fbpx

Nesti dagsins

HOLLUSTAHREYFING

Vaknaði eldsnemma og fór í líkamsrækt um 8 leytið í morgun. Mikið var það gott og planið er að fara svona ca. 1-3x á morgnana í hverru viku næstu 2-3 mánuðina. Ég tók 45 mínútna brennslu.

Hlaup í 20 mínútur á 9 km. hraða
Hlaup í 12 mínútur á 10 km. hraða
10 mínútur á stiga á level 10-14

Að því loknu tóku við kviðæfingar, foam-rúllan fína og góðar teygjur. Svo finnst mér alltaf gott að enda æfingu á að leggjast á dýnu, loka augunum og hlusta á eitt lag með Snatam Kaur – ég gerði það reyndar ekki í morgun.

Nú tekur við 8 klst. seta á bókasafninu.

IMG_4385 IMG_4387 IMG_4389

Ég bý tiltölulega stutt frá bókasafninu og mun því skjótast heim í hádegismat. En í þetta sinn tek ég með:

Gulrætur
Heila niðurskorna papríku
Hummus (nota hann með grænmetinu)
Froosh (ný tegund – hef ekki prófað hana áður)
Slender Sticks
Omega 3 töflur 

Ég tek stundum inn Omega 3 yfir daginn – kannski ca. tvær á morgnana og tvær í hádeginu eða seinni partinn. Ég sé eilítið eftir því að hafa ekki skrifað niður nytsamlega punkta frá Omega 3 ráðstefnunni sem ég fór á í fyrra. Ég man nú alveg eftir ýmsu og hef lesið mig til um Omega 3.. ég þarf að skrifa fróðlega færslu um það einn daginn. En þangað til þá, þá mæli ég með því að þið farið út í búð, kaupið ykkur Omega 3 (skoðið EPA/DHA gildin) og takið inn daglega. Það er skylda!

… og annað – ef þið eruð í einhverjum vafa með eitthvað (lífrænt, vítamín & hverju sem er sem tengist heilsu) þá mæli ég með ferð í Fjarðarkaup. Í Fjarðarkaupum er uppáhaldshornið mitt, Fræið og þar vinnur Gíslína. Gíslína er óopbinber alfræðiorðabók hins lífræna lífsstíls. Hún veit allt! Ég elska að tala við hana og fá ráð. Margt af því sem ég veit kemur frá henni :-) Og ekki skemmir fyrir að Fræið er í flestum tilvikum ódýrari!

Þessi færsla átti nú bara að vera um nestið – ég er komin langt út fyrir það.. og þarf að þjóta!

karenlind

 

Fuglabúskur

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  1. Arna

    19. February 2014

    Hæ,

    Hvar færðu Slender Sticks sem þú ert með þarna í nesti?

    annars ofur girnó og hollt nesti þarna á ferð :)
    Búin að smakka ginger froosh og ég er að fíla ‘ann!

    • Karen Lind

      24. February 2014

      Ég fékk þessa í Nettó í janúar á afsláttardögum. En þetta fæst í Krónunni líka, Lifandi Markaði og Fjarðarkaupum svo dæmi sé nefnt :)

      Já, fíla hann líka!!

  2. Karen Lind

    19. February 2014

    Já, hlakka til að smakka hann á eftir!
    En annars þá keypti ég Slender Sticks í Nettó á afsláttardögunum í janúar… :-)

  3. Sigurbjörg Metta

    19. February 2014

    Mér finnst þessi nýi froosh alveg hræðilega vondur, því miður! Eins mikið og ég elska að djúsa engifer og appelsínu saman þá er þetta bara ekki að gera sig finnst mér. Passion finnst mér bestur :)

  4. Sólveig Óskarsdóttir

    19. February 2014

    Sammála með þennan froosh – ógeð! haha :)

    • Karen Lind

      21. February 2014

      Ok, ég smakkaði hann og mér finnst hann góður! hahahaha…

  5. Jóna

    19. February 2014

    Mjög skemmtilegt að lesa svona ‘prógramm’ sem þú ert að gera í ræktinni :) Væri gaman að sjá meira svoleiðis, eins eru þessar hugmyndir af nesti, mat og öðru ofboðslega skemmtilegar hjá þér!

  6. Berglind

    19. February 2014

    Slender sticks fæst líka í Fjarðarkaup, að sjálfsögðu ;-)

  7. Svanhildur

    19. February 2014

    Mjög girnilegt nesti! Takk fyrir frábæran innblástur, það er svooooo auðvelt að detta á bólakaf í kex skúffuna í vinnunni….

    Ég er mjög spennt fyrir fróðleiksmolum um Omega 3. Fór að þínum ráðum og fjárfesti í Eve frá NOW í gær og tók 3 í morgun með hafragrautnum og ég er ekki frá því að ég hafi verið mun hressari en undanfarna daga og komst í gegnum daginn án orkudrykks í fyrsta skipti í marga daga! Takk fyrir ráðlegginguna! :)

    • Karen Lind

      19. February 2014

      Það er akkurat málið.. ég fann svo ótrúlegan mun á orkunni í kringum 14 leytið. Ég tek það fram að ég hafði nánast aldrei tekið inn fjölvítamín.. svo ég fann mjög mikinn mun og var alsæl.. kærasti minn var algjörlega sammála – hann byrjaði að taka inn Adam á sama tíma.

      Já… ég þarf að gera eina góða færslu um Omega :) takk f. kommentið..

      kv. karen kexpakki :-)

      • Svanhildur

        19. February 2014

        Algjörlega það sama og ég upplifði í dag, ég hef átt stefnumót við Amino Energy vin minn flesta daga upp úr hálf tvö en ekki í dag og saknaði hans ekkert! ;-) (ég hef heldur aldrei verið dugleg við fjölvítamínin en hér eftir verður Eve vinkona kyrfilega geymd í töskunni svo ég gleymi henni ekki!)

  8. Sandra

    21. February 2014

    Má ég spyrja af hverju þú tekur allar 3 Eve í einu? Ég hef alltaf deilt þeim niður á daginn og tekið 1stk 3x á dag. Hef svo sem engin rök fyrir því nema ég hélt bara að það væri betra! :) hefur þú heyrt að maður “eigi” að taka þær allar í einu? :)

    • Karen Lind

      21. February 2014

      Það er bara mælt með því yfir höfuð að taka vítamín inn á morgnana. Ég tek alltaf bara tvær EVE töflur á morgnana, finnst hitt of mikið fyrir mig. Ég reyni frekar að borða næringarríkan mat og pæla virkilega í honum og innihaldinu.