Vaknaði eldsnemma og fór í líkamsrækt um 8 leytið í morgun. Mikið var það gott og planið er að fara svona ca. 1-3x á morgnana í hverru viku næstu 2-3 mánuðina. Ég tók 45 mínútna brennslu.
Hlaup í 20 mínútur á 9 km. hraða
Hlaup í 12 mínútur á 10 km. hraða
10 mínútur á stiga á level 10-14
Að því loknu tóku við kviðæfingar, foam-rúllan fína og góðar teygjur. Svo finnst mér alltaf gott að enda æfingu á að leggjast á dýnu, loka augunum og hlusta á eitt lag með Snatam Kaur – ég gerði það reyndar ekki í morgun.
Nú tekur við 8 klst. seta á bókasafninu.
Ég bý tiltölulega stutt frá bókasafninu og mun því skjótast heim í hádegismat. En í þetta sinn tek ég með:
Gulrætur
Heila niðurskorna papríku
Hummus (nota hann með grænmetinu)
Froosh (ný tegund – hef ekki prófað hana áður)
Slender Sticks
Omega 3 töflur
Ég tek stundum inn Omega 3 yfir daginn – kannski ca. tvær á morgnana og tvær í hádeginu eða seinni partinn. Ég sé eilítið eftir því að hafa ekki skrifað niður nytsamlega punkta frá Omega 3 ráðstefnunni sem ég fór á í fyrra. Ég man nú alveg eftir ýmsu og hef lesið mig til um Omega 3.. ég þarf að skrifa fróðlega færslu um það einn daginn. En þangað til þá, þá mæli ég með því að þið farið út í búð, kaupið ykkur Omega 3 (skoðið EPA/DHA gildin) og takið inn daglega. Það er skylda!
… og annað – ef þið eruð í einhverjum vafa með eitthvað (lífrænt, vítamín & hverju sem er sem tengist heilsu) þá mæli ég með ferð í Fjarðarkaup. Í Fjarðarkaupum er uppáhaldshornið mitt, Fræið og þar vinnur Gíslína. Gíslína er óopbinber alfræðiorðabók hins lífræna lífsstíls. Hún veit allt! Ég elska að tala við hana og fá ráð. Margt af því sem ég veit kemur frá henni :-) Og ekki skemmir fyrir að Fræið er í flestum tilvikum ódýrari!
Þessi færsla átti nú bara að vera um nestið – ég er komin langt út fyrir það.. og þarf að þjóta!
Skrifa Innlegg