fbpx

Hráfæðisgrautur

HOLLUSTA

IMG_3113 IMG_3114 IMG_3118IMG_3121

Hráfæðisgrautur (óeldaður) er í uppáhaldi hjá mér. Ef ég borða of mikið af hafragraut þá fæ ég klígjur og kýs þá yfirleitt Weetabix eða hráfæðisgraut í staðinn.

Ég notaði möndlumjólk, fína hafra og stráði kanil yfir grautinn. Það er auðvitað hægt að bæta ýmsu öðru við, eins og kókos, berjum og banana svo dæmi séu tekin. Ég greip möndlumjólkina í misgripum, en mín allra uppáhalds er rísmöndlumjólkin og er í bleikum umbúðum. Hún er unaðsleg! Aftur á móti er möndlumjólkin (þessi í bláu umbúðunum) sú söluhæsta.

Ég var alltaf mjög hrædd við rísmjólk og fannst orðið rísmjólk virkilega ógeðslegt og það hljómaði sömuleiðis sem eitthvað óætt í mínum eyrum. En hún er frábær, bæði í smoothie, boost, sósur, matreiðslu og svo þessa grauta að sjálfsögðu! Mæli eindregið með henni.

karen

Vinningshafi #trendair

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Margrét

    18. May 2014

    Líka gott að bæta chia fræjum, goji berjum og kakónibbum við hafrana og láta liggja í möndlumjólkinni :)

    • Karen Lind

      18. May 2014

      Já, algjörlega.. ég nota yfirleitt chia fræ ásamt goji berjum :)

  2. Dóra

    18. May 2014

    Held að ég sé búin að borða svona á hverjum morgni í 2 ár og er ekki enn komin með ógeð!! Uppáhalds <3

  3. Elín Rós

    19. May 2014

    Girnilegur, er alltaf að prufa mig áfram í svona grautum. Núna er í uppáhaldi chia og hempfrægrautur í rísmjólk með kanil og frosnum bláberjum! dásamlegt í magann svona á morgnanna!