fbpx

Target pöntun: Vitleysa

VITLEYSA

Ég pantaði mér tíu hluti frá Target fyrr í mánuðinum og bað systur mína um að taka þá með sér heim. Nokkrum dögum eftir að ég pantaði fór mail-unum að streyma í inbox-ið. Í þeim stóð “An item from your order has been shipped”.

Pöntunin var s.s. öll send í sitthvoru lagi. Ég endaði með því að fá 4-6 kassa fyrir tíu pínulitla hluti.. snyrtivörur nánar tiltekið. Mér finnst það auðvitað frekar furðulegt, af hverju ekki bara að safna þessum hlutum saman yfir einhverja daga og senda þá í einu lagi. Stefnan þeirra er allavega ekki umhverfisvæn á neinn hátt.

Rúsínan í pylsuendanum er sá að ég fékk senda mynd á snapchat í gær frá systur minni..

vitleysa

… eruð þið að trúa þessu? Þessi litli augnskuggi var það eina sem var í stóra target kassanum sem þið sjáið þarna fyrir aftan.

Þetta er bæði fyndið og hrikalegt á sama tíma! Ég vil ekki trúa því að þeir séu að gera þetta við milljón pantanir sem þeir fá daglega.. einn augnskugga í einn stóran kassa?

karenlind

Jónsi og Riddarareglan: Barnaspítali Hringsins

Skrifa Innlegg

18 Skilaboð

 1. Inga

  31. January 2014

  Fáránlegt, ég hef líka lent í þessu með Amazon og er hætt að panta marga hluti þar í einu. Mér finnst þetta svo mikil fyrirhöfn, óumhverfisvænt og svo hrikalega vandræðalegt að vera í lobby-inu á hóteli að sækja 10 kassa!

 2. Bára

  31. January 2014

  Kæri ameríkusnillingur, er hægt að versla í Target með íslensku kreditkorti ?

  • Karen Lind

   31. January 2014

   Já, ég notaði allavega mitt og það virkaði. Hakaði í sama fyrir billing/shipping.. og lét senda á nafn systur minnar þrátt fyrir að ég notaði mitt kort.. svo að þetta er hinn auðveldasti verknaður.

   • Bára

    31. January 2014

    Frábært :) Takk !

 3. Sara Haynes

  31. January 2014

  Lenti í þessu um daginn og var einmitt að blóta fyrirtækinu fyrir að bjóða manni ekki að sameina hlutina í eina sendingu. Þó að Amazon eigi þetta líka til þá bjóða þeir yfirleitt upp á að setja hlutina í sem fæstar sendingar, sem er aðeins skárra en hjá Target greyunum..

  • Karen Lind

   31. January 2014

   Já, er þetta ekki alveg út í hött… hef ekki vitað það fáranlegra.

 4. Ása Regins

  31. January 2014

  ok HVAÐ ER Í GANGI ?!? Þetta er það fáránlegasta sem ég hef séð !

  • Karen Lind

   31. January 2014

   NÁKVÆMLEGA! Systir mín meiddi sig nánast við að taka hann upp því hún hélt að hann væri þungur.. hahaha… hún datt næstum því! Meiri vitleysan!

   • Jóna Kristín

    1. February 2014

    ok – hahaha!!

 5. Ásta

  31. January 2014

  Ég lenti líka í þessu þegar ég pantaði frá Walmart á dögunum, þá var pöntunin send í sitthvoru lagi, væntanlega vegna þess að þau eru með svo mörg vöruhús og það sem ég pantaði var ekki til bara á einum stað.
  Enn þá fékk ég líka sér í lagi frekar stóran kassa með einum snyrtibursta í ! :/ mjög hallærislegt!

  • Karen Lind

   31. January 2014

   Ómæ! Ætli það sé hægt að óska eftir því að fá þetta sent í einni sendingu?

 6. Helga

  31. January 2014

  Já þetta er fáránlegt, sérstaklega pirrandi fyrir þá sem þurfa að panta á hótel og hótelin jafnvel rukka fyrir hvern pakka sem þú færð! Fuss og svei!!

  • Karen Lind

   31. January 2014

   Einmitt, systir mín borgaði einmitt 5$ fyrir hvern pakka… og ég var líka að panta skó og nýja skjái á símann minn (mölbrotinn). Svo þetta var “dýrt djók”.

 7. SJ

  31. January 2014

  Ég hef líka rekið mig á þetta! Pantaði frá walmart í gegnum ShopUSA einhverntímann og fékk hundrað kassa… fannst þetta mjög spes!

 8. Lilja Guðný

  31. January 2014

  Haha mjög steikt hvað kassinn er stór fyrir þennan litla hlut!

  En hvaða drulla er það að láta mann borga fyrir pakka sem maður sendir á hótelið??? og 5$ takk fyrir á stykkið!! Whaa.. hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu! Ég myndi örugglega taka trylling ef þeir myndu ætla að láta mig borga það fyrir!

  Kv. Miss sends alot of boxes to hotels :)

 9. Bergþóra Hallbjörnsdóttir

  2. February 2014

  Hahah! Mamma fór til USA í desember og ég nýtt mér aldeilis tækifærið og fyllti eina innkaupakörfu á Target.com (=20 stykki) og sendi á hana. Hún endaði með að fá 20 pakka senda heim! Allt frá litlum sokkum fyrir einn nýfæddan <3…og uppí kuldagalla – allir pakkarnir voru jafn stórir! Getur rétt ímyndað þér hvað mamma var stressuð við hvern pakka sem hún opnaði…hugsandi um að hún þyrfti að flytja þetta allt heim! HAHAHHA!
  LOVE á bloggið þitt skvís! Kv. USA lover ;)

  • Karen Lind

   2. February 2014

   HAHAHA! Ég sé mömmu þína fyrir mér!! Hún er svo fyndin..!