fbpx

Náðu þér í iTube appið

HREYFING

UPPFÆRT: Virðist aðeins vera í boði f. þá sem eiga Iphone.

Ert þú alltaf með sömu lögin á lagalistanum í ræktinni?
.. og þér finnst það mögulega orðið nett þreytandi?

Sjálf glataði ég allri minni tæknikunnáttu fyrir einhverjum árum og því hefur mig sárlega vantað einhverja hagstæða lausn, sem er bæði einföld og þægileg… sú lausn er fundin!

Ef þú ert á sama róli, þá verður þú að fara rakleiðis inn á AppStore og næla þér í iTube appið. Mögulega er ég sú síðasta með fréttirnar, en hvað með það – þetta er þá fyrir hina sem hafa ekki heyrt af appinu.

mzl.almllrop

Ása María bloggaði einmitt um rannsókn sem íþróttasálfræðingar gerðu, en þeir hafa sett saman lagalista sem er talinn vera sá besti og ætti að skila okkur sem bestum árangri í ræktinni. Ég mæli því að þið kíkið á færsluna hennar Ásu hér ef þið eruð hugmyndasnauð um lög.

Til að ná í lög á iTube þarftu að vera nettengdur. Appið og lögin eru ókeypis, þú getur búið til þinn eigin lagalista, horft á myndböndin í leiðinni ef áhugi er fyrir hendi – og það frábæra við þetta app er að það þarf ekki að tengjast netinu til að hlusta á lögin.

Loksins er komin lausn fyrir tækniheftu mig.. og þvílík snilld að lausnin detti inn í janúarmánuði þegar allir ætla að sigra heiminn í ræktinni :-)

Ég er allavega farin í World Class að hlaupa með endalaust af nýjum lögum!

karen

Matardagbók: Erla Dögg Ólympíufari

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Tinnarun

    14. January 2014

    Þetta er eitthvað fyrir mig! ;-)

  2. María Ósk Felixdóttir

    14. January 2014

    Algjör snilld !! Virkar líka í iPad :)

  3. Kristín María

    14. January 2014

    Það er líka hægt að fá það fyrir Android held að það heiti þá Playtube :) Er með iPhone, hands down uppáhalds appið mitt! Þvílík snilld, kann ekki að downloada lögum svo þetta hentar mér mjög vel haha :)

  4. lena rut

    14. January 2014

    Like!

  5. Jóhanna

    14. January 2014

    Ég vissi ekki af þessu, þetta er frábært!

  6. Bagga

    17. January 2014

    Vel gert! ánægð með þetta.. komin með hundleið á mínum lögum ;)

  7. Sigrún

    26. January 2014

    Hvernig lodar maður niður þannig hægt se að hlusta an þess að vera a netinu.. Eg get bara hlustað a netinu :/

    • Karen Lind

      26. January 2014

      Nú…. bíddu nú við – ertu komin með playlista? Og getur ekki hlustað nema þú sért 3G tengd?

  8. Sigrún

    27. January 2014

    Ja, eða var bara að profa, komin með 5 lög og get bara spilað 3g tengd :/