fbpx

World Class: Vilt þú vinna hlaupanámskeið með Aldísi og Karitas?

HREYFING

Í byrjun maí hefjast hlaupanámskeið hjá World Class Laugum og World Class í Mosfellsbæ. Nýjar áherslur ásamt nýjum og ferskum kennurum sem munu sjá um námskeiðin, það verður ekki mikið betra. Sjálf ætla ég að taka þátt en ég hef einmitt ekki farið út að hlaupa í langan tíma. Ég er í litlu hlaupaformi, sérstaklega eftir berkjubólgu sl. 4 vikur. En ég læt það ekki stoppa mig, ég mæti bara og þjálfa mig upp í að geta meir í dag en í gær. Það er ekkert að óttast þó maður sé ekki í formi. Ætli það sé ekki skemmtilegast að byrja þannig því þá verða framfarirnar meiri. Ef eitthvað er fljótt að koma þá er það hlaupaform, sem mér finnst um að gera að koma sér í sérstaklega á tíma sem þessum, þar sem ekkert er dásamlegra en að hlaupa á sumrin.

Enn er opið fyrir skráningar á námskeiðin en skráning fer fram á heimasíðu World Class, sjá hér. Eins eru opnir skokkhópar í World Class fyrir alla korthafa og hvet ég alla til að taka þátt í þeim.

Opnir skokkhópar Laugum:
Mánudagar 17.30
Miðvikudagar 17.30
Laugardagar 9.00

Opnir skokkhópar Mosó:
Mánudagar 17.40
Miðvikudagar 17.40
Laugardagar 9.00

hlaupanamskeidHlaupakennararnir eru Aldís Arnardóttir, Jens Kristjánsson, Halla Karen Kristjánsdóttir, Steinar Hafberg og Karitas María Lárusdóttir.

Hlaupanámskeiðin eru á eftirfarandi dögum.

Laugar:
Mánudagar 17.30-18.30
Miðvikudagar 17.30-18.30
Laugardagar 10.00-11.00

Mosfellsbær:
Þriðjudagar 17.30-18.30Fimmtudagar 17.30-18.30
Laugardagar 10.00-11.00

Ég ætla að gefa eitt 5 vikna hlaupanámskeið með þeim Aldísi Arnardóttur og Karitas Maríu Lárusdóttur til eins lesanda. Ef þig langar til að vinna eitt slíkt þarftu að gera eftirfarandi:

1. Deila færslunni
2. Skilja eftir þig komment á færslunni sjálfri með fullu nafni og segja frá því af hverju ég ætti að velja þig.

Endilega taktu þátt og komdu þér í hlaupaform. Það er enginn að velta sér upp úr náunganum og hans getu á svona námskeiðum, þetta er bara frábært tækifæri til hreyfingar og skemmtilegs félagsskapar. Ég dreg út á sunnudaginn! Ég minni enn og aftur á að enn er opið fyrir skráningar á hlaupanámskeiðin, fyrir áhugasama smellið hér.

Hlaupakveðjur,

karenlind

Met Gala 2015

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

  1. Rebekka Jóhannsdóttir

    8. May 2015

    Er að undirbúa mig fyrir hálfmaraþonið í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst svo það væri æði að fá smá hjálp og hvatningu frá þeim:)

  2. Helga Sigrún Ómarsdóttir

    8. May 2015

    Helga Sigrún Ómarsdóttir :)..
    Það ætti að velja mig af því að mig langar að skora á sjálfa mig í að fara að hlaupa lengri vegalengdir. Ég hef alltaf verið ágætlega góð að hlaupa en hef ekki verið nógu dugleg að æfa mig upp á síðkastið. Væri frábært að fara á námskeið og halda svo áfram í sumar að æfa mig og enda á því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu :)..

  3. Berglind Bergmann

    8. May 2015

    Væri klárt mál til í að komast á alvöru hlaupanámskeið, er að fara að taka hálfmaraþon í ágúst og aftur í október. Væri æði að nái upp hraða, auknu þoli og læra hvernig ég get bætt mig… Hef nefnilega nánast legið í dvala frá síðasta hlaupi í október 2014

  4. Kristbjörg Guðrún Halldórsdóttir

    8. May 2015

    Ég stefni að því að fara hálfmaraþon í ágúst og mig vantar þessa hvatningu til byrja af krafti! Svo finnst mér miklu skemmtilegra að hlaupa með einhverjum heldur en ein.

  5. Bergrún S. Benediktsdóttir

    8. May 2015

    Er búin að skrá mig í hálfmaraþonið í ágúst og aldrei hlaupið svona langt. Vantar smá hvattningu og aga og þetta er eflaust eitthvað sem á eftir að koma mèr vel af stað.

  6. Tanja Dögg

    8. May 2015

    Ég er enginn hlaupari… en mig hefur alltaf langað til að vera það. Ég er ein af þessum sem fer út að hlaupa tvisvar og svo gefst ég upp. Ég þarf hvatningu :)

  7. Kristín Sævars

    9. May 2015

    Er búin að vera á leiðinni að byrja að hlaupa og hreyfa mig en þarf greinilega gott spark í rassinn til að byrja :) þetta væri frábært til að koma sér af stað… Vona að ég verði heppin :)

  8. Björk Jónsdóttir

    9. May 2015

    Já takk ! það sem ég væri til í svona námskeið, langar svo ofboðslega að hlaupa hálfmaraþon í sumar, eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og langar virkilega mikið að ná þeim markmiðum mínum, veit það myndi hjálpa að fara á námskeið hjá þeim :)!

  9. Guðbjörg Lára Rúnarsdóttir

    9. May 2015

    Mig langar sko rosalega mikið á hlaupanámskeið. Ég fer stundum út að hlaupa, finnst það mjög skemmtilegt og hef nokkrum sinnum tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu en nú langar mig að skora meira á sjálfa mig og hlaupa hálfmaraþon. Þetta væri sko fullkomið til að koma mér af stað í æfingum. :)

  10. Karen Axelsdóttir

    9. May 2015

    Fátt skemmtilegra en að hlaupa og enn skemmtilegra í góðum hóp! Toppurinn væri að fara á alvöru námskeið og koma sér í hlaupa gírinn fyrir sumarið :)

  11. Hólmfríður Magnúsdóttir

    9. May 2015

    Hólmfríður Magnúsdóttir.. Ég elska útiveru og var mikill hlaupagarpur á yngri árum, en vegna leiðinda meiðsla hef ég ekki (getað) hlaupið í um 10 ár.. Það er alltaf á dagskránni að byrja aftur en mig vantar smá kjarkinn, það væri fátt betra en að fá leiðsögn og kennslu á fyrstu “metrunum”.

  12. sandra rut þorgeirsdóttir

    9. May 2015

    Ok það kom bara ekkert að þvi sem eg skrifaði
    Hummm alveg mer finnst eg ætti að
    Vinna svona flott namskeið hef
    ALDREI getað hlaupið enn altaf
    Þráð að geta það svo þetta namskeið
    Myndi henta mjog vel til að læra að
    Hlaupa uti og inni

  13. Harpa Sigurðardóttir

    10. May 2015

    Ég er ekki í góðu hlaupaformi en langar að bæta úr því og taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Þetta námskeið væri gott til að koma mér af stað :)

  14. Margrét Þórhildur

    10. May 2015

    Er nýlega að komast í gegnum meiðsli og það væri svo æðislegt að fá að byrja aftur að hlaupa og vinna upp gott þol.

  15. Thelma Lind

    10. May 2015

    Ég hef verið að hlaupa svolítið síðustu ár en aldrei komist í almennilegt hlaupaform. Það væri frábært að fá leiðsögn og stuðing frá svona flottum þjálfurum.
    Krossa fingur !