Ég setti mér það markmið um daginn (eftir að ég sá myndirnar frá Jónu Kristínu og Birgittu Líf) að komast í þessa jógastöðu. Ég er ansi stíf og strekkt öll sömul í mjöðmunum og þetta því ágætis áskorun fyrir mig. Vonandi get ég tekið mynd af herlegheitunum og deilt henni með ykkur ef mér tekst vel til.
Dásemdin ein og þessar myndir eru æðislegar. Þó að margt sé óljóst í þessu lífi þá er eitt á hreinu: mig langar svo að vera eldklár í jóga!
Skrifa Innlegg