D-vítamín í fljótandi formi

UMFJÖLLUNVÍTAMÍN

Eru ekki örugglega allir duglegir að taka inn d-vítamín?

Ég mætti vera virkari við það – ég tek d-vítamín í törnum og þarf virkilega að minna mig á að taka það inn.. sem er ekki gott svona yfir veturinn því þetta er það tímabil ársins sem við eigum að vera sérstaklega dugleg við inntöku d-vítamíns.

Ég bjó til grænu þrumuna fyrir mig og Davíð, og setti tvær fullar klípur úr dropateljaranum út í.. sem gerir 10 þúsund alþjóðaeiningar, eða 5 þúsund á mann. Kannski aðeins of mikið af því góða, en ég hef verið of slök í d-vítamín inntöku undanfarið svo taldi þetta vera í lagi.

Mér finnst fínt að taka d-vítamín inn í fljótandi formi, þá annað hvort setja það út í þeytinga eða bara beint upp í mig. Það er ekkert bragð af þessu frá NOW svo ungfrú klígjugjarna sleppur við óþarfa andlitssvipi og hroll um líkamann.

IMG_1334IMG_1335IMG_1342IMG_1346

D-vítamín er allra meina bót og ég mæli svo sannarlega með því að þið takið það inn. Það þarf auðvitað að vanda val á d-vítamíni, og það eru nokkrir hlutir sem þið þurfið að pæla í. Hafið samt í huga að ég er enginn sérfræðingur og ég vil síður en svo að þið takið mér bókstaflega og kyngið öllu sem ég segi :-) Ég mæli auðvitað með því að þið lesið ykkur sjálf til og myndið ykkur skoðun út frá eigin þekkingu – svo er aftur á móti bara jákvæður bónus ef mín blogg aðstoða ykkur á einhvern hátt. Það eru skiptar skoðanir um inntöku d-vítamíns, þá sérstaklega vegna þess að það er fituleysanlegt en ekki vatnsleysanlegt.

Munurinn á fituleysanlegum og vatsleysanlegum vítamínum (tekið af vitamin.is):
Munurinn felst í leysanleika þeirra, hvernig líkaminn frásogar vítamínin, flutning þeirra innan líkamans og geymslu. Fituleysanleg vítamín eru geymd í líkamanum og hægt að nota þau síðar. Það er ástæðan fyrir því að einstaklingar neyti ekki fituleysanlegra vítamína á hverjum degi, því þau safnast upp. Þessi uppsöfnun gerir það þó að verkum að vítamínin geta safnast upp í of stórum skömmtum og á líkaminn erfiðara með að losa sig við þau heldur en vatnsleysanlegu vítamínin.

Fróðleiksmolar um d-vítamín:
-D-vítamín er mælt í alþjóðaeiningum (e. IU = International Units). Þið sjáið til dæmis merkinguna vel á fyrstu myndinni. Þar stendur að það séu 400 alþjóðaeiningar í fjórum dropum, en 5000 alþjóðaeiningar í öllum dropateljaranum.

-Ég hef lesið að gott sé að miða alþjóðainntöku út frá þyngd. Þá er viðmiðið að fyrir hvert kíló skal taka inn 75 alþjóðaeiningar. Dæmi: 100kg manneskja á þá að taka inn 7500 alþjóðaeiningar. Ég nota þetta viðmið yfirleitt fyrir sjálfa mig.
-Ráðlagður dagsskammtur af d-vítamíni eru 600 alþjóðaeiningar. Það viðmið er talið ansi úrelt og skakkt að mati sérfræðinga á þessu sviði. Til að mynda eru sum vítamínfyrirtæki farin að framleiða d-vítamín með í það minnsta 1000 alþjóðaeiningum í hverri töflu.
-D-vítamín er framleitt af húðinni þegar sólargeislar lenda á henni.. einnig má fá d-vítamín úr fæðu en það er takmarkað.
-Við Íslendingar erum svo óheppin að njóta viðurvistar sólarinnar í algjöru lágmarki. D-vítamínskortur er frekar algengur hjá börnum og fullorðnum hér á landi og því verðum við að miða d-vítamínskammtinn út frá þeirri litlu sólarglætu sem nær til okkar yfir vetrartímann. 

Kostir d-vítamíns:
-Gott fyrir virkni ónæmiskerfisins
-Hefur forvarnargildi gegn krabbameini
-Hefur bein áhrif á um ca. 2 þúsund gen mannslíkamans. Sérstaklega þau sem hafa með sjálfsónæmissjúkdóma og krabbamein að gera.

Ég kaupi d-vítamín sem inniheldur 2000 alþjóðaeiningar í hverri töflu  – og tek þá yfirleitt eina eða tvær.. inntakan fer eftir fæðu, sól, útiveru og hve oft ég hef tekið það undanfarið.

Vonandi kemur þessi póstur að góðum notum! Eigið góða helgi öll sömul.. ég ætla mér að læra, fara í World Class og baðstofuna, fá mér Culiacan, droppa við í Líf & List og kaupa mér eldfast mót og eitthvað svona í rólegri gírnum. Næst þegar ég heyri í ykkur er kominn febrúarmánuður.. það þýðir samt ekki að ég sé hætt að pósta heilsupóstum! Takk fyrir að fylgjast svona vel með í janúar – mér finnst mjög gaman að sjá hve áhuginn er mikill fyrir heilsusamlegum póstum og auðvitað held ég því áfram. Namaste :-)

xxx

karen

 

Dagurinn

PERSÓNULEGTUMFJÖLLUNVÍTAMÍN

Ég skil stundum ekkert í sjálfri mér. Ég vaknaði 6:30, lærði aðeins í morgun og vann svo aðeins í færslunni um Tinnu Rún. Loksins fór ég út um hádegisbil. Um leið og ég steig fætinum út fyrir hurðarkarminn sagði ég við sjálfa mig “af hverju er ég ekki löngu farin út?”. Hafið þið ekki lent í þessu rugli.. að festast hreinlega bara inni, en hugsa statt og stöðugt “Nú fer ég að drífa mig, ætla rétt að gera þetta en svo er ég farin”.

En sem betur fer dreif ég mig út, veðrið er æðislegt og svo er bara fínt að sitja upp á Þjóðarbókhlöðu og skrifa.

Ég bjó mér til grænan drykk í morgun og tók inn vítamínin.

IMG_3319

IMG_3320

 Svo fékk ég skemmtilegt e-mail frá Auði sem á Salt eldhús. Hún bauð mér á námskeið í franskri makkarónugerð í kvöld. Hún var svo alsæl með myndirnar og myndbandið sem ég gerði eftir síðustu heimsókn til hennar og vildi endilega fá mig aftur. Af öllum þeim námskeiðum sem eru í boði hjá Salt eldhús hefur makkarónunámskeiðið verið hvað forvitnilegast og ég get ekki leynt því að það hefur vakið áhuga minn. Ég er því ansi spennt fyrir kvöldinu!

Eigið góðan dag..

karenlind

 

Vítamínskammturinn minn

UMFJÖLLUNVÍTAMÍN

Ég er búin að ætla að blogga um þau vítamín sem ég tek inn í langan tíma. Færslan verður í léttari kantinum en mig langar frekar til að gera ítarlega umfjöllun um hvert þeirra í sér færslu.

Ég tek vítamín ekki daglega. Yfirleitt tek ég tarnir – og það hentar mér bara ágætlega. Ég reyni líka að borða hollan og góðan mat og einblíni fyrst og fremst að fá vítamínin mín þaðan. Vítamín eru fæðubót (viðbót við góðan grunn) :-)

Það sem mér finnst skipta mestu máli að taka inn daglega er Omega-3 og d-vítamín.. þið kannski munið eftir því að ég fór á Omega-3 ráðstefnu síðasta haust. Ráðstefnan var mjög fróðleg og það er gott að vera upplýstur um hvað fiskiolían skiptir gríðarlega miklu máli. Mæli sérstaklega með henni fyrir óléttar konur og konur með barn á brjósti.

IMG_3125 IMG_3127 IMG_3135 IMG_3134 IMG_3126 Vítamínskammturinn:
Eve – fjölvítamín með steinefnum
Omega-3 – Fiskiolía unnin úr smáfiskum
D-vítamín – 2000IU
Kókosolíubelgir – holl fita

karen

Morgunmatur

HOLLUSTAVÍTAMÍN

Ó men, mig langar í hamborgara.

Nei segi svona.. nú er ég bara mætt í gamla gírinn. Sofnaði um 22 leytið og vakna hér eldhress kl. 6.30. Ég ætlaði ekki að blogga um þetta, því ég gleymdi hleðslutækinu f. myndavélina suður með sjó og nú finnst mér eitthvað agalegt að taka myndir á Iphone-inn eftir að ég vandist vélinni.

1600170_10202799103520893_1818790858_n 1600080_10202799103480892_1364447586_n

Morgumatur:
Stórt vatnsglas m. kreistri sítrónu á fastandi maga
Ein tsk. af CC flax.
1½ dl. af lífrænum fínum hafraflögum frá Himneskri Hollustu
Lífrænn kanill frá Himneskri Hollustu stráð yfir

Vítamín:
EVE fjölvítamín frá NOW
Omega 3 frá NOW
D-vítamín – 5000 IU
Glucomannan frá NOW

Kanill er hollur og ekki skemmir fyrir að hann er bragðbætandi. Ég gæti til dæmis aldrei borðað hafragraut ef það væri ekki fyrir kanil. Kanill er talinn góður fyrir fólk sem er með sykursýki 2, hann getur flýtt fyrir efnaskiptum glúkósa (sykur), minnkað slæma kólesterólið í blóðinu, bætt meltingu, dregið úr blæðingum kvenna og svo hefur líka verið sýnt fram á að hann getur stöðvað vöxt krabbameinsfrumna!

CC-flax hefur verið mitt uppáhald í mörg ár og þið sem hafið fylgt mér í gegnum árin hafið séð mig blogga um það margoft. Ég skrifa um það á næstu dögum.. sem og vítamínin!

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

 

Slender sticks frá NOW Foods

HOLLUSTAVÍTAMÍN

Nýtt uppáhalds..

Slender sticks frá NOW.

-Mjög svalandi!
-Með vítamínum
-Kaloríusnautt
-Frískandi!
-Náttúruleg bragðefni
-Engin rotvarnarefni
-Með andoxunarefnum
-Glútenlaust
-Sæta bragðið kemur frá stevíujurtinni

Ég segi allavega ekki nei við andoxunarefnum og vítamínum..

Í hverjum kassa eru 12 bréf. Mælt er með að blanda einu bréfi í 0.5l – 1l. Ég keypti þrjá kassa áðan, en miðað við afsláttinn (25%) í Nettó þá kostar eitt bréf 59 krónur! Vanalega kostar kassinn í kringum 949 krónur en í dag var hann á 712 krónur. Svo heyrði ég að það sé líka sniðugt að blanda þessu út í hreint prótein. Yfirleitt kýs fólk ekki að drekka einungis hreint prótein, svo þetta hentar mjög vel með því.

… og bónusinn er sá að börn mega einnig drekka þetta!

Fæst m.a. í Nettó, Krónunni, Fjarðarkaupum og Lifandi Markaði..