fbpx

Vítamínskammturinn minn

UMFJÖLLUNVÍTAMÍN

Ég er búin að ætla að blogga um þau vítamín sem ég tek inn í langan tíma. Færslan verður í léttari kantinum en mig langar frekar til að gera ítarlega umfjöllun um hvert þeirra í sér færslu.

Ég tek vítamín ekki daglega. Yfirleitt tek ég tarnir – og það hentar mér bara ágætlega. Ég reyni líka að borða hollan og góðan mat og einblíni fyrst og fremst að fá vítamínin mín þaðan. Vítamín eru fæðubót (viðbót við góðan grunn) :-)

Það sem mér finnst skipta mestu máli að taka inn daglega er Omega-3 og d-vítamín.. þið kannski munið eftir því að ég fór á Omega-3 ráðstefnu síðasta haust. Ráðstefnan var mjög fróðleg og það er gott að vera upplýstur um hvað fiskiolían skiptir gríðarlega miklu máli. Mæli sérstaklega með henni fyrir óléttar konur og konur með barn á brjósti.

IMG_3125 IMG_3127 IMG_3135 IMG_3134 IMG_3126 Vítamínskammturinn:
Eve – fjölvítamín með steinefnum
Omega-3 – Fiskiolía unnin úr smáfiskum
D-vítamín – 2000IU
Kókosolíubelgir – holl fita

karen

Helgin

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Sara

  20. January 2014

  Hef alltaf verið með þetta í hringi hvernig sé best er að taka þetta saman. Tekur allar 3 Eve töflurnar á sama tíma eða dreifiru þeim yfir daginn? Tekur kannski þessa þrennu allt saman? Hvað ertu að taka margar af omega? Sorry spurningarflóðið hehe ;) Æðisleg bloggin þín :)

  • Karen Lind

   20. January 2014

   Ég tek annað hvort 1-2 EVE töflur.. aldrei þrjár.. finnst það bara of mikið. Reyni að borða hollan og góðan mat og treysti því á að fá vítamínin þaðan.

   Annars tek ég nóg af Omega-3, og stundum kannski 2-3x yfir daginn. Ég tók t.d 3 í morgun, en 5 í gær. Ég man ekki alveg hvað er mælt með miklu utan á boxinu, en ég tek alveg slatta og yfirleitt aðeins meira en ráðlagt er :-)

 2. Ósk

  20. January 2014

  Kannski heimskuleg spurning en teluru þessar Omega 3 töflur vera betri en að taka 2 msk af lýsi á morgnana?