fbpx

Morgunmatur: Ebbugrautur

HOLLUSTA

Ég sit hér í þessum skrifuðum orðum inni í eldhúsi og hlusta á Í bítið með Ebbugrautinn fyrir framan mig og tómt glas en í því var sítrónuvatn. Ég fékk uppskriftina af grautnum inn á ljomandi.is en sú síða hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því síðan opnaði. Valdís sem rekur þá síðu er algjör fyrirmynd hvað varðar heilsu og heilsusamlegt mataræði.

Ebbugrauturinn er svo rosalega góður og ég get sett hann í top 3 hjá mér yfir uppáhalds morgunmatinn. Sítrónuólífuolían frá Himneskri Hollustu setur alveg punktinn yfir i-ið. Í þetta sinn notaði ég kókosmjöl í stað ferskra mangóbita.

Screen Shot 2015-02-12 at 8.34.15 AM Screen Shot 2015-02-12 at 8.34.28 AM

 Vítamínin eru alltaf ómissandi. Ég hef aðeins breytt til með þau og tek nú Tri-3D Omega í stað þessa að taka inn D-vítamín og Omega. EVE fjölvítamínið er það besta og ég mun eflaust aldrei skipta yfir í annað fjölvítamín. Svo má einnig sjá glitta í acidophilus en eftir nokkra ansi erfiða mánuði hvað varðar meltinguna bætti ég þeim við. Einnig þykir mér ómissandi að drekka sítrónuvatn á tóman maga.

Prófið endilega Ebbugrautinn og ef ykkur langar til að forðast ávaxtasykurinn, sleppið mangóinu. Grauturinn er alveg jafn góður :-)

Ég sett uppskriftina hér inn en læt link einnig fylgja: sjá hér.

Innihald:

1 dl quinoa
2 dl vatn
1/2 dl chiafræ
Ferskir mangóbitar eða annar ávöxtur
smásítrónuólífuolía

1. Leggið quinoa í bleyti yfir nótt.
2. Næsta morgun skolið quinoa með köldu vatni. Sett í pott ásamt 2 dl af vatni og soðið í 10-15 mín.
3. Á meðan setjið þið chiafræ í bleyti og hrærið af og til í á meðan fræin eru að drekka í sig vökvann.
4. Er grauturinn er tilbúinn fer quinoa í skál, blandið chiafræjunum saman við og skerið mangó út í.
5. Hellið svo aðalatriðinu út, sítrónuólífuolíunni. Hún gerir svo mikið bragð og þá fáum við einnig aukaskammt af omega-9.

N J Ó T I Ð

karenlind

Grammys 2015: Beyoncé

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Sara

  12. February 2015

  Tekuru 3 hylki af Eve og dreifir þeim yfir daginn? Gleymi alltaf að taka þessi blessuðu vítamín vegna þess að þetta eru 3 hylki og þarf að dreifast upp á upptökuna, eini gallinn við þetta frábæra vítamín.

  • Karen Lind

   12. February 2015

   Ég tek annað hvort 1-2 hylki á morgnana og ekki meir :)

 2. Embla

  15. February 2015

  Takk fyrir að benda á þetta matarblogg! Margar góðar hugmyndir að finna þar :-)