fbpx

Dagurinn

PERSÓNULEGTUMFJÖLLUNVÍTAMÍN

Ég skil stundum ekkert í sjálfri mér. Ég vaknaði 6:30, lærði aðeins í morgun og vann svo aðeins í færslunni um Tinnu Rún. Loksins fór ég út um hádegisbil. Um leið og ég steig fætinum út fyrir hurðarkarminn sagði ég við sjálfa mig “af hverju er ég ekki löngu farin út?”. Hafið þið ekki lent í þessu rugli.. að festast hreinlega bara inni, en hugsa statt og stöðugt “Nú fer ég að drífa mig, ætla rétt að gera þetta en svo er ég farin”.

En sem betur fer dreif ég mig út, veðrið er æðislegt og svo er bara fínt að sitja upp á Þjóðarbókhlöðu og skrifa.

Ég bjó mér til grænan drykk í morgun og tók inn vítamínin.

IMG_3319

IMG_3320

 Svo fékk ég skemmtilegt e-mail frá Auði sem á Salt eldhús. Hún bauð mér á námskeið í franskri makkarónugerð í kvöld. Hún var svo alsæl með myndirnar og myndbandið sem ég gerði eftir síðustu heimsókn til hennar og vildi endilega fá mig aftur. Af öllum þeim námskeiðum sem eru í boði hjá Salt eldhús hefur makkarónunámskeiðið verið hvað forvitnilegast og ég get ekki leynt því að það hefur vakið áhuga minn. Ég er því ansi spennt fyrir kvöldinu!

Eigið góðan dag..

karenlind

 

Matardagbók: Tinna Rún ÍAK einkaþjálfari

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sandra

    28. January 2014

    Hellú
    hvar færðu þessa æðislegu krukku sem er með handfangi? :)