Það fer ekkert á milli mála hver uppáhaldsmaskarinn minn er.. ég er hreinlega sannfærð um að ég finni ekki betri maskara. Þessi dúlla hefur fylgt mér og snyrtitöskunni í gegnum árin. Ég er með löng augnhár en þau lengjast enn meir með þessum þó það sé ekki endilega markmiðið mitt. Gúmmíburstinn er svo ótrúlega þægilegur og góður, hann greiðir vel úr augnhárunum og það koma ekki maskaraklessur.
Ég vel alltaf #blackest black nr. 910. Á næstunni ætla ég að sýna fyrir og eftir myndir.. ég er enn að bíða eftir að vinkonan á vörinni fari í sumarfrí. Ég pantaði þessa á Target, fást hér.
Skrifa Innlegg