Hjólin frá Pure Fix Cycles hrifu mig um leið. Ég var á leið heim frá Bandaríkjunum og leit í afar smart blað sem heitir Dwell. Þar sá ég auglýsingu frá Pure Fix Cycles. Það leið ekki langur tími þar til ég náði símann og tók mynd af blaðsíðunni. Satt að segja tekst mér aldrei að muna heimasíður og aðra spennandi hluti sem ég rekst á í blöðum, því er ansi hentugt að geta tekið mynd af öllu saman.
Þessi hjól fá ofsalega góða endurgjöf frá þessum helstu síðum. Gæðin eru í hávegum höfð, verðið er nokkuð sanngjarnt og útlit þeirra og stíll er svo smekklegt. Mér sýnist þau vera frá ca. 300$ og upp úr. Hjólið á efstu myndinni er í uppáhaldi, litasamsetningin er trufluð og hjólin æði. Svo finnst mér þessi svörtu líka ofsalega flott… og öll hin réttara sagt. Finnst ykkur þau ekki æðisleg?
Sum þeirra lýsast í myrkri, þessi í skæru litunum. Ég þarf að fara hjóla meira, bæði mín vegna og umhverfisins. Ég er of fljót að ná í bílinn og keyra af stað, jafnvel fáranlega stuttar vegalengdir. Hvaða vitleysa er það?
Heimasíða PureFixCycles
Skrifa Innlegg