fbpx

Uppáhaldsmaskarinn: L’oréal Telescopic

FÖRÐUNARVÖRUR

Það fer ekkert á milli mála hver uppáhaldsmaskarinn minn er.. ég er hreinlega sannfærð um að ég finni ekki betri maskara. Þessi dúlla hefur fylgt mér og snyrtitöskunni í gegnum árin. Ég er með löng augnhár en þau lengjast enn meir með þessum þó það sé ekki endilega markmiðið mitt. Gúmmíburstinn er svo ótrúlega þægilegur og góður, hann greiðir vel úr augnhárunum og það koma ekki maskaraklessur.

IMG_3738 IMG_3742

Ég vel alltaf #blackest black nr. 910. Á næstunni ætla ég að sýna fyrir og eftir myndir.. ég er enn að bíða eftir að vinkonan á vörinni fari í sumarfrí. Ég pantaði þessa á Target, fást hér.

karenlind

Cracker Barrel Brunch

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  13. February 2014

  HAHAHA ertu ennþá með frunsuna??
  Ég elska þennan maskara og elska að þú hafir kynnt mig fyrir honum… þyrfti eiginlega bara líka að taka fyrir og eftir myndir!:)
  -Svana

  • Karen Lind

   13. February 2014

   Hahaha! Já, eða allavega með ágætis ummerki!

 2. Ragna Björk

  13. February 2014

  Karen, ég var með þér á makkarónunámskeiðinu hjá Salt eldhúsi í janúar og þar tók ég eftir því að þú varst með ótrúlega flott blá augnhár. Ég hljóp til og keypti mér eina bláan maskarann sem ég fann í Hagkaup sem var frá Max Factor. En þegar ég set hann á mig þá er hann svo dökkur að það er engin leið að sjá mun á honum og svörtum maskara. Mig langaði svo til að forvitnast hvaða bláa maskara þú notaðir (svona fyrst þú ert að tala um maskara hérna)?

  • Karen Lind

   13. February 2014

   Já, hæ hæ! Ég þarf að blogga um hann líka :-) Hann er klárlega sá besti líka, ég nota hann einmitt mest (þeir deila uppáhalds).

 3. Helga

  13. February 2014

  er þessi týpa ekki til á íslandi?

 4. Margrét G.

  13. February 2014

  algjörlega sammála, langbesti maskarinn, birgi mig reglulega upp af honum þegar ég fer til USA. Þú ert samt örugglega eina manneskjan sem ég veit um fyrir utan mig sem notar þennan, en ég er akkúrat líka með löng augnhár svo gúmmíbursta greiðan hentar ákaflega vel :) Svo hef ég líka prófað að kaupa týpuna af þessum sem er í svörtum umbúðum, heitir drama eitthvað ef ég man rétt, hann er líka snilld!