fbpx

D-vítamín í fljótandi formi

UMFJÖLLUNVÍTAMÍN

Eru ekki örugglega allir duglegir að taka inn d-vítamín?

Ég mætti vera virkari við það – ég tek d-vítamín í törnum og þarf virkilega að minna mig á að taka það inn.. sem er ekki gott svona yfir veturinn því þetta er það tímabil ársins sem við eigum að vera sérstaklega dugleg við inntöku d-vítamíns.

Ég bjó til grænu þrumuna fyrir mig og Davíð, og setti tvær fullar klípur úr dropateljaranum út í.. sem gerir 10 þúsund alþjóðaeiningar, eða 5 þúsund á mann. Kannski aðeins of mikið af því góða, en ég hef verið of slök í d-vítamín inntöku undanfarið svo taldi þetta vera í lagi.

Mér finnst fínt að taka d-vítamín inn í fljótandi formi, þá annað hvort setja það út í þeytinga eða bara beint upp í mig. Það er ekkert bragð af þessu frá NOW svo ungfrú klígjugjarna sleppur við óþarfa andlitssvipi og hroll um líkamann.

IMG_1334IMG_1335IMG_1342IMG_1346

D-vítamín er allra meina bót og ég mæli svo sannarlega með því að þið takið það inn. Það þarf auðvitað að vanda val á d-vítamíni, og það eru nokkrir hlutir sem þið þurfið að pæla í. Hafið samt í huga að ég er enginn sérfræðingur og ég vil síður en svo að þið takið mér bókstaflega og kyngið öllu sem ég segi :-) Ég mæli auðvitað með því að þið lesið ykkur sjálf til og myndið ykkur skoðun út frá eigin þekkingu – svo er aftur á móti bara jákvæður bónus ef mín blogg aðstoða ykkur á einhvern hátt. Það eru skiptar skoðanir um inntöku d-vítamíns, þá sérstaklega vegna þess að það er fituleysanlegt en ekki vatnsleysanlegt.

Munurinn á fituleysanlegum og vatsleysanlegum vítamínum (tekið af vitamin.is):
Munurinn felst í leysanleika þeirra, hvernig líkaminn frásogar vítamínin, flutning þeirra innan líkamans og geymslu. Fituleysanleg vítamín eru geymd í líkamanum og hægt að nota þau síðar. Það er ástæðan fyrir því að einstaklingar neyti ekki fituleysanlegra vítamína á hverjum degi, því þau safnast upp. Þessi uppsöfnun gerir það þó að verkum að vítamínin geta safnast upp í of stórum skömmtum og á líkaminn erfiðara með að losa sig við þau heldur en vatnsleysanlegu vítamínin.

Fróðleiksmolar um d-vítamín:
-D-vítamín er mælt í alþjóðaeiningum (e. IU = International Units). Þið sjáið til dæmis merkinguna vel á fyrstu myndinni. Þar stendur að það séu 400 alþjóðaeiningar í fjórum dropum, en 5000 alþjóðaeiningar í öllum dropateljaranum.

-Ég hef lesið að gott sé að miða alþjóðainntöku út frá þyngd. Þá er viðmiðið að fyrir hvert kíló skal taka inn 75 alþjóðaeiningar. Dæmi: 100kg manneskja á þá að taka inn 7500 alþjóðaeiningar. Ég nota þetta viðmið yfirleitt fyrir sjálfa mig.
-Ráðlagður dagsskammtur af d-vítamíni eru 600 alþjóðaeiningar. Það viðmið er talið ansi úrelt og skakkt að mati sérfræðinga á þessu sviði. Til að mynda eru sum vítamínfyrirtæki farin að framleiða d-vítamín með í það minnsta 1000 alþjóðaeiningum í hverri töflu.
-D-vítamín er framleitt af húðinni þegar sólargeislar lenda á henni.. einnig má fá d-vítamín úr fæðu en það er takmarkað.
-Við Íslendingar erum svo óheppin að njóta viðurvistar sólarinnar í algjöru lágmarki. D-vítamínskortur er frekar algengur hjá börnum og fullorðnum hér á landi og því verðum við að miða d-vítamínskammtinn út frá þeirri litlu sólarglætu sem nær til okkar yfir vetrartímann. 

Kostir d-vítamíns:
-Gott fyrir virkni ónæmiskerfisins
-Hefur forvarnargildi gegn krabbameini
-Hefur bein áhrif á um ca. 2 þúsund gen mannslíkamans. Sérstaklega þau sem hafa með sjálfsónæmissjúkdóma og krabbamein að gera.

Ég kaupi d-vítamín sem inniheldur 2000 alþjóðaeiningar í hverri töflu  – og tek þá yfirleitt eina eða tvær.. inntakan fer eftir fæðu, sól, útiveru og hve oft ég hef tekið það undanfarið.

Vonandi kemur þessi póstur að góðum notum! Eigið góða helgi öll sömul.. ég ætla mér að læra, fara í World Class og baðstofuna, fá mér Culiacan, droppa við í Líf & List og kaupa mér eldfast mót og eitthvað svona í rólegri gírnum. Næst þegar ég heyri í ykkur er kominn febrúarmánuður.. það þýðir samt ekki að ég sé hætt að pósta heilsupóstum! Takk fyrir að fylgjast svona vel með í janúar – mér finnst mjög gaman að sjá hve áhuginn er mikill fyrir heilsusamlegum póstum og auðvitað held ég því áfram. Namaste :-)

xxx

karen

 

Target pöntun: Vitleysa

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. SD

    31. January 2014

    Ég nota fljótandi D vítamín á andlitið, virkar alveg einsog þessi rándýru serum…

  2. Svanný

    1. February 2014

    Ég mæli sterklega með því að taka D vítamín með kalki :) Ég tek kalk, magnesíum og D vítamin saman á kvöldin þar sem að D vítamín hjálpar við upptöku á kalkinu.

  3. Hilrag

    1. February 2014

    heyrðu þetta er einhver snilld fyrir mig! Þoli illa að taka d-vitamin töflur en veit að ég þarf rosalega á því að halda!

    takk heilsu-karen ;)

    xx

  4. Elisabet

    4. February 2014

    Vandið ykkur við inntöku vítamína, lesið ykkur vel til.

    “Of mikið af D-vítamíni getur leitt til aukinnar kalkupptöku úr meltingarveginum og jafnvel endurupptöku kalks úr beinum. Aukið kalkmagn í blóði getur haft í för með sér óeðlilegar kalkútfellingar í mjúkum vefjum, svo sem hjarta og lungum, og dregið þannig úr starfsgetu þeirra. Helstu einkenni eru vöðvaslappleiki, höfuðverkur, lystarstol, ógleði, uppköst og beinverkir. Fái barnshafandi konur of mikið D-vítamín getur afleiðingin orðið skertur andlegur eða líkamlegur þroski barnanna.”
    http://www.visindavefur.is/svar.php?id=6461

    • Karen Lind

      4. February 2014

      Akkurat. Eins og ég talaði um þá þurfa allir að mynda sér sína skoðun. Ég tek ekki inn d-vítamín daglega og passa mig því líka :-)