Í byrjun maí hefjast hlaupanámskeið hjá World Class Laugum og World Class í Mosfellsbæ. Nýjar áherslur ásamt nýjum og ferskum kennurum sem munu sjá um námskeiðin, það verður ekki mikið betra. Sjálf ætla ég að taka þátt en ég hef einmitt ekki farið út að hlaupa í langan tíma. Ég er í litlu hlaupaformi, sérstaklega eftir berkjubólgu sl. 4 vikur. En ég læt það ekki stoppa mig, ég mæti bara og þjálfa mig upp í að geta meir í dag en í gær. Það er ekkert að óttast þó maður sé ekki í formi. Ætli það sé ekki skemmtilegast að byrja þannig því þá verða framfarirnar meiri. Ef eitthvað er fljótt að koma þá er það hlaupaform, sem mér finnst um að gera að koma sér í sérstaklega á tíma sem þessum, þar sem ekkert er dásamlegra en að hlaupa á sumrin.
Enn er opið fyrir skráningar á námskeiðin en skráning fer fram á heimasíðu World Class, sjá hér. Eins eru opnir skokkhópar í World Class fyrir alla korthafa og hvet ég alla til að taka þátt í þeim.
Opnir skokkhópar Laugum:
Mánudagar 17.30
Miðvikudagar 17.30
Laugardagar 9.00
Opnir skokkhópar Mosó:
Mánudagar 17.40
Miðvikudagar 17.40
Laugardagar 9.00
Hlaupakennararnir eru Aldís Arnardóttir, Jens Kristjánsson, Halla Karen Kristjánsdóttir, Steinar Hafberg og Karitas María Lárusdóttir.
Hlaupanámskeiðin eru á eftirfarandi dögum.
Laugar:
Mánudagar 17.30-18.30
Miðvikudagar 17.30-18.30
Laugardagar 10.00-11.00
Mosfellsbær:
Þriðjudagar 17.30-18.30Fimmtudagar 17.30-18.30
Laugardagar 10.00-11.00
Ég ætla að gefa eitt 5 vikna hlaupanámskeið með þeim Aldísi Arnardóttur og Karitas Maríu Lárusdóttur til eins lesanda. Ef þig langar til að vinna eitt slíkt þarftu að gera eftirfarandi:
1. Deila færslunni
2. Skilja eftir þig komment á færslunni sjálfri með fullu nafni og segja frá því af hverju ég ætti að velja þig.
Endilega taktu þátt og komdu þér í hlaupaform. Það er enginn að velta sér upp úr náunganum og hans getu á svona námskeiðum, þetta er bara frábært tækifæri til hreyfingar og skemmtilegs félagsskapar. Ég dreg út á sunnudaginn! Ég minni enn og aftur á að enn er opið fyrir skráningar á hlaupanámskeiðin, fyrir áhugasama smellið hér.
Hlaupakveðjur,
Skrifa Innlegg