fbpx

Reykjavíkurmaraþon og Under Armour

HREYFING

Ef þú skráir þig í Reykjavíkurmaraþon fyrir 2. júlí (morgundagurinn) þá áttu möguleika á að vinna hlaupaskó frá Under Armour. Sjálf á ég hlaupaskó frá Under Armour sem ég fékk í vor og þeir eru frábærir. Þeir hafa reynst mér vel í einkaþjálfuninni hjá Tinnu Rún og ég gef þeim góða einkunn. Ég hef notað þá mikið bæði í hlaupaprógraminu sem og sprettum.

Screen Shot 2014-07-01 at 11.43.24 AM

Ég gerði þau mistök að skrá mig í Reykjavíkurmaraþonið í fyrra áður en ég fékk vinnuskrána (já, það á að vera eitt n… þolfall sjáiði til.. lítur furðulega út með einu n-i). Núna skrái ég mig þegar ég veit hvort ég eigi að mæta til vinnu eður ei. En mikið langar mig til að taka þátt!

Screen Shot 2014-07-01 at 11.24.36 AM Screen Shot 2014-07-01 at 11.24.54 AM

Seinni myndin er nú smá grín.. en ógeðslega fyndið væri að taka lyftingaræfingu og borða Nachos í hvíldinni á milli setta.

Ég ákvað að taka annan mánuð í þjálfun hjá Tinnu, enda var ég virkilega ánægð með hana. Ég er með alls konar meiðsli og um leið og ég fann til, greip hún strax inn í og lét mig gera aðrar æfingar. Með þessu fann ég aldrei til og gekk ekki frá mér. Mjög eðlilegt og þannig á það einmitt að vera.

Svo hef ég verið að taka skemmtilega hlaupaæfingu sem bróðir minn sýndi mér, en hann gerir hana oft á æfingum út í Reading. Við fórum saman í líkamsrækt þegar hann var heima og hlupum saman þessa æfingu, nema hvað að hann var kominn í 25 km. hraða en ég gafst upp á 17 km. hraða. Hlaupaæfingin er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana og ég hef verið að gera hana ca. þrisvar í viku. Ég er komin upp í 18,5 km. hraða og stefni á 20 km. hraða í lok sumars. Ég þarf að deila henni með ykkur bráðlega.

Annars mæli ég með að skrá sig í maraþonið. Þá er markmiðið komið á blað og því ætti að vera auðveldara að koma sér af stað. Svo er ekkert fúlt þó það rigni… oft er mun betra að hlaupa í smá rigningu og súld :-)

Reykjavíkurmaraþon: Skráning hér.

karenlind

Juicy Couture - Love G&P

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Bára

  1. July 2014

  Endilega deildu prógramminu, vantar geðveikt eitthverja krassandi æfingu til að bæta hraðann og auka þolið :D

 2. Anna María

  1. July 2014

  Ú spennt að heyra meira um hlaupaæfinguna, sprett-brettaæfingar eru svo skemmtilegar :) en mikið er ég ánægð að sjá að stafsetningarlöggan er mætt! HATA of mörg N hahhahah

 3. Helga

  2. July 2014

  Hahah þessi doritos mynd :)

 4. BH

  3. July 2014

  Jesús, mér finnst ég vera að fljúga af á 12 km hraða!