fbpx

Morgunmatur

HOLLUSTAVÍTAMÍN

Ó men, mig langar í hamborgara.

Nei segi svona.. nú er ég bara mætt í gamla gírinn. Sofnaði um 22 leytið og vakna hér eldhress kl. 6.30. Ég ætlaði ekki að blogga um þetta, því ég gleymdi hleðslutækinu f. myndavélina suður með sjó og nú finnst mér eitthvað agalegt að taka myndir á Iphone-inn eftir að ég vandist vélinni.

1600170_10202799103520893_1818790858_n 1600080_10202799103480892_1364447586_n

Morgumatur:
Stórt vatnsglas m. kreistri sítrónu á fastandi maga
Ein tsk. af CC flax.
1½ dl. af lífrænum fínum hafraflögum frá Himneskri Hollustu
Lífrænn kanill frá Himneskri Hollustu stráð yfir

Vítamín:
EVE fjölvítamín frá NOW
Omega 3 frá NOW
D-vítamín – 5000 IU
Glucomannan frá NOW

Kanill er hollur og ekki skemmir fyrir að hann er bragðbætandi. Ég gæti til dæmis aldrei borðað hafragraut ef það væri ekki fyrir kanil. Kanill er talinn góður fyrir fólk sem er með sykursýki 2, hann getur flýtt fyrir efnaskiptum glúkósa (sykur), minnkað slæma kólesterólið í blóðinu, bætt meltingu, dregið úr blæðingum kvenna og svo hefur líka verið sýnt fram á að hann getur stöðvað vöxt krabbameinsfrumna!

CC-flax hefur verið mitt uppáhald í mörg ár og þið sem hafið fylgt mér í gegnum árin hafið séð mig blogga um það margoft. Ég skrifa um það á næstu dögum.. sem og vítamínin!

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

 

Nuddrúllur

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Fanney

  3. January 2014

  Ég hef lengi tekið inn D-vítamín og velt því fyrir mér hvað sé sniðugt að taka inn mikið. Þess vegna er ég forvitin að vita hvers vegna þú teku 6þús iu af D-vítamíni (1000 í Eve blöndunni, skv. nowfoods.com) því það er mun meira en ég hef séð. Á heimasíðu landlæknis ( http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item21468/Nyir-radlagdir-dagskammtar-(RDS)-fyrir-vitamin-og-steinefni ) stendur t.d. að efri mörk ráðlagðrar neyslu séu 4þús iu og þar er vísað í nokkrar rannsóknir. Er að vísu ekki sammála neðri mörkunum, tek sjálf inn lýsi og 1000-2000 iu af D en ég vil samt taka mark á efri mörkunum út af umræðunni sem ég hef heyrt. Mér hefur í raun heyrst að það sé ekki nógu mikið vitað hvað sé ráðlagt að taka eða hvað sé of mikið og læknar ekki allir kannski sammála. Þess vegna er ég bara forvitin að vita hvers vegna þú tekur meira en ég hef heyrt að sé ráðlagt :)

  • Karen Lind

   3. January 2014

   Goð spurning!

   Eg er buin að gera itarlega faerslu um d-vitamin, hun birtist bradum!

   En eg tek inn slatta af d-vitamini yfir vetrarmanuðina.. for einmitt ad lesa mig til um þetta og hitti mjog svo froða einstaklinga sem fræddu mig um þetta a annan hatt en td Landl. embættið :-)

 2. Svart á Hvítu

  3. January 2014

  Karen bjargaðu mér……………
  Ég borðaði snickers í morgunmat! (alveg óvart) !!!

  • Karen Lind

   3. January 2014

   I’m craving for a doughnut! Það tekur á að vera í afvötnun! hahaha

 3. Viktoria Kr Guðbjartsdóttir

  3. January 2014

  Ohh þessa færslu er nauðsynlegt að sjá til þess að kúpla sig úr jólagírnum !

 4. eyrún líf

  4. January 2014

  Langar að skjóta einu inn með hafragrautinn – það er rosalega gott að setja lífrænt hunang útá hann. Ég geri það alla morgna og bragðið verður svo sætt að það bragðast eins og ég hafi sett massa af sykri útá! Mæli með :)