Ó men, mig langar í hamborgara.
Nei segi svona.. nú er ég bara mætt í gamla gírinn. Sofnaði um 22 leytið og vakna hér eldhress kl. 6.30. Ég ætlaði ekki að blogga um þetta, því ég gleymdi hleðslutækinu f. myndavélina suður með sjó og nú finnst mér eitthvað agalegt að taka myndir á Iphone-inn eftir að ég vandist vélinni.
Morgumatur:
Stórt vatnsglas m. kreistri sítrónu á fastandi maga
Ein tsk. af CC flax.
1½ dl. af lífrænum fínum hafraflögum frá Himneskri Hollustu
Lífrænn kanill frá Himneskri Hollustu stráð yfir
Vítamín:
EVE fjölvítamín frá NOW
Omega 3 frá NOW
D-vítamín – 5000 IU
Glucomannan frá NOW
Kanill er hollur og ekki skemmir fyrir að hann er bragðbætandi. Ég gæti til dæmis aldrei borðað hafragraut ef það væri ekki fyrir kanil. Kanill er talinn góður fyrir fólk sem er með sykursýki 2, hann getur flýtt fyrir efnaskiptum glúkósa (sykur), minnkað slæma kólesterólið í blóðinu, bætt meltingu, dregið úr blæðingum kvenna og svo hefur líka verið sýnt fram á að hann getur stöðvað vöxt krabbameinsfrumna!
CC-flax hefur verið mitt uppáhald í mörg ár og þið sem hafið fylgt mér í gegnum árin hafið séð mig blogga um það margoft. Ég skrifa um það á næstu dögum.. sem og vítamínin!
Skrifa Innlegg