Ég var að enda við að kyngja öðru maískexinu með öllu þessu gúmmelaði á… hitt fór ofan í kærasta minn og honum þótti þetta líka hrikalega gott!
-Prótein
-Góð kolvetni
-Ávöxtur
-Grænmeti
Ég hef aldrei prófað að setja epli ofan á maískex en það kom verulega á óvart, ég mun klárlega fá mér þetta oftar!
-maískex
-eplasneiðar
-hummus
-kotasæla
-gulrótarsneiðar
Hrikalega einfalt :-) Mig vantar ennþá Herbamare jurtasaltið, það hefði verið tilvalið að strá því yfir!
Skrifa Innlegg