Ég pantaði mér tíu hluti frá Target fyrr í mánuðinum og bað systur mína um að taka þá með sér heim. Nokkrum dögum eftir að ég pantaði fór mail-unum að streyma í inbox-ið. Í þeim stóð “An item from your order has been shipped”.
Pöntunin var s.s. öll send í sitthvoru lagi. Ég endaði með því að fá 4-6 kassa fyrir tíu pínulitla hluti.. snyrtivörur nánar tiltekið. Mér finnst það auðvitað frekar furðulegt, af hverju ekki bara að safna þessum hlutum saman yfir einhverja daga og senda þá í einu lagi. Stefnan þeirra er allavega ekki umhverfisvæn á neinn hátt.
Rúsínan í pylsuendanum er sá að ég fékk senda mynd á snapchat í gær frá systur minni..
… eruð þið að trúa þessu? Þessi litli augnskuggi var það eina sem var í stóra target kassanum sem þið sjáið þarna fyrir aftan.
Þetta er bæði fyndið og hrikalegt á sama tíma! Ég vil ekki trúa því að þeir séu að gera þetta við milljón pantanir sem þeir fá daglega.. einn augnskugga í einn stóran kassa?
Skrifa Innlegg