fbpx

Sonia Kashuk varasalvar

FÖRÐUNARVÖRUR

Planið var að fara til Boston í lok mánaðar með systur minni.. bara rétt að kíkja.. koma við í Target, Marshalls, BB&B, kíkja við Í Lord & Taylor, Marc Jacobs (félagi minn vinnur í búðinni) og rölta um Newburry..

.. en skynsemin þarf að ráða – ég hef öðrum hnöppum að hneppa sem stendur. En það þýðir ekki að ég geti ekki skellt smá stöffi í netpokann. Eitt af því sem ég verð að fá og prófa er þessi litaði varasalvi frá Sonia Kashuk. Þeir eru til í fjórum litum en ég, miss Pinky, ætla að taka þennan bleika á efstu myndinni.

Screen Shot 2014-01-17 at 10.24.20 AM

Ef þessi kórallitaði væri enn í boði (neðri myndin, t.h.) myndi ég taka hann líka. Ég er ekki mikið fyrir að vera með varaliti, nema svona einstaka sinnum.. í staðinn nota ég litaða varasalva. Hlakka til að prófa þennan – verð ég ekki að deila því með ykkur?

Lituðu varasalvarnir frá Sonia Kashuk fást hér – á $8.99!

Ég hef áður bloggað um Sonia Kashuk. Þá fjallaði ég um kinnalitina sem eru æðislegir – ef færslan fór framhjá þér má lesa hana hér.

karen

2 fyrir 1 af combó á Lemon

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Halla Björg

  17. January 2014

  Ég er að fara til Boston í lok árs og kann svo mikið að meta allskonar svona tips og búðarheiti sem þú nefnir! Þú ert snillingur :)

  • Karen Lind

   17. January 2014

   Takk fyrir það stelpur – gaman að heyra!