Ódýr vasi fær makeover

DIYHEIMILIÐ MITT

Hvar hef ég verið? Það er góð spurning. Ég var löglega afsökuð, enda margt búið að vera í gangi hjá mér.. sumt jákvætt, annað frekar neikvætt og tók vel á andlegu hliðina. En ég er öll að braggast, en á meðan maður stendur í erfiðleikum finnst mér gott að draga mig til hlés og vera í kringum fjölskylduna.

Ég keypti ódýran vasa um daginn í svipaðri verslun og Góði Hirðirinn. Mér finnst æðislegt að fara í svona vintage verslanir, enda finnur maður gjarnan hluti sem sjást ekki annars staðar. Ég keypti vasann fjólubláan, með það í huga að mála hann í sama lit og við erum með á allri íbúðinni. Sá litur heitir Sandur og er eftir Rut Káradóttur arkitekt.

Vasinn er stór, eða um 30 cm hár þó myndirnar bendi til annars. Það sjást penslaför á vasanum en það kemur vel út. Satt að segja kom vasinn betur út en ég bjóst við.. og mér finnst alveg extra flott að hafa hann í sama lit og er á veggjunum!

Annars tíndi ég klófífu síðastliðið sumar og sá vöndur lifir enn og heldur fegurð sinni. Klófífuna var ég með í öðrum vasa sem ég keypti einmitt í Góða Hirðinum (ég kannski sýni ykkur hann bráðlega). Þar sem mér finnst klófífan alveg brjálæðislega flott ætla ég að tína í annan vönd og lita hann svartan eða bleikan.

Þangað til næst, sem verður vonandi sem fyrst!
xxx

DIY sófaborð

DIYHÚSGÖGN

Í framhaldi af DIY stússinu með borðstofuborðið ákváðum við að hafa sófaborðið í stíl. Við tókum í sundur gamalt sófaborð og hirtum plötuna, annað fór í ruslið. Hún var pússuð upp og bæsuð með svartri áferð og að lokum lökkuð með möttu lakki. Við vorum ákveðin í að fá okkur borð frá Happie Furniture en þar sem þessi lausn er ekki síðri var hún valin. Við erum hins vegar ekki búin með borðið en við fengum grindina undir það í gær, en við fengum álsmið til að smíða grindina. Það var lygilega ódýrt og eina sem við – okay, ég meina Davíð – þurfum að gera er að grunna grindina og sprauta hana.

14826428_10210741555477228_58034242_n

14874916_10210741555277223_194594834_n

1

Myndirnar sýna kannski ekki mikið en ég sýni myndir þegar þetta er allt komið.. og þá á betri vél. Annars finnst mér alltaf gaman að gera eitthvað aðeins öðruvísi og ég er viss um að útkoman verði ansi smart. Blogg kemur á næstu dögum.. ég er smá busy þessa dagana í öðru :-)

Ég er rosalega löt á snapchat, eða hef verið.. enda hafa síðustu vikur meðgöngunnar tekið vel á og ég legið að mestu. Nú er ég að vakna til lífsins og ef ykkur langar að fylgjast með þá er ykkur það velkomið. Ég er ekki að kæfa ykkur í spjalli eða hárfitli – bara myndir og texti að mestu.. snapchat-ið er karenlind.

xxx
karenlind1

Gamalt borð gert upp

DIYFRAMKVÆMDIR

Daaaajöfull er nice að gefa gömlum mublum nýtt líf. Ég hef svo sem ekki verið mikið að því enda áttum við lítið til af þeim… en við áttum gamalt borðstofuborð – sem við btw fengum gefins fyrir níu árum síðan. Við vorum að fara selja það á slikk og planið var að kaupa nýtt. Við vorum algjörlega á báðum áttum um hvort við ættum að þora að bæsa það svart – þannig við prófuðum okkur áfram á þeirri hlið sem snýr að gólfinu. Það kom ekkert sérstaklega vel út.. viðurinn leit eiginlega út fyrir að vera blár. Þrátt fyrir algjöra tragedíu fyrir augun helltum við okkur í djúpu laugina og bárum svart bæsi á það þrisvar sinnum (með þvottapoka) og leyfðum því að þorna milli umferða (kannski í 10 mínútur). Að loknum þremur áferðum lökkuðum við það með möttu lakki og við erum bæði á því að það kom betur út en við þorðum að vona. Mér finnst það virkilega flott og er ég að sjálfsögðu hæstánægð með að eiga skyndilega “nýtt” og flott borð – fyrir aðeins 1500 kr.

Svona leit borðið út:

Myndirnar eru kannski ekki þær bestu.. ég tók þetta af snapchat reikningnum mínum.

14080914_10210138624044319_498348596_n  14137959_10210138624084320_1756871415_n14111945_10210138624004318_1104449660_n (1)14081435_10210138623964317_1214017870_n (1)

Davíð pússaði (vá, mér finnst ég búin að segja þetta orð milljón sinnum síðastliðna mánuði) borðið mjög vel upp með mjög góðri græju sem við fengum að láni frá smið. Það þýðir ekkert að handpússa svona atriði niður.. nema þú sért sérstaklega áhugasöm að vera að því í þrjár vikur samfellt. En fitublettir og önnur ljót áferð hvarf með þessu.

Fyrir mitt leyti skiptir máli að bera bæsið á í beinni línu.. m.ö.o. ekki bera þetta á með hringlaga hreyfingum og einhverjum dúllum. Nú er borðið klárt en þá var okkur ráðlagt að nudda aðeins yfir það aftur með sandpappír og lakka það svo einu sinni enn. Það ætti að vernda borðið enn betur frá einhvers konar hnjaski.

Borðið kemur mjög vel út og passar ótrúlega vel inn til okkar.. eða meira kannski “mun” passa meira inn til okkar – því enn er smá eftir þrátt fyrir að við flytjum mögulega inn á laugardag.

Snapchat: karenlind

karenlind

Fína dagatalið fyrir 2016

DIY

Mig langaði til að fylgja færslunni eftir um dagatalið sem fæst ókeypis á netinu. Ég keypti þykkan pappír með marmaramynstri í Eymundsson. Hann kostaði um 3900 kr og voru 25 blöð talsins í búntinu. Ég prentaði á blöðin úr venjulegum prentara.. mér finnst ég þurfa að taka það fram því ég hélt að prentarinn myndi ekki ráða við pappírinn. Fyrir um 4700kr. fékk ég tvö mjög svo falleg dagatöl í sitthvorri útgáfunni, annað þeirra gaf ég systur minni.

Klemmuspjöldin sem voru í boði heilluðu mig ekki og því skellti ég janúarmánuði tímabundið í ramma sem ég keypti fyrr á árinu. Ramminn hefur staðið tómur í marga mánuði en mér sýnist þetta koma ágætlega út, eða svona þar til ég finn aðra mynd í rammann.

Screen Shot 2015-12-31 at 2.13.09 PM Screen Shot 2015-12-31 at 2.13.25 PM Screen Shot 2015-12-31 at 2.13.34 PM Screen Shot 2015-12-31 at 2.13.45 PM

Ég fékk þetta æðislega altariskerti í jólagjöf. Fjölskyldumeðlimur sá greinilega færsluna um VIGT þar sem ég gaf réttilega til kynna hve fallegt mér þætti það. Kertin brenna mjög hægt og standa sjálf. Ótrúlega fallegt. Það vekur mögulega upp spurningamerki í huga ykkar að ég nái lítið að skrifa á dagatalið þar sem það er í þessum ramma en eins og ég nefndi þá er þetta eflaust tímabundin lausn.

Ég mæli hiklaust með því að þið nælið ykkur í eintak :)

Gleðilegt ár og þakka ég ykkur kærlega lesturinn á árinu. Hafið það sem best og höfum hugfast að útlit og dauðir hlutir færa okkur ekki hamingju, það fer alfarið eftir því hvernig okkur líður í hjartanu. Fylgjum hjartanu, sama hve skrýtið það er.. það verður mér æ raunverulegra að ég er ekki ódauðleg og því skiptir mig miklu máli að vera hamingjusöm og nýta tíma minn vel. Nú hoppa ég úr einu í annað en það skýrist kannski af því að ég horfi á Kryddsíldina með öðru auganu og slæ á lyklaborðið þegar athyglin kemur tilbaka.

karenlind

Ókeypis dagatal 2016

DIY

Ég rakst á þetta stílhreina og fína dagatal fyrir árið 2016 á netrúntinum. Dagatalið, sem er ókeypis, má nálgast á PDF formi á þessari síðu (sjá hér). Eitt basic klemmuspjald, flottur pappír og málið dautt. Þetta er svo auðvelt að ég mun skunda í þetta hið snarasta.

Screen Shot 2015-12-28 at 11.06.21 PM Screen Shot 2015-12-28 at 11.06.35 PM Screen Shot 2015-12-28 at 11.06.47 PM Screen Shot 2015-12-28 at 11.06.56 PM

Endilega deilið þessu fína dagatali áfram til vina og vandamanna, það hafa allir gott af því að hafa eitt dagatal upp á vegg fyrir skipulagið. Svo er það líka bara svo smart að það virkar eitt og sér sem hið fínasta heimilisskraut :)

karenlind

Glerboxin fundin

DIYHEIMILISVÖRUR

Glerbox og nóg af þeim! Bara svona út af þeim fyrirspurnum sem ég fékk um mín glerbox sem ég spreyjaði svört – sjá hér. Mín voru keypt í Marshalls, og þau kostuðu 7 og 8$. Nú geta allir rokið út í búð og nælt sér í þessi glerbox og notað þessa færslu, rétta sagt myndirnar úr færslunni – sjá hér – sem innblástur.

IMG_9183 IMG_9184 IMG_9185 IMG_9186 IMG_9187 IMG_9188

Ég væri alveg til í bakkann sem sést á neðstu tveimur myndunum og spreyja hann svartan eins og hin boxin mín. Það er spegill í botninum, eflaust flott að setja kerti eða eitthvað fínt á þetta. Auðvitað stendur búðin undir nafni og býður upp á ódýra vöru, boxin voru eitthvað í kringum tvö þúsund krónur.

Glerboxin fást í Söstrene Grene!

karenlind

Jólabók Hús & Híbýli

DIYPERSÓNULEGT

Ég er í jólabók Hús & Híbýla þessi jólin. Hugmyndin var að föndra eins konar DIY. Til að hafa þetta sem hagstæðast og auðveldast langaði mig til að nýta það sem ég átti heima fyrir, en setja það í nýjan búning með því að skreyta í kringum það (stóri kertastjakinn, glerboxið, kúlan og hnetubrjótarnir). Eins langaði mig til að gera þetta aðeins öðruvísi, þó svo að það sé í sjálfu sér ekkert öðruvísi við þetta. Ég sá bara fyrir mér að ég yrði ein sem myndi velja þessa köldu liti. Upphaflega ætlaði ég að nota gamlar krukkur undan Yankee Candle kertunum en þegar ég sá þessa kertastjaka stóðst ég ekki mátið. Þeir eru svo krúttlega jólalegir og duga alveg einir og sér. Svo má líka nota þá allt árið um kring. Fyrst um sinn reyndi ég að skreyta þá með berjablöndu en útkoman var kjánaleg og yfirþyrmandi, svo ég ákvað bara að hafa kertin og láta það duga. Nokkurs konar frostrósaþema varð fyrir valinu og ég er hæstánægð með útkomuna. Frænka mín, Inga, tók myndirnar.

Screen Shot 2015-11-25 at 6.56.07 PM

IMG_6762

IMG_6784 (1)IMG_6712

Það er ýmislegt fallegt í blaðinu – nóg af hugmyndum fyrir þá sem eru hugmyndasnauðir þessi jólin. Mér þótti mjög gaman að fá að vera með í þessari jólabók, enda eiguleg og flott og mun eflaust fá að sitja í hillum fólks í mörg ár.

karenlind

DIY Glerboxin

DIYHEIMILIÐ MITT

Ég rauk beint í að breyta glerboxunum sem ég keypti um daginn. Þau voru svo sem ekkert alslæm fyrir, nema bleiki dúkurinn hentaði mér engan veginn. Ég reif hann úr og skrapaði límið af sem hann skildi eftir sig. Það eru örlitlar leifar af dúknum sem ég náði ekki af en það er svo smátt að augað varla greinir það í fljótu bragði. Mig langaði að hafa boxin svört með mattri áferð.

Ég teipaði fyrir glerið á hvorri hlið fyrir sig svo ég gæti spreyjað þau jafnt innan sem utan. Lakkið átti kærasti minn fyrir en hann hefur verið að taka mótorhjólið sitt í gegn en það verður einmitt allt svart og með mattri áferð.

Ég hef verið að prófa mig áfram með fylgihlutina sem ég setti í boxið. Ég á voðalega lítið dúllerí og notaði því einu þrjár útprentuðu myndirnar sem ég á og einhverja skartgripi ásamt ilmvatninu sem ég nota óspart. Ég keypti einhverja þrennu um daginn, stórt ilmvatn frá Juicy Couture, krem og svo þessa litlu ilmvatnsdúllu sem ég kom fyrir í minna boxinu.

Útkoman er nákvæmlega eins og ég sá fyrir mér. Hefði ekki viljað hafa þetta öðruvísi.

Screen Shot 2015-10-17 at 12.37.14 PM Screen Shot 2015-10-17 at 12.37.33 PM Screen Shot 2015-10-17 at 12.37.39 PM12166480_10207724578694694_1475718785_nScreen Shot 2015-10-17 at 12.41.17 PMScreen Shot 2015-10-17 at 12.41.25 PMScreen Shot 2015-10-17 at 12.41.33 PMScreen Shot 2015-10-17 at 12.41.41 PMScreen Shot 2015-10-17 at 12.41.48 PMScreen Shot 2015-10-17 at 12.41.12 PMScreen Shot 2015-10-17 at 12.40.58 PMScreen Shot 2015-10-17 at 12.38.06 PMScreen Shot 2015-10-17 at 12.37.55 PMScreen Shot 2015-10-17 at 12.37.46 PM

 

Er þetta ekki bara fínt? :)

karenlind

Einfaldur DIY aðventukrans

DIY

Í fyrradag setti ég upp aðventukransinn.

Screen Shot 2014-11-26 at 10.48.17 PM Screen Shot 2014-11-26 at 10.48.37 PM Screen Shot 2014-11-26 at 10.48.56 PM Screen Shot 2014-11-26 at 10.49.17 PM Screen Shot 2014-11-26 at 10.50.05 PM

Kertin keypti ég í Bónus. Vírin og silfurlituðu berin keypti ég í Húsasmiðjunni fyrir tæpar þúsund krónur. Stjakana fengum við gefins og mig minnir endilega að þeir hafi fengist í ILVU eða Húsgagnahöllinni í fyrra. Þetta var mjög auðvelt, eins og sést. Hvernig finnst ykkur hann? :)

karenlind