fbpx

WOD dagsins

HREYFINGPERSÓNULEGT

Gamla er komin í stuð í lyftingarsalnum! Fyrir utan það að hafa tekið mjög hvatvísa og bráðláta ákvörðun í gær, þá er ég bara góð. Ég fór á æfingu áðan og lyfti fætur. Ég spilaði æfinguna eftir áhuga (s.s engu prógrami) og langaði að deila með ykkur æfingunum.

1a. Hnébeygja – 3*12 (45kg)
1b. 90° við vegg – 20 sekúndur

2a. Innanverð læri – 3*12 (70lbs)
2b. Utanverð læri – 3*12 (65lbs)
2c. Kálfar – 3*12 (110lbs)

3a. Hliðarskref með Valslides – 3*12
3b. “Good morning” -3*12 (60lbs)

Svo endaði ég æfinguna á nokkrum armbeygjum, planka, kviðæfingum og átta mínútna brennslu. Ekkert stórfenglegt þarna í lokin því ég var orðin dauðþreytt. Það tekur alltaf langmest á að lyfta fætur, enda um stóra vöðva að ræða sem sjúga alla orku frá manni!

Ég reyni að taka enga hvíld á milli (þegar ég er upp á mitt besta), og fer þá til dæmis úr æfingu 1a og beint yfir í 1b og endurtek það þrisvar. Þá næst fer ég yfir í 2a, 2b og 2c og endurtek þrisvar.

Screen Shot 2014-03-21 at 2.54.21 PM

Svo er líka aðeins skemmtilegra að æfa með svona fallega tösku. Ég lét undan og þáði hana í síðbúna afmælisgjöf frá kærasta mínum. Ég átti afmæli í október og er búin að bíða ansi lengi með að ákveða mig hvað ég vildi í afmælisgjöf.. svo sá ég þessa fínu tösku í Adidas búðinni í Kringlunni og gat ómögulega hætt að hugsa um hana. Nú kem ég öllu fyrir á einum stað… mjög hentugt fyrir týpu eins og mig – þeir sem þekkja mig vita hvað ég við :-) Engir bónuspokar, bollar og svo framvegis.

Svo fékk ég líka ansi öflug og falleg heyrnatól í gjöf á konudaginn.. nú fá útvaldir tónlistarmenn að njóta sín sem aldrei fyrr og ég á erfitt með að halda minni gífurlega talented söngrödd inn’í mér á meðan ég æfi. Tammm tammm tammm!

Eigið góða helgi!

karenlind

New Balance fyrir sumarið

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Tinnarun

    21. March 2014

    Þú kemur sterk inn í apríl ;-)

  2. Guðrún María

    24. March 2014

    Fyrir einhverju síðan póstaðiru að þú værir að fara að vera lokaverkefni hjá einhverjum(buin að steingleyma hjá hverjum) – ertu byrjuð í því? :) þú verður verður verður að skrifa um það verkefni og hvernig þér gengur og allt, finnst þetta svo spennandi – að vera lokaverkefni einhvers!!

    þú ert bloggsnillingur! keep it up :D

    • Karen Lind

      24. March 2014

      Já, heyrðu – ég skal fjalla um það bráðlega! Eins og er, er ég að koma mér í gang í fínt form og byrja formlega hjá henni í kringum 20. apríl að mig minnir. En núna er ég sjálf að lyfta, fara í spinning, hlaupa og svo fer ég stundum í Foam Flex tíma sem ég elska meira en allt!

      Ég ætla svo að vera dugleg að pósta þegar að þjálfuninni kemur, takk fyrir kommentið :-)