Augnakonfekt.. hjólin frá Pure Fix

HREYFING

Hjólin frá Pure Fix Cycles hrifu mig um leið. Ég var á leið heim frá Bandaríkjunum og leit í afar smart blað sem heitir Dwell. Þar sá ég auglýsingu frá Pure Fix Cycles. Það leið ekki langur tími þar til ég náði símann og tók mynd af blaðsíðunni. Satt að segja tekst mér aldrei að muna heimasíður og aðra spennandi hluti sem ég rekst á í blöðum, því er ansi hentugt að geta tekið mynd af öllu saman.

Þessi hjól fá ofsalega góða endurgjöf frá þessum helstu síðum. Gæðin eru í hávegum höfð, verðið er nokkuð sanngjarnt og útlit þeirra og stíll er svo smekklegt. Mér sýnist þau vera frá ca. 300$ og upp úr. Hjólið á efstu myndinni er í uppáhaldi, litasamsetningin er trufluð og hjólin æði. Svo finnst mér þessi svörtu líka ofsalega flott… og öll hin réttara sagt. Finnst ykkur þau ekki æðisleg?

e429be656e2e7d933e3e8c30c37201bf3664945_orig3311006_orig

Sum þeirra lýsast í myrkri, þessi í skæru litunum. Ég þarf að fara hjóla meira, bæði mín vegna og umhverfisins. Ég er of fljót að ná í bílinn og keyra af stað, jafnvel fáranlega stuttar vegalengdir. Hvaða vitleysa er það?

Heimasíða PureFixCycles

karenlind

Vinningshafi hlaupanámskeiðsins í World Class

HREYFING

Jæja, þá hef ég dregið af handahófi með aðstöð random.org vefsíðunni og sú sem vann sér inn hlaupanámskeið er Kristín Sævarsdóttir. Þú þarft heldur betur að ná í hlaupaskóna því þú ert að mæta á hlaupaæfingu á morgun eða á þriðjudag! Ég hefði auðvitað viljað fá fleiri þátttakendur í leikinn en ég er ánægð með þær sem tóku þátt og höfðu áhuga.

Screen Shot 2015-05-10 at 10.34.39 PM Screen Shot 2015-05-10 at 10.34.46 PM

Kristín Sævars, endilega hafðu samband við birgittalif@worldclass.is upp á að setja þig inn í kerfið :) Gangi þér ótrúlega vel og skemmtu þér enn betur. Þú varst svo sannarlega heppin í dag og vonandi er þetta góð hvatning fyrir þig.

Kærar kveðjur,karenlind

World Class: Vilt þú vinna hlaupanámskeið með Aldísi og Karitas?

HREYFING

Í byrjun maí hefjast hlaupanámskeið hjá World Class Laugum og World Class í Mosfellsbæ. Nýjar áherslur ásamt nýjum og ferskum kennurum sem munu sjá um námskeiðin, það verður ekki mikið betra. Sjálf ætla ég að taka þátt en ég hef einmitt ekki farið út að hlaupa í langan tíma. Ég er í litlu hlaupaformi, sérstaklega eftir berkjubólgu sl. 4 vikur. En ég læt það ekki stoppa mig, ég mæti bara og þjálfa mig upp í að geta meir í dag en í gær. Það er ekkert að óttast þó maður sé ekki í formi. Ætli það sé ekki skemmtilegast að byrja þannig því þá verða framfarirnar meiri. Ef eitthvað er fljótt að koma þá er það hlaupaform, sem mér finnst um að gera að koma sér í sérstaklega á tíma sem þessum, þar sem ekkert er dásamlegra en að hlaupa á sumrin.

Enn er opið fyrir skráningar á námskeiðin en skráning fer fram á heimasíðu World Class, sjá hér. Eins eru opnir skokkhópar í World Class fyrir alla korthafa og hvet ég alla til að taka þátt í þeim.

Opnir skokkhópar Laugum:
Mánudagar 17.30
Miðvikudagar 17.30
Laugardagar 9.00

Opnir skokkhópar Mosó:
Mánudagar 17.40
Miðvikudagar 17.40
Laugardagar 9.00

hlaupanamskeidHlaupakennararnir eru Aldís Arnardóttir, Jens Kristjánsson, Halla Karen Kristjánsdóttir, Steinar Hafberg og Karitas María Lárusdóttir.

Hlaupanámskeiðin eru á eftirfarandi dögum.

Laugar:
Mánudagar 17.30-18.30
Miðvikudagar 17.30-18.30
Laugardagar 10.00-11.00

Mosfellsbær:
Þriðjudagar 17.30-18.30Fimmtudagar 17.30-18.30
Laugardagar 10.00-11.00

Ég ætla að gefa eitt 5 vikna hlaupanámskeið með þeim Aldísi Arnardóttur og Karitas Maríu Lárusdóttur til eins lesanda. Ef þig langar til að vinna eitt slíkt þarftu að gera eftirfarandi:

1. Deila færslunni
2. Skilja eftir þig komment á færslunni sjálfri með fullu nafni og segja frá því af hverju ég ætti að velja þig.

Endilega taktu þátt og komdu þér í hlaupaform. Það er enginn að velta sér upp úr náunganum og hans getu á svona námskeiðum, þetta er bara frábært tækifæri til hreyfingar og skemmtilegs félagsskapar. Ég dreg út á sunnudaginn! Ég minni enn og aftur á að enn er opið fyrir skráningar á hlaupanámskeiðin, fyrir áhugasama smellið hér.

Hlaupakveðjur,

karenlind

Öflug hlaupaæfing

HREYFING

Hlaupaæfingin sem ég sagði ykkur frá í gær er rosalega góð. Eins og ég nefndi í gær, þá er þetta hlaupaæfing sem Samúel sýndi mér en hann hefur gert hana oft á æfingu hjá Reading. Hún tekur ekki nema kannski 15-20 mínútur, en tími hennar fer eftir því hve langt þið komist. Ég hef gert æfinguna á tvenna vegu, þá með eða án upphitunar (upphitun frá 8,5 – 10,5km) en þá byrja ég í 8,5 km hraða og hækka hann um 0,5 eftir hverjar 30 sekúndur. Þegar ég er komin upp í 10,5 km hvíli ég í 30 sekúndur fyrir hvern hækkaðan 0,5 km í hraða. Dæmi: Hleyp í 30 sekúndur á 10,5 km hraða og hvíli svo, og í hvíldinni eyk ég hraða brettisins um 0,5 (sjá hér að neðan). Þetta er endurtekið þar til þú treystir þér ekki í að hlaupa hraðar og meira.

8,5 km – 30 sek
9,0 km – 30 sek
9,5 km – 30 sek
10,0 km – 30 sek
10,5 km – 30 sek
Hvíla 30 sek
11,0 km – 30 sek
Hvíla 30 sek
11,5 km – 30 sek
Hvíla 30 sek
12,0 km – 30 sek
Hvíla 30 sek
12,5 km – 30 sek
Hvíla 30 sek
13,0 km – 30 sek
Hvíla 30 sek
13,5 km – 30 sek
…..
19,0 km – 30 sek
Hvíla..

Ég hef bætt mig mjög hratt að mínu mati. Fyrir ca. tíu dögum náði ég 17,5 km hraða, þá næst 18,5 og núna rétt áðan náði ég 19,0 km hraða. Ég sleppti upphitun áðan (byrjaði strax í 10,5) og mig minnir að ég hafi verið rétt um 16 mínútur að þessu. Hjá mér fer þetta að taka á í kringum 15,0 km og þar á eftir fer að skipta miklu að vera með spenntan kviðinn og vera með rétta líkamsstöðu. Ef ekki þá er auðvelt að missa tempóið og þá er þetta nú eflaust mun erfiðara en það á að vera.

Ég mæli sterklega með þessu! Ég leyfi tónlistinni að rífa mig áfram og set smá “beast mode” í gang og þá er þetta ekkert mál :) Í lokin er svo mikið sem öll orka búin og svitinn springur út. Vonandi nýtist þetta einhverjum sem langar að taka stuttan tíma í brennslu, auka þolið eða prófa jafnvel eitthvað nýtt.

Screen Shot 2014-07-02 at 8.12.14 PM

karenlind

Reykjavíkurmaraþon og Under Armour

HREYFING

Ef þú skráir þig í Reykjavíkurmaraþon fyrir 2. júlí (morgundagurinn) þá áttu möguleika á að vinna hlaupaskó frá Under Armour. Sjálf á ég hlaupaskó frá Under Armour sem ég fékk í vor og þeir eru frábærir. Þeir hafa reynst mér vel í einkaþjálfuninni hjá Tinnu Rún og ég gef þeim góða einkunn. Ég hef notað þá mikið bæði í hlaupaprógraminu sem og sprettum.

Screen Shot 2014-07-01 at 11.43.24 AM

Ég gerði þau mistök að skrá mig í Reykjavíkurmaraþonið í fyrra áður en ég fékk vinnuskrána (já, það á að vera eitt n… þolfall sjáiði til.. lítur furðulega út með einu n-i). Núna skrái ég mig þegar ég veit hvort ég eigi að mæta til vinnu eður ei. En mikið langar mig til að taka þátt!

Screen Shot 2014-07-01 at 11.24.36 AM Screen Shot 2014-07-01 at 11.24.54 AM

Seinni myndin er nú smá grín.. en ógeðslega fyndið væri að taka lyftingaræfingu og borða Nachos í hvíldinni á milli setta.

Ég ákvað að taka annan mánuð í þjálfun hjá Tinnu, enda var ég virkilega ánægð með hana. Ég er með alls konar meiðsli og um leið og ég fann til, greip hún strax inn í og lét mig gera aðrar æfingar. Með þessu fann ég aldrei til og gekk ekki frá mér. Mjög eðlilegt og þannig á það einmitt að vera.

Svo hef ég verið að taka skemmtilega hlaupaæfingu sem bróðir minn sýndi mér, en hann gerir hana oft á æfingum út í Reading. Við fórum saman í líkamsrækt þegar hann var heima og hlupum saman þessa æfingu, nema hvað að hann var kominn í 25 km. hraða en ég gafst upp á 17 km. hraða. Hlaupaæfingin er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana og ég hef verið að gera hana ca. þrisvar í viku. Ég er komin upp í 18,5 km. hraða og stefni á 20 km. hraða í lok sumars. Ég þarf að deila henni með ykkur bráðlega.

Annars mæli ég með að skrá sig í maraþonið. Þá er markmiðið komið á blað og því ætti að vera auðveldara að koma sér af stað. Svo er ekkert fúlt þó það rigni… oft er mun betra að hlaupa í smá rigningu og súld :-)

Reykjavíkurmaraþon: Skráning hér.

karenlind

Heilsan í myndum

HEILSAHOLLUSTAHREYFINGPERSÓNULEGT

Nokkrar myndir frá mínum síðustu dögum! Ég geri lítið annað en að læra og hreyfa mig, svo myndaval er fremur ófjölbreytt :)

19

Ég fór á æfingu í hádeginu og lyfti fætur. Alltaf tekst mér að fá hellur fyrir eyrun á þeim æfingum, en það er m.a. merki um áreynslu svo það er góðs viti. Þessi bleiki bolti er lífið og nær til staða sem foam rúllan nær ekki til. Ég fékk einn svona bolta gefins fyrir um ári síðan á Crossfit-móti en í flutningunum hefur honum tekist að skoppa í burtu og týnast (ég kenni boltanum um, ekki mér). Ég varð að kaupa mér annan, og fékk þennan í Hreysti í Skeifunni á 1495 kr í.

18

Ljúft.. spínat, egg, festaostur og balsamik edik gljái.

17

Hughreystandi umbúðir hjá Lifandi Markaði. Öll þessi plastnotkun og plastframleiðsla fer með mig. Annars sá ég að Gula þruman er komin í kælinn í Lifandi Markaði. Mig minnir endilega að það hafi verið lífrænn appelsínusafi, mangó, kókos og eitthvað fleira í henni. Hljómaði vel!

16

Uppáhalds blandan í smoothie!

15

… Slender Sticks með nýrri bragðtegund. Ofsalega góð… mörgum finnst þessi bragðtegund vera sú besta!

14

… ég kaupi yfirleitt þessar ódýru appelsínur til að pressa í safana. Finnst þær bara alveg jafn góðar og hinar :)

13

Gulrótarsafi og lágkolvetnabananabrauð :)

12

Ommeletta í umferðinni.

11

Ég fékk þetta fína Polar Loop úr um daginn. Ég sá þá svart á hvítu hvað viðveran á bókasafninu gerði mér lítinn sem engan greiða. Úrið virkar mjög hvetjandi á mig því ég sé nákvæmlega hvar ég stend hvað varðar markmið dagsins. Stundum hef ég setið of mikið og þar af leiðandi hef ég farið í langar göngur á kvöldin til að ná markmiði dagsins (þá sést goal á skjánum). Eitt kvöldið var ég hoppandi og skoppandi um í rúminu því ég hafði aðeins nokkrar mínútur til stefnu áður en klukkan myndi slá 00:00. Davíð horfði á mig og sagði hreint út “Guð minn góður, það er eitthvað að þér”.. hahaha… Metnaðurinn að drepa mann… eða kannski úrið að drepa mann?

20

Þessi duftbréf hafa reddað mér frá súrum dögum á bókasafninu… ég vil ekki drekka kaffi eða gosdrykki og því eru Slender Sticks duftbréfin mjög hentug fyrir mig. Ég byrjaði fyrst að drekka kaffi í fyrra, þá 28 ára, og drakk kannski kaffi svona einu sinni í mánuði. Svo tók ég ákvörðun í janúar á þessu ári að ég myndi losa mig við kaffidrykkju fyrir fullt og allt. Þegar maður hefur lítið til að grípa í finnst mér snilld að geta bragðbætt vatnið mitt með Slender Sticks.

.. en annars langar mig að segja ykkur að ég er ekki enn byrjuð í einkaþjálfuninni. Dagskráin í ÍAK skólanum breyttist eilítið og ég byrja í þjálfun hjá Tinnu Rún þann 21. apríl næstkomandi. Núna æfi ég daglega ein, sem mér finnst alveg þrusufínt. Ég verð vonandi komin á gott ról þegar þjálfunin hefst, þetta tekur nefnilega alveg sinn tíma. Ég finn að styrkurinn er allur að koma tilbaka en vöðvaþolið er ekki jafn gott. Einn dagur í einu.. :)

karenlind

WOD dagsins

HREYFINGPERSÓNULEGT

Gamla er komin í stuð í lyftingarsalnum! Fyrir utan það að hafa tekið mjög hvatvísa og bráðláta ákvörðun í gær, þá er ég bara góð. Ég fór á æfingu áðan og lyfti fætur. Ég spilaði æfinguna eftir áhuga (s.s engu prógrami) og langaði að deila með ykkur æfingunum.

1a. Hnébeygja – 3*12 (45kg)
1b. 90° við vegg – 20 sekúndur

2a. Innanverð læri – 3*12 (70lbs)
2b. Utanverð læri – 3*12 (65lbs)
2c. Kálfar – 3*12 (110lbs)

3a. Hliðarskref með Valslides – 3*12
3b. “Good morning” -3*12 (60lbs)

Svo endaði ég æfinguna á nokkrum armbeygjum, planka, kviðæfingum og átta mínútna brennslu. Ekkert stórfenglegt þarna í lokin því ég var orðin dauðþreytt. Það tekur alltaf langmest á að lyfta fætur, enda um stóra vöðva að ræða sem sjúga alla orku frá manni!

Ég reyni að taka enga hvíld á milli (þegar ég er upp á mitt besta), og fer þá til dæmis úr æfingu 1a og beint yfir í 1b og endurtek það þrisvar. Þá næst fer ég yfir í 2a, 2b og 2c og endurtek þrisvar.

Screen Shot 2014-03-21 at 2.54.21 PM

Svo er líka aðeins skemmtilegra að æfa með svona fallega tösku. Ég lét undan og þáði hana í síðbúna afmælisgjöf frá kærasta mínum. Ég átti afmæli í október og er búin að bíða ansi lengi með að ákveða mig hvað ég vildi í afmælisgjöf.. svo sá ég þessa fínu tösku í Adidas búðinni í Kringlunni og gat ómögulega hætt að hugsa um hana. Nú kem ég öllu fyrir á einum stað… mjög hentugt fyrir týpu eins og mig – þeir sem þekkja mig vita hvað ég við :-) Engir bónuspokar, bollar og svo framvegis.

Svo fékk ég líka ansi öflug og falleg heyrnatól í gjöf á konudaginn.. nú fá útvaldir tónlistarmenn að njóta sín sem aldrei fyrr og ég á erfitt með að halda minni gífurlega talented söngrödd inn’í mér á meðan ég æfi. Tammm tammm tammm!

Eigið góða helgi!

karenlind

Yoga draumur

HREYFING

Ég setti mér það markmið um daginn (eftir að ég sá myndirnar frá Jónu Kristínu og Birgittu Líf) að komast í þessa jógastöðu. Ég er ansi stíf og strekkt öll sömul í mjöðmunum og þetta því ágætis áskorun fyrir mig. Vonandi get ég tekið mynd af herlegheitunum og deilt henni með ykkur ef mér tekst vel til.

b c d df e yog

Dásemdin ein og þessar myndir eru æðislegar. Þó að margt sé óljóst í þessu lífi þá er eitt á hreinu: mig langar svo að vera eldklár í jóga!

karenlind

Nesti dagsins

HOLLUSTAHREYFING

Vaknaði eldsnemma og fór í líkamsrækt um 8 leytið í morgun. Mikið var það gott og planið er að fara svona ca. 1-3x á morgnana í hverru viku næstu 2-3 mánuðina. Ég tók 45 mínútna brennslu.

Hlaup í 20 mínútur á 9 km. hraða
Hlaup í 12 mínútur á 10 km. hraða
10 mínútur á stiga á level 10-14

Að því loknu tóku við kviðæfingar, foam-rúllan fína og góðar teygjur. Svo finnst mér alltaf gott að enda æfingu á að leggjast á dýnu, loka augunum og hlusta á eitt lag með Snatam Kaur – ég gerði það reyndar ekki í morgun.

Nú tekur við 8 klst. seta á bókasafninu.

IMG_4385 IMG_4387 IMG_4389

Ég bý tiltölulega stutt frá bókasafninu og mun því skjótast heim í hádegismat. En í þetta sinn tek ég með:

Gulrætur
Heila niðurskorna papríku
Hummus (nota hann með grænmetinu)
Froosh (ný tegund – hef ekki prófað hana áður)
Slender Sticks
Omega 3 töflur 

Ég tek stundum inn Omega 3 yfir daginn – kannski ca. tvær á morgnana og tvær í hádeginu eða seinni partinn. Ég sé eilítið eftir því að hafa ekki skrifað niður nytsamlega punkta frá Omega 3 ráðstefnunni sem ég fór á í fyrra. Ég man nú alveg eftir ýmsu og hef lesið mig til um Omega 3.. ég þarf að skrifa fróðlega færslu um það einn daginn. En þangað til þá, þá mæli ég með því að þið farið út í búð, kaupið ykkur Omega 3 (skoðið EPA/DHA gildin) og takið inn daglega. Það er skylda!

… og annað – ef þið eruð í einhverjum vafa með eitthvað (lífrænt, vítamín & hverju sem er sem tengist heilsu) þá mæli ég með ferð í Fjarðarkaup. Í Fjarðarkaupum er uppáhaldshornið mitt, Fræið og þar vinnur Gíslína. Gíslína er óopbinber alfræðiorðabók hins lífræna lífsstíls. Hún veit allt! Ég elska að tala við hana og fá ráð. Margt af því sem ég veit kemur frá henni :-) Og ekki skemmir fyrir að Fræið er í flestum tilvikum ódýrari!

Þessi færsla átti nú bara að vera um nestið – ég er komin langt út fyrir það.. og þarf að þjóta!

karenlind

 

Náðu þér í iTube appið

HREYFING

UPPFÆRT: Virðist aðeins vera í boði f. þá sem eiga Iphone.

Ert þú alltaf með sömu lögin á lagalistanum í ræktinni?
.. og þér finnst það mögulega orðið nett þreytandi?

Sjálf glataði ég allri minni tæknikunnáttu fyrir einhverjum árum og því hefur mig sárlega vantað einhverja hagstæða lausn, sem er bæði einföld og þægileg… sú lausn er fundin!

Ef þú ert á sama róli, þá verður þú að fara rakleiðis inn á AppStore og næla þér í iTube appið. Mögulega er ég sú síðasta með fréttirnar, en hvað með það – þetta er þá fyrir hina sem hafa ekki heyrt af appinu.

mzl.almllrop

Ása María bloggaði einmitt um rannsókn sem íþróttasálfræðingar gerðu, en þeir hafa sett saman lagalista sem er talinn vera sá besti og ætti að skila okkur sem bestum árangri í ræktinni. Ég mæli því að þið kíkið á færsluna hennar Ásu hér ef þið eruð hugmyndasnauð um lög.

Til að ná í lög á iTube þarftu að vera nettengdur. Appið og lögin eru ókeypis, þú getur búið til þinn eigin lagalista, horft á myndböndin í leiðinni ef áhugi er fyrir hendi – og það frábæra við þetta app er að það þarf ekki að tengjast netinu til að hlusta á lögin.

Loksins er komin lausn fyrir tækniheftu mig.. og þvílík snilld að lausnin detti inn í janúarmánuði þegar allir ætla að sigra heiminn í ræktinni :-)

Ég er allavega farin í World Class að hlaupa með endalaust af nýjum lögum!

karen