fbpx

Sonia Kashuk kinnalitir

BANDARÍKINFÖRÐUNARVÖRURKATIE MÆLIR MEÐ

Ég á alltaf einn eða tvo Sonia Kashuk kinnaliti!

Snyrtivörurnar frá Sonia eru ótrúlega góðar og litirnir mjög fallegir. Kinnalitirnir eru alltaf í miklu uppáhaldi og ég klikka aldrei á því að kíkja á rekkann í Target, í von um að það sé kominn einhver nýr og skemmtilegur kinnalitur.

Ég er hrifnust af bleikum og kórallituðum kinnalitum.Af þessum sex kinnalitum á ég þennan númer 1 (þið getið rennt yfir myndirnar til að sjá númerin).. ég væri mikið til í að eignast númer 2 og númer 6.

Fæst í Target.

karen

Reading & London

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  6. December 2013

  Mig langar með þér í verslunarferð til u s a … þú kannt of vel á þetta!! Nenniru að gerast farastjóri haha??;)

 2. Reykjavík Fashion Journal

  6. December 2013

  Hrikalega eru þessir djúsí – litur nr. 4 heillar mig mjööög mikið :D En sammála Svönu væri til í að hafa þig með mér sérstaklega þegar ég kíki loksins í snyrtivörudeildina í Target ;)

 3. Hanna

  6. December 2013

  Hæ Karen og takk fyrir frábært blogg. Einhvern tímann fyrir löngu síðan las ég að þú notaðir sama maskara og ég, telescopic frá loréal. Mig langaði tl að spyrja þig hvað þú notar til að ná honum af – ég er búin að prófa svo margt en finn ekkert sem virkar nógu vel…áttu ekki eitthvað töfraráð? ;)

  • Karen Lind

   6. December 2013

   Ha, ertu ekki bara að nota vatnshelda? Hann er grár með bláum stöfum. Minn fer auðveldlega af, annað hvort með kókosolíu eða klútunum sem ég keypti í Forever21 :-) Ekkert öflugar hreinsivörur en þær virka.. ég nota reyndar alltaf vatn fyrst til að leysa upp allan farða, og þurrka svo af.

   • Hanna

    6. December 2013

    Nei ég er að nota þennan gulllitaða. Hluti af honum fer vel af en það verður alltaf svo mikið eftir… en takk kærlega fyrir svarið, prófa kókosolíuna næst :)

    • Karen Lind

     6. December 2013

     Æi fúlt – ég veit samt hvað þú meinar… hann er oft frekar fastur á við augnlokið… prófaðu kókosolíuna :-)

 4. Ingveldur

  6. December 2013

  Mæli með förðunar burstunum frá Soniu. Ódýrir og góðir :)

  • Karen Lind

   6. December 2013

   Nice! Prófa þá næst þegar ég fer út.

 5. Sonja

  7. December 2013

  Hæ, er í New York Chelsea hverfinu. Hvar finn ég næstu Target búð? (“,)

  • Karen Lind

   7. December 2013

   Það er ekki Target á Manhattan :/ Ég sendi Álfrúnu smá tips, vonandi nýtast þau þér :)

 6. Sara Hrund

  7. December 2013

  Takk fyrir góðar ábendingar ekki slæmt þar sem ég bý 100 metrum frá Target :)