Ég pantaði mér þessar snyrtivörur frá Sonia Kashuk á Target síðunni. Mig langaði í dökkan varalit eins og er svo áberandi núna en þó með litapigmentum í. Ég er hrifin mjög hrifin af plum litaða varalitnum sem ég fékk – myndirnar sýna litinn ekki í réttu ljósi (mæli með að þið ýtið á linkinn neðst og veljið litinn sem ég nefni). Varasalvinn er líka ofsalega fallegur, skær og sumar/vorlegur. Svo leyfði ég augnbrúnagelinu að fljóta með – ég er alltaf að leita að hinu fullkomna/ódýra.. það var alltaf til rosalega gott augnbrúnagel frá Maybelline sem hét Define a Brow og ég notaði það í mörg ár. Mér finnst þetta týpíska augbrúnagel frá Maybelline hrikalegt. Aftur á móti hef ég fundið það fullkomna hér á Íslandi en það kostar auðvitað nokkra þúsundkalla.
Ég hef ekki prófað nýju snyrtivörurnar sem ég var að kaupa… ég þyrfti helst að taka myndir af mér með þær og leyfa þeim að þjóta með. Frunsan nýtur sín enn – um leið og hún kveður þennan heim set ég saman einhverja skemmtilega færslu.
Varalitur #plum wine 14: Fæst hér.
Varasalvi #hint of pink 42: Fæst hér.
Augnbrúnagel: Fæst hér.
Hvaða lúxus er þetta… $25 fyrir þetta allt saman.. sumarið má svo fara að koma, ég er orðin svo grá að ég er hrædd við sjálfa mig.
Skrifa Innlegg