fbpx

Sonia Kashuk: Nýtt í snyrtitöskunni

FÖRÐUNARVÖRUR

Ég pantaði mér þessar snyrtivörur frá Sonia Kashuk á Target síðunni. Mig langaði í dökkan varalit eins og er svo áberandi núna en þó með litapigmentum í. Ég er hrifin mjög hrifin af plum litaða varalitnum sem ég fékk – myndirnar sýna litinn ekki í réttu ljósi (mæli með að þið ýtið á linkinn neðst og veljið litinn sem ég nefni). Varasalvinn er líka ofsalega fallegur, skær og sumar/vorlegur. Svo leyfði ég augnbrúnagelinu að fljóta með – ég er alltaf að leita að hinu fullkomna/ódýra.. það var alltaf til rosalega gott augnbrúnagel frá Maybelline sem hét Define a Brow og ég notaði það í mörg ár. Mér finnst þetta týpíska augbrúnagel frá Maybelline hrikalegt. Aftur á móti hef ég fundið það fullkomna hér á Íslandi en það kostar auðvitað nokkra þúsundkalla.

Ég hef ekki prófað nýju snyrtivörurnar sem ég var að kaupa… ég þyrfti helst að taka myndir af mér með þær og leyfa þeim að þjóta með. Frunsan nýtur sín enn – um leið og hún kveður þennan heim set ég saman einhverja skemmtilega færslu.

IMG_3677 IMG_3696 IMG_3704 IMG_3706 IMG_3710 IMG_3711

Varalitur #plum wine 14: Fæst hér.
Varasalvi #hint of pink 42: Fæst hér.
Augnbrúnagel: Fæst hér.

Hvaða lúxus er þetta… $25 fyrir þetta allt saman.. sumarið má svo fara að koma, ég er orðin svo grá að ég er hrædd við sjálfa mig.

karenlind

Nýtt ár - Nýtt hár

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

 1. María

  3. February 2014

  Á eftir að tjékka á þessum vörum .. hlakka til að sjá hvað þér finnst um þær :) Annars nota ég alltaf augnbrúnagel frá Body shop og hef aldrei notað neitt annað ..

 2. Halla

  4. February 2014

  Kareeeen! Er ekki hægt að panta vörurnar á klakann? Grenj.

  • Karen Lind

   4. February 2014

   Obb, tékkaðu á síðunni! Ég er hreinlega ekki viss :-/

   • Halla

    4. February 2014

    Jámm, var búin að prófa og það gekk ekki. Þar sem ég er svo mikill amatör í svona ætlaði ég bara að tjékka hvort mér hefði sést yfir e-ð. En ég neyðist víst til að fara bara út.

 3. Halla

  4. February 2014

  Ég sá voða flott eyebrowgel frá Maybelline um daginn en það er brúnt á litinn, viltu ekki svoleiðis?
  p.s. hver er HIN Hallan?? ha ha ha

  • Karen Lind

   4. February 2014

   Nei – ég nota alltaf augnbrúnapenna og svo gel á móti – ég væri samt alveg til í að prófa þennan sem þú ert að tala um, hef séð hann!
   Haha – það eru örugglega nokkrar Höllur :-) Ert þú ekki Sporthús Halla? hahah.. gott nafn.

   • Halla F

    7. February 2014

    Sporthús- Halla? Systir hennar Unu? ….jú það er ég
    HF

    • Karen Lind

     7. February 2014

     Ahhhhh…… það ert þá þú mín kæra, og svo önnur sem ég hitti alltaf í Sporthúsinu í Kóp þegar ég var að æfa þar :)