Þessa stundina eru þetta þær snyrtivörur sem ég nota hvað mest… Ég hef ætlað að pósta myndum af mér með eitthvað af þessu á mér fyrir löngu síðan en fresta því ítrekað. Margt af þessu hef ég notað í mörg ár, annað hef ég nýlega kynnst.
Allar vörurnar eru nokkuð ódýrar (nema ein þeirra). Það er lúxus að vera með ódýran smekk þegar kemur að snyrtivörum :-) Flestar vörurnar fást í Bandaríkjunum.
1. Maybelline #royalblue. Blár maskari sem ég hef notað frá því ég var 16 ára. Helsta ástæðan fyrir ofnotkun maskarans er hve auðvelt er að þvo hann af. Eina sem ég nota er vatn. Hann fer af á innan við tíu sekúndum… það gerist ekki betra. Ég þoli ekki að eyða löngum tíma í að taka andlitsmálningu af. Maskarinn helst lengi á, molnar ekki og svo er hann líka mjög flottur á litinn. Það er erfitt að finna hann í rekkunum.. en þegar ég rekst á hann splæsi ég yfirleitt í nokkra.
2. Augnskuggi frá Maybelline #vintageplum. Þessi plómulitur er æði og fer vel með bláum sem svörtum maskara. Erna Hrund benti mér á hann fyrr í sumar og ég hef oft fengið hrós fyrir þennan fína augnskugga. Ég nota hann sem eyeliner. Kostirnir við augnskuggann eru þeir að hann helst á í langan tíma og auðvelt er að hreinsa hann af.
3. Augnbrúnagel frá Sonia Kashuk. Ég nota augnbrúnagel daglega.. án þess verða augabrúnirnar mínar að engu. Nauðsynlegt til að fá þykkari og náttúrulegri augabrúnir. Mér þykir gelið frá Sonia Kashuk mun betra en gelið frá Maybelline.
4. Kinnalitirnir frá Sonia Kashuk. Fimm stjörnur af fimm mögulegum!
5. Physicians Formula sólarpúður. Hef átt svona í mörg ár og finnst sólarpúðrin þeirra frábær.
6. Sonia Kashuk varasalvi með lit… alltaf gott að geta skellt smá lit á varirnar. Frískar upp á mann og gefur náttúrulegt útlit.
7. EGF Augnablik. Fékk augngelið gefins um daginn og það fær mína bestu einkunn. Satt að segja finnst mér augnsvæðið allt annað eftir að ég fór að nota það. Ég geymi það í kæli og ber það á mig ískalt fyrir svefn.. (nú veit ég ekki hvort það sé æskilegt, en hentar mér vel).
8. Andlitsmaski frá Elizabeth Arden. Mér finnst ég eins og glænýtt leðursófasett í framan eftir hann. Djók.. en samt, virkilega góður.
9. Glow púður frá Sonia Kashuk. Fínt á kinnbeinin, undir augum eða augabrúnum (þó í örlitlu magni).
10. La Prairie púðrið… það besta…. en rosalega dýrt. Það er svo sem í lagi á meðan allt hitt er í ódýrari kantinum.
11. Real Techniques burstarnir. Algjörlega þess virði að splæsa í. Hef notað þá óspart í tæpt ár og það sér ekki á þeim.
Skrifa Innlegg