Þessar ljúffengu banana- og próteinpönnukökur gerði ég rétt í þessu… ég er á leið á æfingu og áttaði mig á því að ég var bara búin að drekka glas með kreistri sítrónu og einn grænan safa í dag. Veit ekki alveg hvað er málið með mig, ég er farin að gleyma því að borða alltof oft.. það skýrist eflaust af álagi en þá minnkar matarlystin hjá mér. Þetta er frumraun mín í hollum pönnukökubakstri og alls ekki sú síðasta. Próteinpönnukökur hljóma eitthvað svo einstaklega fráhrindandi. Ég hef alltaf hugsað með mér hvernig próteinpönnukökur geti mögulega orðið góðar.. þetta hlyti bara að vera einhver óæt og þurr vatns- og duftblanda.
Ef það væri einhvers konar veðmál í gangi þá myndi ég þora að 98,5% lesenda myndi þykja þetta ótrúlega gott. Mér fannst pönnukökurnar ekkert frábrugðnar þessum týpísku, nema þessar eru sykur-, ger- og hveitilausar. Svo eru þær líka lausar við margs konar gerviefni því vörurnar sem ég er með eru allar hágæðavörur og unnar undir ströngu eftirliti.
Ég fékk þennan poka af Sugarless Sugar í fyrra. Ég hef notað Sugarless Sugar tvisvar, í LKL bananabrauðið og núna í banana- og próteinpönnukökurnar. Sugarless Sugar er blanda af Erythritoli og Better Stevíu sem saman búa til hið fullkomna sykurbragð. Sugarless sugar hentar því afar vel fyrir þá sem vilja nota sætuefni sem bragðast eins og sykur en er án neikvæðra áhrifa sykurs. Nota skal sömu hlutföll af Sugarless Sugar og af venjulegum sykri. Ég er ekki alveg að trúa því hve vöruúrval er orðið gott. Þetta opnar svo margar dyr í bakstri og eldamennskunni.. mér finnst það æðislegt!
Sugarless Sugar lítur alveg eins út og sykur… nema S.S. er eilítið fínni.
Banana- og próteinpönnukökur
1 banani
1 egg
1 tsk. af Sugarless Sugar frá NOW
½ tsk. af Vanilla Extract frá NOW
½ tsk. af kanil frá Himneskri hollustu
1 tsk. af hreinu mysupróteini frá NOW
Þessu hellti ég öllu í blender og hrærði þar til maukið var orðið silkimjúkt. Ég steikti svo pönnukökurnar upp úr kókosolíu frá Dr. Goerg. Ég þurfti að hafa þær á hvorri hlið í ca. 1-1½ mínútu en það er eflaust misjafnt milli manna. Þessi uppskrift gaf mér sex litlar pönnukökur og ég myndi segja að það dugi fyrir einn. Þessa uppskrift verðið þið að prófa. Pönnukökurnar eru í alvörunni það ómótstæðilegar að þær eru góðar einar og sér.
Ég held ég verði að fá mér þær í morgunmat á morgun… fyrir spinningtímann! :)
Skrifa Innlegg