Target pöntun: Vitleysa

VITLEYSA

Ég pantaði mér tíu hluti frá Target fyrr í mánuðinum og bað systur mína um að taka þá með sér heim. Nokkrum dögum eftir að ég pantaði fór mail-unum að streyma í inbox-ið. Í þeim stóð “An item from your order has been shipped”.

Pöntunin var s.s. öll send í sitthvoru lagi. Ég endaði með því að fá 4-6 kassa fyrir tíu pínulitla hluti.. snyrtivörur nánar tiltekið. Mér finnst það auðvitað frekar furðulegt, af hverju ekki bara að safna þessum hlutum saman yfir einhverja daga og senda þá í einu lagi. Stefnan þeirra er allavega ekki umhverfisvæn á neinn hátt.

Rúsínan í pylsuendanum er sá að ég fékk senda mynd á snapchat í gær frá systur minni..

vitleysa

… eruð þið að trúa þessu? Þessi litli augnskuggi var það eina sem var í stóra target kassanum sem þið sjáið þarna fyrir aftan.

Þetta er bæði fyndið og hrikalegt á sama tíma! Ég vil ekki trúa því að þeir séu að gera þetta við milljón pantanir sem þeir fá daglega.. einn augnskugga í einn stóran kassa?

karenlind

Henda eða halda: 2014

VITLEYSA

Huffington Post birti lista yfir þá hluti sem voru taldir móðins árið 2013. Þeir fara yfir þá hluti sem þeir mæla með að konur ýmist “hendi” eða “haldi” fyrir komandi ár, 2014.

Katy Perry Launch Party For Her Exclusive False Lash Range By Eylure

Henda: Tattú á innanverðum upphandlegg

The Hollywood Reporter's Women In Entertainment Breakfast Honoring Oprah Winfrey

Halda: Ýkt rót

o-CHEEK-PIERCINGS-570

Henda: Andlitsgöt

2013 NAMM Show

Halda: Turban

'The Hunger Games: Catching Fire' Paris Premiere At Le Grand Rex

Halda: Earcuff

o-KERRY-WASHINGTON-570

Halda: Fuschia varalitur

2013 MTV Video Music Awards - Celebrity Sightings

Henda: Tveir litlir snúðar

Mark Harmon, Goo Goo Dolls, And Kerry Washington On "Extra"

Halda: möndlulagaðar neglur

FOX's "American Idol" Season 12 Premiere

Henda: Fölbleikar varir

SeeByChloe Fragrance Launch

Halda: Nefhringur

British Fashion Awards 2013 - Red Carpet Arrivals

Henda: Ombré hár

o-RIHANNA-HAND-TATTOO-570

Halda: tattúveraðar hendur

6th Annual Sunset Strip Music Festival Launch Party Honoring Joan Jett

Henda: Stiletto neglur

Victoria's Secret Angels Celebrate Holiday 2013

Henda: Slétt hár

"PUNK: Chaos To Couture" Costume Institute Gala

Halda: Náttúrulegar krullur

karen

Skyldmennin Karen og Cousin Itt

VITLEYSA

Ég var spurð að alveg fáranlegri og absúrd spurningu um daginn..

… hvort ég væri amma Cousin Itt í Adam’s family?

Með þessari spurningu var staðfest að botninum væri náð, og ég fór rakleiðis í klippingu.

20131218-135521.jpg

Mikill svipur þarna á ferð.. en í dag er staðan önnur.. allt önnur..

Karen Lind

GEICO – You can do it

VITLEYSA

Hér kemur enn ein vitleysan.

Ég er með svo hrikalega shallow húmor. Þetta hefur verið uppáhaldsauglýsingin mín.. í átta ár. Ég sá hana fyrst í Florida, árið 2005 – og ég vissi strax að þetta væri það besta auglýsing allra tíma.

Why I love this:

1. Mjaðmajuggið hans Tony
2. Taglið og derhúfan hans Tony
3. Ótrúlega öfgafullar crosstrainer-hreyfingar hjá Tony
4. YOU CAN DO IT í lokin! 

Hjálpi mér, þetta er drullugott…

's Gazelle Free Style with Resistance-1

Sjáiði þessa skvísu!

karen

 

Stíf í öxlum og baki

VITLEYSA

 Í framhaldi af “Cher á báti” sendi ég mail á Björn Braga og bað hann um að senda mér “Steve í öxlum og baki”… hann setti þessa mynd á FB fyrir nokkrum árum og hún drap mig úr hlátri. Hann hafði tekið hana af facebook en setti hana aftur inn fyrir einhverjum dögum.

Eflaust eru mörg ykkar búin að sjá hana, en þetta er fyrir þá sem misstu af mestu vitleysu ever.

bba Stíf í öxlum og baki.

Mynd: Björn Bragi

Ég legg til að Björn Bragi gera nokkrar svona myndir fyrir okkur á trendnet. Þetta gerir daginn bærilegri. Ætli hann nenni því?

karen

Ég vann

VITLEYSA

Screen Shot 2013-11-10 at 10.55.20 PM

 

Screen Shot 2013-11-10 at 10.57.30 PM

 

Þrátt fyrir að hafa borðað 95% af 18 tommu Devitos pizzunni tókst mér að vinna mótelfitnessið um helgina.

Sæll, ég er svo sátt. Takk fyrir stuðninginn, hann er ómetanlegur.

karen

Ellefu ára gamalt opal

VITLEYSA

Pabbi fann 11 ára gamalt “Ópal” merkt ESSO í geymslunni.

Við vitum hins vegar ekki nákvæmlega hvaða tegund þetta var… en bragðaðist klárlega alveg eins og rauður ópal.

essso

Hvað haldið þið?  – jebb, það smakkaðist alveg eins og nýtt.. ellefu ára gamalt!

McDonalds & “Ópal” eiga því eitt sameiginlegt.. að geymast einstaklega vel til margra ára.

Mmm…!

karen