fbpx

Saga shop: Icelandair

FÖRÐUNARVÖRURFYLGIHLUTIRKATIE MÆLIR MEÐ

Ég fór á kynningu um daginn hjá Saga Shop á vegum Icelandair. Mér finnst bæklingurinn hjá Icelandair bjóða upp á margar fallegar og vandaðar vörur. Sjálf á ég nokkrar vörur úr bæklingnum og hef einnig prófað margar þeirra og til dæmis er ein förðunarvara í bæklingnum sem ég á alltaf og get varla verið án. Ég fletti í gegnum Saga Shop Collection bæklinginn á netinu og tók screenshot af þeim vörum sem eru í uppáhaldi.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.48.56 PM

Fallegur upptakari sem á frekar heima upp á borði sem borðskraut en ofan í skúffu. Látlaus og stílhreinn, ég væri alveg til í að eiga einn svona.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.55.02 PM

Sjálf hef ég ekki prófað burstann en hann er svo rosalega vinsæll og þær sem hafa prófað hann segja að hann sé algjört undur. Hann greiðir úr flækjum og gefur hárinu glans.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.54.36 PM

Sokkar frá JÖR. Frábær gjöf fyrir herramenn! :-)

Screen Shot 2014-04-04 at 9.54.12 PM

Víravirkið, what a beauty!

Screen Shot 2014-04-04 at 10.02.00 PM

Mér áskotnaðist nýlega sá titill að vera SIGN skartgripaeigandi. Hálsmenið og eyrnalokkarnir bera nafnið Straumur, og nú sit ég hér alsæl með hálsmenið.. en enga eyrnalokka. Ég þarf að kippa því í liðinn í maí.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.53.25 PM

Ef þú hefur ekki prófað Algae maskann frá Blue Lagoon mæli ég með að þú náir þér í prufu af þessari dásemd. Ég hef alltaf aðeins átt prufur, en vinkonur mínar halda mikið upp á hann. Hverrar krónu virði.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.52.58 PM

Ég kvarta ekki yfir augnhárunum mínum en mig langar samt rosalega að eiga svona trefjamaskara frá SILK. Hann lengir augnhárin, þykkir þau og sveigir.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.52.45 PM

EyeSlices er ný vara um borð. Ég forvitnaðist um hana hér á blogginu fyrr í vetur og óskaði eftir reynslusögum. Ég fékk bara jákvæð viðbrögð og mæltu allar með augnpúðunum sem kommentuðu á færsluna. Ég verð að eignast svona!

Screen Shot 2014-04-04 at 9.52.21 PM

EGF dagkremið er æðislegt. Ótrúlega létt og drjúgt og ilmurinn af því er mjög náttúrulegur.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.52.00 PM

Handáburðurinn frá Crabtree & Evelyn er ein uppáhalds varan mín í bæklingnum. Handáburðurinn ilmar svo dásamlega að það liggur við að ég kreisti hann yfir salatið.. en þar sem hann er svo frábær á hendurnar geymi ég hann í hanskahólfinu í bílnum og gríp í hann við öll tækifæri.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.51.42 PM

Enn einn maskarinn sem mig langar virkilega til að prófa, They’re Real maskarinn frá Benefit. Ég er svo vanaföst og nota alltaf sömu tvær tegundirnar en ég hugsa að þessi verði næstur fyrir valinu.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.51.22 PM

Bronzing gelið frá Sensai er svo frábært að ég gæti lofsamað það í hundrað línum. En enginn nennir að lesa það, svo ég segi bara = það fær mín bestu meðmæli. Svo skemmir nú ekki fyrir að karlmenn geta líka notað það.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.51.02 PM

Burt’s Bees varasalvarnir klikka aldrei. Það leyndist einn varasalvi í gjafapokanum frá Trendlight OFF VENUE partýinu. Mér finnst hann virkilega flottur (þessi vínrauði í fyrsta dálknum). Ég fíla varasalva með litatón alveg í botn. Mig minnir endilega að Pattra sambloggari minn noti hann mikið.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.50.39 PM

Brúnkukrem frá St. Tropez sem stinnir einnig húðina!

Screen Shot 2014-04-04 at 9.50.22 PM

Ég elska Bobbi Brown vörurnar. Jú, ég skal ekki þræta fyrir háa verðið… en ég á augnskuggapallettu frá B.B sem ég keypti 2006 og ég á hana enn. Algjörlega skotheldir augnskuggar og endingargóðir. Jarðlitirnir eru líka ekta ég – og henta nánast flestum.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.49.50 PM

Púðrið frá La Prairie er förðunarvaran sem ég get ekki lifað án. Já, ofsalega dýrt en ég bara fæ mig ekki til að kaupa neitt annað eftir að ég prófaði þetta púður. Hverrar krónu virði.. ég fer eflaust með þrjú svona púðurbox á ári.

Screen Shot 2014-04-04 at 9.49.17 PM

Þessi ilmur er æði!

IMG_5159

Nóg af prufum! :)

IMG_5161

Naglabandavarasalvinn frá Burt’s Bees er æði.

IMG_5167

Hálsmenið Straumur frá SIGN.

Screen Shot 2014-04-04 at 10.48.59 PM

Svona kit fá farþegar Icelandair sem ferðast á Saga Class farrýminu.

Screen Shot 2014-04-04 at 10.49.09 PM

Nýjasta nýtt frá Bláa Lóninu er varasalvi. Ég þarf virkilega að eignast annan því þessi er alveg að verða búinn. Hann er æði og ég er sérstaklega hrifin af lyktinni. Ég hreinlega veit ekki hvort þeir séu komnir í verslanir, vitið þið það?

Screen Shot 2014-04-04 at 10.48.41 PM

Vonandi nýtist þessi færsla einhverjum ferðalöngum sem munu fljúga með Icelandair. Þessi færsla var nú bara til gamans gerð en þegar uppi er staðið hef ég setið fyrir framan tölvuskjáinn í einn og hálfan tíma að dunda mér við færsluna, haha! Ég hef greinilega fátt annað að gera á föstudagskvöldi :)

karenlind

Vinningshafi gjafaleiksins: BYBIBI

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Katrín Björk

    5. April 2014

    Get mælt með benefit maskaranum.. ég elska minn! :)

  2. Eyrún Ösp

    7. April 2014

    Já varasalvinn frá Blue Lagoon er ný kominn í verslunina upp í lóni a.m.k ;-)