Skálin mín

HEILSURÉTTIRHOLLUSTA

Ég gæti borðað Skálina frá Gló daglega. Svo góð er hún. Það sem setur punktinn yfir þetta allt saman er pestóið frá Gló. Þvílíkt himnaríki sem það er. Það er auðvitað ekki hægt að kaupa sér slíka dýrindis veislu alla daga svo ég útbjó mína eigin skál í kvöld. Vissulega hefði ég viljað hafa annan próteingjafa en laxinn, en ég hef ekkert borðað fisk í vikunni og því neyddist ég hálfpartinn til að hafa laxinn með. Ég reyndi að hafa skálina mína svipaða og þá skál sem ég fæ mér á Gló.  Ég setti sittlítið af hverju í mína skál eins og sjá má á listanum hér að neðan. Þau hráefni sem ég sauð leyfði ég að kólna inn í ísskáp á meðan laxinn var í ofninum.

Spínat
Grænkál
Klettasalat
Rauðkál
Hvítkál
Rauðlauk
Mangó
Kelp núðlur í lime-safa 
Soðnar sætar kartöflur, rauðrófur og gulrætur
Soðið kínóa
Trönuber og ristaðar kókosflögur
Ofnbakaður lax

Screen Shot 2015-02-27 at 8.21.41 PM Screen Shot 2015-02-27 at 8.21.59 PM Screen Shot 2015-02-27 at 8.22.12 PM Screen Shot 2015-02-27 at 8.22.26 PM Screen Shot 2015-02-27 at 8.22.39 PM

Algjört gúmmelaði. Sem betur fer skar ég niður of mikið af grænmeti og því með tilbúinn skammt fyrir morgundaginn. Planið er að fara í heljarinnar tíma kl. 10 í fyrramálið og fá mér skál í hádeginu.

… það er fátt sem kætir líkama og sál jafn mikið og næringarríkur matur.

Bestu kveðjur,

karenlind

Morgunmatur: Ebbugrautur

HOLLUSTA

Ég sit hér í þessum skrifuðum orðum inni í eldhúsi og hlusta á Í bítið með Ebbugrautinn fyrir framan mig og tómt glas en í því var sítrónuvatn. Ég fékk uppskriftina af grautnum inn á ljomandi.is en sú síða hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því síðan opnaði. Valdís sem rekur þá síðu er algjör fyrirmynd hvað varðar heilsu og heilsusamlegt mataræði.

Ebbugrauturinn er svo rosalega góður og ég get sett hann í top 3 hjá mér yfir uppáhalds morgunmatinn. Sítrónuólífuolían frá Himneskri Hollustu setur alveg punktinn yfir i-ið. Í þetta sinn notaði ég kókosmjöl í stað ferskra mangóbita.

Screen Shot 2015-02-12 at 8.34.15 AM Screen Shot 2015-02-12 at 8.34.28 AM

 Vítamínin eru alltaf ómissandi. Ég hef aðeins breytt til með þau og tek nú Tri-3D Omega í stað þessa að taka inn D-vítamín og Omega. EVE fjölvítamínið er það besta og ég mun eflaust aldrei skipta yfir í annað fjölvítamín. Svo má einnig sjá glitta í acidophilus en eftir nokkra ansi erfiða mánuði hvað varðar meltinguna bætti ég þeim við. Einnig þykir mér ómissandi að drekka sítrónuvatn á tóman maga.

Prófið endilega Ebbugrautinn og ef ykkur langar til að forðast ávaxtasykurinn, sleppið mangóinu. Grauturinn er alveg jafn góður :-)

Ég sett uppskriftina hér inn en læt link einnig fylgja: sjá hér.

Innihald:

1 dl quinoa
2 dl vatn
1/2 dl chiafræ
Ferskir mangóbitar eða annar ávöxtur
smásítrónuólífuolía

1. Leggið quinoa í bleyti yfir nótt.
2. Næsta morgun skolið quinoa með köldu vatni. Sett í pott ásamt 2 dl af vatni og soðið í 10-15 mín.
3. Á meðan setjið þið chiafræ í bleyti og hrærið af og til í á meðan fræin eru að drekka í sig vökvann.
4. Er grauturinn er tilbúinn fer quinoa í skál, blandið chiafræjunum saman við og skerið mangó út í.
5. Hellið svo aðalatriðinu út, sítrónuólífuolíunni. Hún gerir svo mikið bragð og þá fáum við einnig aukaskammt af omega-9.

N J Ó T I Ð

karenlind

Ómissandi yfir hátíðarnar

HEILSAHOLLUSTA

Jú góðan daginn, bólgudrottningin hérna megin. Því miður, en svona hef ég verið allt mitt líf. Ég má varla borða mat sem inniheldur salt eða einhvers konar óþverra. Það er ein helsta ástæða þess að ég gæti vel að því hvað ég borða og drekk. Líkami minn ræður einfaldlega ekki við þetta. Oft þykir mér ósanngjarnt að mér þurfi að vera refsað með þessum hætti því mér þykir ofsalega gott að borða.

Þrátt fyrir stórlega ýkt viðbrögð líkama míns leyfi ég mér að sjálfsögðu að njóta jólanna til fulls. Ég verð þó að gera nokkra hluti til að vega upp á móti svo ég lifi síðustu daga ársins af. Hér eru fjórir hlutir sem mér finnst ómissandi yfir hátíðarnar.

Ég kreisti hálfa sítrónu út í eitt glas af vatni og drekk það á fastandi maga á morgnana. Ég leyfi kannski 15-20 mínútum að líða þar til ég fæ mér morgunmat. Ég finn það mikinn mun á mér að ég einfaldlega get ekki sleppt þessu. Ég keypti nóg af sítrónum í gær fyrir hátíðarnar. Svo reyni ég líka að drekka nóg af vatni daglega og sleppa gosinu. Það er reyndar engin fórn, mér finnst gos ekki gott.

dsc05911

CC Flax er ein uppáhalds varan mín til margra ára. CC Flax er fínmöluð kalk-, trönuberja- og hörfræblanda sem er tilvalið að bæta við út í þeytinginn eða á grautinn sem dæmi. Ef ég fæ mér hvorugt kyngi ég þessu einu og sér, en það er ákveðin kúnst þar sem blandan er mjög þurr. Þá reyni ég að skella þessu aftast í munninn og drekk eitt glas af vatni með. CC flax losar mikinn bjúg og dregur úr fyrirtíðarspennu og túrverkjum. Ég elska CC flax og gæti ekki verið án þess yfir hátíðarnar… og allt árið um kring.

Mér finnst gott að fá mér einn þeyting á hverjum degi. Þeir eru auðmeltanlegir og það er eitthvað sem ég þarf á að halda á móti öllum þessum þunga mat. Ég verslaði ýmislegt í gær í þeytingana:

Screen Shot 2014-12-22 at 9.18.08 AM

Rauðrófusafa frá Beutelsbacher
Rís- og möndlumjólk 1L
Kókosvatn 1L
Sítrónur
Hnetusmjör
Grænt te
Chiafræ
Avókadó
Hörfræolía
Fruit and Greens
Lime
Kókosflögur
Mangó
Berjablöndu
Gulrætur
Spínat
Appelsínur
Græn epli

Að byrja daginn á góðri ommilettu er það allra besta sem ég geri. Undanfarið hef ég fengið mér þrjár hvítur og eitt egg. Ég legg eggjahræruna ofan á spínatbeð og strái ferskum parmesan osti yfir. Orkumikill morgunmatur sem gefur mikla næringu. Það er um að gera að reyna að fá góða næringu, sérstaklega í morgunsárið :)

Þetta er það helsta sem ég huga að yfir hátíðarnar svo ég lifi af. En gúúúd greisjösss hvað ég hlakka til að borða hamborgarhrygginn með bestu sósu allra tíma.. sluurp!

karenlind

Hráfæðisgrautur

HOLLUSTA

IMG_3113 IMG_3114 IMG_3118IMG_3121

Hráfæðisgrautur (óeldaður) er í uppáhaldi hjá mér. Ef ég borða of mikið af hafragraut þá fæ ég klígjur og kýs þá yfirleitt Weetabix eða hráfæðisgraut í staðinn.

Ég notaði möndlumjólk, fína hafra og stráði kanil yfir grautinn. Það er auðvitað hægt að bæta ýmsu öðru við, eins og kókos, berjum og banana svo dæmi séu tekin. Ég greip möndlumjólkina í misgripum, en mín allra uppáhalds er rísmöndlumjólkin og er í bleikum umbúðum. Hún er unaðsleg! Aftur á móti er möndlumjólkin (þessi í bláu umbúðunum) sú söluhæsta.

Ég var alltaf mjög hrædd við rísmjólk og fannst orðið rísmjólk virkilega ógeðslegt og það hljómaði sömuleiðis sem eitthvað óætt í mínum eyrum. En hún er frábær, bæði í smoothie, boost, sósur, matreiðslu og svo þessa grauta að sjálfsögðu! Mæli eindregið með henni.

karen

Ómótstæðilegar banana- og próteinpönnukökur

HOLLUSTA

Þessar ljúffengu banana- og próteinpönnukökur gerði ég rétt í þessu… ég er á leið á æfingu og áttaði mig á því að ég var bara búin að drekka glas með kreistri sítrónu og einn grænan safa í dag. Veit ekki alveg hvað er málið með mig, ég er farin að gleyma því að borða alltof oft.. það skýrist eflaust af álagi en þá minnkar matarlystin hjá mér. Þetta er frumraun mín í hollum pönnukökubakstri og alls ekki sú síðasta. Próteinpönnukökur hljóma eitthvað svo einstaklega fráhrindandi. Ég hef alltaf hugsað með mér hvernig próteinpönnukökur geti mögulega orðið góðar.. þetta hlyti bara að vera einhver óæt og þurr vatns- og duftblanda.

Ef það væri einhvers konar veðmál í gangi þá myndi ég þora að 98,5% lesenda myndi þykja þetta ótrúlega gott. Mér fannst pönnukökurnar ekkert frábrugðnar þessum týpísku, nema þessar eru sykur-, ger- og hveitilausar. Svo eru þær líka lausar við margs konar gerviefni því vörurnar sem ég er með eru allar hágæðavörur og unnar undir ströngu eftirliti.

Ég fékk þennan poka af Sugarless Sugar í fyrra. Ég hef notað Sugarless Sugar tvisvar, í LKL bananabrauðið og núna í banana- og próteinpönnukökurnar. Sugarless Sugar er blanda af Erythritoli og Better Stevíu sem saman búa til hið fullkomna sykurbragð. Sugarless sugar hentar því afar vel fyrir þá sem vilja nota sætuefni sem bragðast eins og sykur en er án neikvæðra áhrifa sykurs. Nota skal sömu hlutföll af Sugarless Sugar og af venjulegum sykri. Ég er ekki alveg að trúa því hve vöruúrval er orðið gott. Þetta opnar svo margar dyr í bakstri og eldamennskunni.. mér finnst það æðislegt!

Screen Shot 2014-04-11 at 2.14.53 PM Screen Shot 2014-04-11 at 2.15.02 PM Screen Shot 2014-04-11 at 2.15.35 PM Screen Shot 2014-04-11 at 2.13.10 PM

Sugarless Sugar lítur alveg eins út og sykur… nema S.S. er eilítið fínni.

Screen Shot 2014-04-11 at 2.14.25 PM Screen Shot 2014-04-11 at 2.14.11 PM Screen Shot 2014-04-11 at 2.14.02 PM Screen Shot 2014-04-11 at 2.13.51 PM

Banana- og próteinpönnukökur
1 banani
1 egg
1 tsk. af Sugarless Sugar frá NOW
½ tsk. af Vanilla Extract frá NOW
½ tsk. af kanil frá Himneskri hollustu
1 tsk. af hreinu mysupróteini frá NOW

Þessu hellti ég öllu í blender og hrærði þar til maukið var orðið silkimjúkt. Ég steikti svo pönnukökurnar upp úr kókosolíu frá Dr. Goerg. Ég þurfti að hafa þær á hvorri hlið í ca. 1-1½ mínútu en það er eflaust misjafnt milli manna. Þessi uppskrift gaf mér sex litlar pönnukökur og ég myndi segja að það dugi fyrir einn. Þessa uppskrift verðið þið að prófa. Pönnukökurnar eru í alvörunni það ómótstæðilegar að þær eru góðar einar og sér.

Ég held ég verði að fá mér þær í morgunmat á morgun… fyrir spinningtímann! :)

karenlind

Flatkaka með hummus og radísuspírum

HEILSAHOLLUSTA

Í fyrra fór ég á Lífræna daginn sem haldinn var í Ráðhúsinu. Ég fékk að smakka svo ótalmargt gott á hinum ýmsu básum en eitt af því sem stóð upp úr voru vörurnar frá Eco Spíra. Eco spíra selur margs konar tegundir af lífrænum spírum hvor annarri betri. Spírur flokkast sem ofurfæði og það þarf engan að undra það, enda stútfullar af vítamínum, andoxunarefnum, ammonísýrum, steinefnum o.fl.
Screen Shot 2014-04-10 at 6.26.53 PM Screen Shot 2014-04-10 at 6.27.11 PM Screen Shot 2014-04-10 at 6.27.20 PM Screen Shot 2014-04-10 at 6.27.56 PM Screen Shot 2014-04-10 at 6.27.29 PM Screen Shot 2014-04-10 at 6.28.05 PM

Mér finnst radísuspírurnar æðislegar og tilvaldar sem álegg ofan á brauð, flatköku, maískex eða hvað sem manni dettur í hug. Ég hef ætlað að deila þessu með ykkur í rosalega langan tíma en loks bætti ég úr því. Það skemmtilega við radísuspírurnar er litríkt og örlítið óvenjulegt útlit þeirra. Þær geta látið hvaða máltíð líta vel út. Ég er einungis með hummus og radísuspírur á flatkökunni en það mætti halda að Jói Fel hafi komið við og reddað málunum fyrir myndatökuna. Radísuspírurnar eru því fallegar fyrir augað og enn betri fyrir líkamann :-) Ég alveg elska allt svona einfalt. Ég er því miður ekki ein þeirra sem nenni að hanga inni í eldhúsi að dúllast.. eða jú, ég nenni því nú alveg en ég hef ekki tíma. Það eru nú fleiri, eða flestir í sömu sporum, og því er alltaf gott að geta gert eitthvað súper hollt á örskotsstundu. Ég keypti radísuspírurnar í Bónus :)

karenlind

Heilsan í myndum

HEILSAHOLLUSTAHREYFINGPERSÓNULEGT

Nokkrar myndir frá mínum síðustu dögum! Ég geri lítið annað en að læra og hreyfa mig, svo myndaval er fremur ófjölbreytt :)

19

Ég fór á æfingu í hádeginu og lyfti fætur. Alltaf tekst mér að fá hellur fyrir eyrun á þeim æfingum, en það er m.a. merki um áreynslu svo það er góðs viti. Þessi bleiki bolti er lífið og nær til staða sem foam rúllan nær ekki til. Ég fékk einn svona bolta gefins fyrir um ári síðan á Crossfit-móti en í flutningunum hefur honum tekist að skoppa í burtu og týnast (ég kenni boltanum um, ekki mér). Ég varð að kaupa mér annan, og fékk þennan í Hreysti í Skeifunni á 1495 kr í.

18

Ljúft.. spínat, egg, festaostur og balsamik edik gljái.

17

Hughreystandi umbúðir hjá Lifandi Markaði. Öll þessi plastnotkun og plastframleiðsla fer með mig. Annars sá ég að Gula þruman er komin í kælinn í Lifandi Markaði. Mig minnir endilega að það hafi verið lífrænn appelsínusafi, mangó, kókos og eitthvað fleira í henni. Hljómaði vel!

16

Uppáhalds blandan í smoothie!

15

… Slender Sticks með nýrri bragðtegund. Ofsalega góð… mörgum finnst þessi bragðtegund vera sú besta!

14

… ég kaupi yfirleitt þessar ódýru appelsínur til að pressa í safana. Finnst þær bara alveg jafn góðar og hinar :)

13

Gulrótarsafi og lágkolvetnabananabrauð :)

12

Ommeletta í umferðinni.

11

Ég fékk þetta fína Polar Loop úr um daginn. Ég sá þá svart á hvítu hvað viðveran á bókasafninu gerði mér lítinn sem engan greiða. Úrið virkar mjög hvetjandi á mig því ég sé nákvæmlega hvar ég stend hvað varðar markmið dagsins. Stundum hef ég setið of mikið og þar af leiðandi hef ég farið í langar göngur á kvöldin til að ná markmiði dagsins (þá sést goal á skjánum). Eitt kvöldið var ég hoppandi og skoppandi um í rúminu því ég hafði aðeins nokkrar mínútur til stefnu áður en klukkan myndi slá 00:00. Davíð horfði á mig og sagði hreint út “Guð minn góður, það er eitthvað að þér”.. hahaha… Metnaðurinn að drepa mann… eða kannski úrið að drepa mann?

20

Þessi duftbréf hafa reddað mér frá súrum dögum á bókasafninu… ég vil ekki drekka kaffi eða gosdrykki og því eru Slender Sticks duftbréfin mjög hentug fyrir mig. Ég byrjaði fyrst að drekka kaffi í fyrra, þá 28 ára, og drakk kannski kaffi svona einu sinni í mánuði. Svo tók ég ákvörðun í janúar á þessu ári að ég myndi losa mig við kaffidrykkju fyrir fullt og allt. Þegar maður hefur lítið til að grípa í finnst mér snilld að geta bragðbætt vatnið mitt með Slender Sticks.

.. en annars langar mig að segja ykkur að ég er ekki enn byrjuð í einkaþjálfuninni. Dagskráin í ÍAK skólanum breyttist eilítið og ég byrja í þjálfun hjá Tinnu Rún þann 21. apríl næstkomandi. Núna æfi ég daglega ein, sem mér finnst alveg þrusufínt. Ég verð vonandi komin á gott ról þegar þjálfunin hefst, þetta tekur nefnilega alveg sinn tíma. Ég finn að styrkurinn er allur að koma tilbaka en vöðvaþolið er ekki jafn gott. Einn dagur í einu.. :)

karenlind

Á hraðferð: Spínat ommeletta

HEILSURÉTTIRHOLLUSTA

Þetta blogg er skrifað á jafn mikilli hraðferð og undirbúningur þessarar ommelettu. Undanfarna daga/vikur hef ég varla náð að hugsa skýrt.. “allt eða ekkert” virðist elta mig á röndum og því endurspeglast tími minn í eldhúsinu mikið eftir því. Ég hafði engan tíma til að skera spínatið niður og ákvað því að henda fjórum eggjum ásamt 120 gr. af spínati í blenderinn. Ég rétt hrærði þetta saman í um 2-4 sekúndur.

IMG_4954 IMG_4955 IMG_4959 IMG_4960

Ég notaði ólífuolíu frá Himneskri hollustu á pönnuna, en það er ein besta ólífuolía sem má nálgast á Íslandi að mínu mati. Mín ráð til ykkar er að forðast olíur í ljósum plastumbúðum, og velja frekar ólífuolíur í dökku gleri. Þegar blandan af eggjunum og spínatinu hafði verið á pönnunni í ca. mínútu stráði ég blaðlauk yfir og saltaði herlegheitin með Herbamare jurtasalti. Jurtasaltið er lífrænt og alveg frábært til matargerðar. Ég mæli mikið með því, það kostaði eitthvað um 850 kr. í Nettó.

Ég var ekkert svo viss um að þessi máltíð yrði æt en hún var bara mjög fín. Kröfurnar eru kannski ekki miklar þegar undirbúningur er í lágmarki en það er alveg á hreinu að þetta var ekki vont! Nóg af próteini og grænmeti og þessu öllu saman skolað niður með vatnslasi. Ég þarf að nota blenderaðferðina oftar þar sem ég var í kannski 3 mínútur að þessu. Frekar hentugt fyrir fólk á hraðferð!

karenlind

Millimál: Góð blanda

HOLLUSTA

Ég var að enda við að kyngja öðru maískexinu með öllu þessu gúmmelaði á… hitt fór ofan í kærasta minn og honum þótti þetta líka hrikalega gott!

-Prótein
-Góð kolvetni
-Ávöxtur
-Grænmeti

IMG_4787 IMG_4790 IMG_4792 IMG_4799 IMG_4806

Ég hef aldrei prófað að setja epli ofan á maískex en það kom verulega á óvart, ég mun klárlega fá mér þetta oftar!

-maískex
-eplasneiðar
-hummus
-kotasæla
-gulrótarsneiðar

Hrikalega einfalt :-) Mig vantar ennþá Herbamare jurtasaltið, það hefði verið tilvalið að strá því yfir!

karenlind

Nesti dagsins

HOLLUSTAHREYFING

Vaknaði eldsnemma og fór í líkamsrækt um 8 leytið í morgun. Mikið var það gott og planið er að fara svona ca. 1-3x á morgnana í hverru viku næstu 2-3 mánuðina. Ég tók 45 mínútna brennslu.

Hlaup í 20 mínútur á 9 km. hraða
Hlaup í 12 mínútur á 10 km. hraða
10 mínútur á stiga á level 10-14

Að því loknu tóku við kviðæfingar, foam-rúllan fína og góðar teygjur. Svo finnst mér alltaf gott að enda æfingu á að leggjast á dýnu, loka augunum og hlusta á eitt lag með Snatam Kaur – ég gerði það reyndar ekki í morgun.

Nú tekur við 8 klst. seta á bókasafninu.

IMG_4385 IMG_4387 IMG_4389

Ég bý tiltölulega stutt frá bókasafninu og mun því skjótast heim í hádegismat. En í þetta sinn tek ég með:

Gulrætur
Heila niðurskorna papríku
Hummus (nota hann með grænmetinu)
Froosh (ný tegund – hef ekki prófað hana áður)
Slender Sticks
Omega 3 töflur 

Ég tek stundum inn Omega 3 yfir daginn – kannski ca. tvær á morgnana og tvær í hádeginu eða seinni partinn. Ég sé eilítið eftir því að hafa ekki skrifað niður nytsamlega punkta frá Omega 3 ráðstefnunni sem ég fór á í fyrra. Ég man nú alveg eftir ýmsu og hef lesið mig til um Omega 3.. ég þarf að skrifa fróðlega færslu um það einn daginn. En þangað til þá, þá mæli ég með því að þið farið út í búð, kaupið ykkur Omega 3 (skoðið EPA/DHA gildin) og takið inn daglega. Það er skylda!

… og annað – ef þið eruð í einhverjum vafa með eitthvað (lífrænt, vítamín & hverju sem er sem tengist heilsu) þá mæli ég með ferð í Fjarðarkaup. Í Fjarðarkaupum er uppáhaldshornið mitt, Fræið og þar vinnur Gíslína. Gíslína er óopbinber alfræðiorðabók hins lífræna lífsstíls. Hún veit allt! Ég elska að tala við hana og fá ráð. Margt af því sem ég veit kemur frá henni :-) Og ekki skemmir fyrir að Fræið er í flestum tilvikum ódýrari!

Þessi færsla átti nú bara að vera um nestið – ég er komin langt út fyrir það.. og þarf að þjóta!

karenlind