykjavík. Passlega stór og nær að geyma þær snyrtivörur sem ég nota dagslega, hentar því vel í veskið. Það er gott að vera ekki með of mikið í töskunni, baksins og axlanna vegna.

Tory Burch Snyrtitaska: Galleria Reykjavík
Aussie þurrsjampó: CVS, Walgreens o.fl.
Real Techniques förðunarburstar
Sonia Kashuk tvískipt sólarpúður #52: Target
Sonia Kashuk kinnalitur #03: Target
LaPrairie púður #Natural Beige: Saga Shop
Loréal Voluminous Butterfly maskari #Midnight Black: Kosmos.is
Sensai augabrúnapenni #01: Fríhöfnin
Maybelline Brow Drama: Keypt í UK
KIKO augnskuggi #139: Keypt í UK (nota örlítið í augnkrók eða rétt undir augabrúnir)
KIKO varalitur í svörtum umbúðum #803 (þessir tveir varalitir eru í uppáhaldi – gefa örlítinn lit en ekki áberandi)
KIKO varalitur í silfur umbúðum #502
Neosporin: Keypt í USA. Frábært á sár (t.d. í nefi) eða þurra húð, er alltaf með þetta á mér.
Tannþráður og tannstönglar (ómissandi)
Milani naglalakk #16 mauving forward

karenlind

TOP 11 snyrtivörurnar

FÖRÐUNARVÖRURKATIE MÆLIR MEÐ

Þessa stundina eru þetta þær snyrtivörur sem ég nota hvað mest… Ég hef ætlað að pósta myndum af mér með eitthvað af þessu á mér fyrir löngu síðan en fresta því ítrekað. Margt af þessu hef ég notað í mörg ár, annað hef ég nýlega kynnst.

Allar vörurnar eru nokkuð ódýrar (nema ein þeirra). Það er lúxus að vera með ódýran smekk þegar kemur að snyrtivörum :-) Flestar vörurnar fást í Bandaríkjunum.

Screen Shot 2014-10-14 at 7.43.14 PM

1. Maybelline #royalblue. Blár maskari sem ég hef notað frá því ég var 16 ára. Helsta ástæðan fyrir ofnotkun maskarans er hve auðvelt er að þvo hann af. Eina sem ég nota er vatn. Hann fer af á innan við tíu sekúndum… það gerist ekki betra. Ég þoli ekki að eyða löngum tíma í að taka andlitsmálningu af. Maskarinn helst lengi á, molnar ekki og svo er hann líka mjög flottur á litinn. Það er erfitt að finna hann í rekkunum.. en þegar ég rekst á hann splæsi ég yfirleitt í nokkra.

2. Augnskuggi frá Maybelline #vintageplum. Þessi plómulitur er æði og fer vel með bláum sem svörtum maskara. Erna Hrund benti mér á hann fyrr í sumar og ég hef oft fengið hrós fyrir þennan fína augnskugga. Ég nota hann sem eyeliner. Kostirnir við augnskuggann eru þeir að hann helst á í langan tíma og auðvelt er að hreinsa hann af.

3. Augnbrúnagel frá Sonia Kashuk. Ég nota augnbrúnagel daglega.. án þess verða augabrúnirnar mínar að engu. Nauðsynlegt til að fá þykkari og náttúrulegri augabrúnir. Mér þykir gelið frá Sonia Kashuk mun betra en gelið frá Maybelline.

4. Kinnalitirnir frá Sonia Kashuk. Fimm stjörnur af fimm mögulegum!

5. Physicians Formula sólarpúður. Hef átt svona í mörg ár og finnst sólarpúðrin þeirra frábær.

6. Sonia Kashuk varasalvi með lit… alltaf gott að geta skellt smá lit á varirnar. Frískar upp á mann og gefur náttúrulegt útlit.

7. EGF Augnablik. Fékk augngelið gefins um daginn og það fær mína bestu einkunn. Satt að segja finnst mér augnsvæðið allt annað eftir að ég fór að nota það. Ég geymi það í kæli og ber það á mig ískalt fyrir svefn.. (nú veit ég ekki hvort það sé æskilegt, en hentar mér vel).

8. Andlitsmaski frá Elizabeth Arden. Mér finnst ég eins og glænýtt leðursófasett í framan eftir hann. Djók.. en samt, virkilega góður.

9. Glow púður frá Sonia Kashuk. Fínt á kinnbeinin, undir augum eða augabrúnum (þó í örlitlu magni).

10. La Prairie púðrið… það besta…. en rosalega dýrt. Það er svo sem í lagi á meðan allt hitt er í ódýrari kantinum.

11. Real Techniques burstarnir. Algjörlega þess virði að splæsa í. Hef notað þá óspart í tæpt ár og það sér ekki á þeim.

karenlind

Saga shop: Icelandair

FÖRÐUNARVÖRURFYLGIHLUTIRKATIE MÆLIR MEÐ

Ég fór á kynningu um daginn hjá Saga Shop á vegum Icelandair. Mér finnst bæklingurinn hjá Icelandair bjóða upp á margar fallegar og vandaðar vörur. Sjálf á ég nokkrar vörur úr bæklingnum og hef einnig prófað margar þeirra og til dæmis er ein förðunarvara í bæklingnum sem ég á alltaf og get varla verið án. Ég fletti í gegnum Saga Shop Collection bæklinginn á netinu og tók screenshot af þeim vörum sem eru í uppáhaldi.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.48.56 PM

Fallegur upptakari sem á frekar heima upp á borði sem borðskraut en ofan í skúffu. Látlaus og stílhreinn, ég væri alveg til í að eiga einn svona.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.55.02 PM

Sjálf hef ég ekki prófað burstann en hann er svo rosalega vinsæll og þær sem hafa prófað hann segja að hann sé algjört undur. Hann greiðir úr flækjum og gefur hárinu glans.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.54.36 PM

Sokkar frá JÖR. Frábær gjöf fyrir herramenn! :-)

Screen Shot 2014-04-04 at 9.54.12 PM

Víravirkið, what a beauty!

Screen Shot 2014-04-04 at 10.02.00 PM

Mér áskotnaðist nýlega sá titill að vera SIGN skartgripaeigandi. Hálsmenið og eyrnalokkarnir bera nafnið Straumur, og nú sit ég hér alsæl með hálsmenið.. en enga eyrnalokka. Ég þarf að kippa því í liðinn í maí.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.53.25 PM

Ef þú hefur ekki prófað Algae maskann frá Blue Lagoon mæli ég með að þú náir þér í prufu af þessari dásemd. Ég hef alltaf aðeins átt prufur, en vinkonur mínar halda mikið upp á hann. Hverrar krónu virði.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.52.58 PM

Ég kvarta ekki yfir augnhárunum mínum en mig langar samt rosalega að eiga svona trefjamaskara frá SILK. Hann lengir augnhárin, þykkir þau og sveigir.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.52.45 PM

EyeSlices er ný vara um borð. Ég forvitnaðist um hana hér á blogginu fyrr í vetur og óskaði eftir reynslusögum. Ég fékk bara jákvæð viðbrögð og mæltu allar með augnpúðunum sem kommentuðu á færsluna. Ég verð að eignast svona!

Screen Shot 2014-04-04 at 9.52.21 PM

EGF dagkremið er æðislegt. Ótrúlega létt og drjúgt og ilmurinn af því er mjög náttúrulegur.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.52.00 PM

Handáburðurinn frá Crabtree & Evelyn er ein uppáhalds varan mín í bæklingnum. Handáburðurinn ilmar svo dásamlega að það liggur við að ég kreisti hann yfir salatið.. en þar sem hann er svo frábær á hendurnar geymi ég hann í hanskahólfinu í bílnum og gríp í hann við öll tækifæri.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.51.42 PM

Enn einn maskarinn sem mig langar virkilega til að prófa, They’re Real maskarinn frá Benefit. Ég er svo vanaföst og nota alltaf sömu tvær tegundirnar en ég hugsa að þessi verði næstur fyrir valinu.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.51.22 PM

Bronzing gelið frá Sensai er svo frábært að ég gæti lofsamað það í hundrað línum. En enginn nennir að lesa það, svo ég segi bara = það fær mín bestu meðmæli. Svo skemmir nú ekki fyrir að karlmenn geta líka notað það.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.51.02 PM

Burt’s Bees varasalvarnir klikka aldrei. Það leyndist einn varasalvi í gjafapokanum frá Trendlight OFF VENUE partýinu. Mér finnst hann virkilega flottur (þessi vínrauði í fyrsta dálknum). Ég fíla varasalva með litatón alveg í botn. Mig minnir endilega að Pattra sambloggari minn noti hann mikið.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.50.39 PM

Brúnkukrem frá St. Tropez sem stinnir einnig húðina!

Screen Shot 2014-04-04 at 9.50.22 PM

Ég elska Bobbi Brown vörurnar. Jú, ég skal ekki þræta fyrir háa verðið… en ég á augnskuggapallettu frá B.B sem ég keypti 2006 og ég á hana enn. Algjörlega skotheldir augnskuggar og endingargóðir. Jarðlitirnir eru líka ekta ég – og henta nánast flestum.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.49.50 PM

Púðrið frá La Prairie er förðunarvaran sem ég get ekki lifað án. Já, ofsalega dýrt en ég bara fæ mig ekki til að kaupa neitt annað eftir að ég prófaði þetta púður. Hverrar krónu virði.. ég fer eflaust með þrjú svona púðurbox á ári.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.49.17 PM

Þessi ilmur er æði!

IMG_5159

Nóg af prufum! :)

IMG_5161

Naglabandavarasalvinn frá Burt’s Bees er æði.

IMG_5167

Hálsmenið Straumur frá SIGN.

Screen Shot 2014-04-04 at 10.48.59 PM

Svona kit fá farþegar Icelandair sem ferðast á Saga Class farrýminu.

Screen Shot 2014-04-04 at 10.49.09 PM

Nýjasta nýtt frá Bláa Lóninu er varasalvi. Ég þarf virkilega að eignast annan því þessi er alveg að verða búinn. Hann er æði og ég er sérstaklega hrifin af lyktinni. Ég hreinlega veit ekki hvort þeir séu komnir í verslanir, vitið þið það?

Screen Shot 2014-04-04 at 10.48.41 PM

Vonandi nýtist þessi færsla einhverjum ferðalöngum sem munu fljúga með Icelandair. Þessi færsla var nú bara til gamans gerð en þegar uppi er staðið hef ég setið fyrir framan tölvuskjáinn í einn og hálfan tíma að dunda mér við færsluna, haha! Ég hef greinilega fátt annað að gera á föstudagskvöldi :)

karenlind

Náttúrulegt útlit

FÖRÐUNARVÖRURHÁR

Ó, ég elska svona náttúrulegt útlit! Ég sá þessa mynd á instagram og langaði að deila henni með ykkur.

Svo virðist vera sem hár stúlkunnar sé að mestu leyti ólitað og sama má segja um augabrúnirnar.

natturulegt

Ég er voðalega hrifin af svona náttúrulegu útliti. Ég var einmitt að ræða það við vinkonur mínar hvað ég sæi eftir því að hafa byrjað að plokka á mér augabrúnirnar. Ég var með plokkaðar augabrúnir frá því ég var í 9. bekk og ef það er eitthvað eitt sem ég gæti breytt, þá væri það að hafa aldrei byrjað að plokka mig.

Núna hef ég ekki plokkað mig í næstum ár en því miður vaxa flest hárin ekki aftur. Mér finnst það svo hrikalega leiðinlegt. Er einhver í sömu vandræðum?

En þetta look er “my inspiration” – svo fallegt og látlaust.

karenlind

Uppáhaldsmaskarinn: L’oréal Telescopic

FÖRÐUNARVÖRUR

Það fer ekkert á milli mála hver uppáhaldsmaskarinn minn er.. ég er hreinlega sannfærð um að ég finni ekki betri maskara. Þessi dúlla hefur fylgt mér og snyrtitöskunni í gegnum árin. Ég er með löng augnhár en þau lengjast enn meir með þessum þó það sé ekki endilega markmiðið mitt. Gúmmíburstinn er svo ótrúlega þægilegur og góður, hann greiðir vel úr augnhárunum og það koma ekki maskaraklessur.

IMG_3738 IMG_3742

Ég vel alltaf #blackest black nr. 910. Á næstunni ætla ég að sýna fyrir og eftir myndir.. ég er enn að bíða eftir að vinkonan á vörinni fari í sumarfrí. Ég pantaði þessa á Target, fást hér.

karenlind

Sonia Kashuk: Nýtt í snyrtitöskunni

FÖRÐUNARVÖRUR

Ég pantaði mér þessar snyrtivörur frá Sonia Kashuk á Target síðunni. Mig langaði í dökkan varalit eins og er svo áberandi núna en þó með litapigmentum í. Ég er hrifin mjög hrifin af plum litaða varalitnum sem ég fékk – myndirnar sýna litinn ekki í réttu ljósi (mæli með að þið ýtið á linkinn neðst og veljið litinn sem ég nefni). Varasalvinn er líka ofsalega fallegur, skær og sumar/vorlegur. Svo leyfði ég augnbrúnagelinu að fljóta með – ég er alltaf að leita að hinu fullkomna/ódýra.. það var alltaf til rosalega gott augnbrúnagel frá Maybelline sem hét Define a Brow og ég notaði það í mörg ár. Mér finnst þetta týpíska augbrúnagel frá Maybelline hrikalegt. Aftur á móti hef ég fundið það fullkomna hér á Íslandi en það kostar auðvitað nokkra þúsundkalla.

Ég hef ekki prófað nýju snyrtivörurnar sem ég var að kaupa… ég þyrfti helst að taka myndir af mér með þær og leyfa þeim að þjóta með. Frunsan nýtur sín enn – um leið og hún kveður þennan heim set ég saman einhverja skemmtilega færslu.

IMG_3677 IMG_3696 IMG_3704 IMG_3706 IMG_3710 IMG_3711

Varalitur #plum wine 14: Fæst hér.
Varasalvi #hint of pink 42: Fæst hér.
Augnbrúnagel: Fæst hér.

Hvaða lúxus er þetta… $25 fyrir þetta allt saman.. sumarið má svo fara að koma, ég er orðin svo grá að ég er hrædd við sjálfa mig.

karenlind

Sonia Kashuk varasalvar

FÖRÐUNARVÖRUR

Planið var að fara til Boston í lok mánaðar með systur minni.. bara rétt að kíkja.. koma við í Target, Marshalls, BB&B, kíkja við Í Lord & Taylor, Marc Jacobs (félagi minn vinnur í búðinni) og rölta um Newburry..

.. en skynsemin þarf að ráða – ég hef öðrum hnöppum að hneppa sem stendur. En það þýðir ekki að ég geti ekki skellt smá stöffi í netpokann. Eitt af því sem ég verð að fá og prófa er þessi litaði varasalvi frá Sonia Kashuk. Þeir eru til í fjórum litum en ég, miss Pinky, ætla að taka þennan bleika á efstu myndinni.

Screen Shot 2014-01-17 at 10.24.20 AM

Ef þessi kórallitaði væri enn í boði (neðri myndin, t.h.) myndi ég taka hann líka. Ég er ekki mikið fyrir að vera með varaliti, nema svona einstaka sinnum.. í staðinn nota ég litaða varasalva. Hlakka til að prófa þennan – verð ég ekki að deila því með ykkur?

Lituðu varasalvarnir frá Sonia Kashuk fást hér – á $8.99!

Ég hef áður bloggað um Sonia Kashuk. Þá fjallaði ég um kinnalitina sem eru æðislegir – ef færslan fór framhjá þér má lesa hana hér.

karen

Real Techniques

FÖRÐUNARVÖRUR

Erna Hrund gaf mér þessa æðislegu bursta í “jólagjöf” – mikið var ég ánægð! Þetta gladdi mig einstaklega mikið..

Nú þarf ég bara að læra á þá, förðunarfræðingar myndu hlæja ef þeir sæju til mín þegar ég farða sjálfa mig.

IMG_2169

Æði!

Takk kærlega fyrir mig.. I’m a happy camper.

karen

Sonia Kashuk kinnalitir

BANDARÍKINFÖRÐUNARVÖRURKATIE MÆLIR MEÐ

Ég á alltaf einn eða tvo Sonia Kashuk kinnaliti!

Snyrtivörurnar frá Sonia eru ótrúlega góðar og litirnir mjög fallegir. Kinnalitirnir eru alltaf í miklu uppáhaldi og ég klikka aldrei á því að kíkja á rekkann í Target, í von um að það sé kominn einhver nýr og skemmtilegur kinnalitur.

Ég er hrifnust af bleikum og kórallituðum kinnalitum.Af þessum sex kinnalitum á ég þennan númer 1 (þið getið rennt yfir myndirnar til að sjá númerin).. ég væri mikið til í að eignast númer 2 og númer 6.

Fæst í Target.

karen