UPPFÆRT: Virðist aðeins vera í boði f. þá sem eiga Iphone.
Ert þú alltaf með sömu lögin á lagalistanum í ræktinni?
.. og þér finnst það mögulega orðið nett þreytandi?
Sjálf glataði ég allri minni tæknikunnáttu fyrir einhverjum árum og því hefur mig sárlega vantað einhverja hagstæða lausn, sem er bæði einföld og þægileg… sú lausn er fundin!
Ef þú ert á sama róli, þá verður þú að fara rakleiðis inn á AppStore og næla þér í iTube appið. Mögulega er ég sú síðasta með fréttirnar, en hvað með það – þetta er þá fyrir hina sem hafa ekki heyrt af appinu.
Ása María bloggaði einmitt um rannsókn sem íþróttasálfræðingar gerðu, en þeir hafa sett saman lagalista sem er talinn vera sá besti og ætti að skila okkur sem bestum árangri í ræktinni. Ég mæli því að þið kíkið á færsluna hennar Ásu hér ef þið eruð hugmyndasnauð um lög.
Til að ná í lög á iTube þarftu að vera nettengdur. Appið og lögin eru ókeypis, þú getur búið til þinn eigin lagalista, horft á myndböndin í leiðinni ef áhugi er fyrir hendi – og það frábæra við þetta app er að það þarf ekki að tengjast netinu til að hlusta á lögin.
Loksins er komin lausn fyrir tækniheftu mig.. og þvílík snilld að lausnin detti inn í janúarmánuði þegar allir ætla að sigra heiminn í ræktinni :-)
Ég er allavega farin í World Class að hlaupa með endalaust af nýjum lögum!
Skrifa Innlegg