fbpx

Fína dagatalið fyrir 2016

DIY

Mig langaði til að fylgja færslunni eftir um dagatalið sem fæst ókeypis á netinu. Ég keypti þykkan pappír með marmaramynstri í Eymundsson. Hann kostaði um 3900 kr og voru 25 blöð talsins í búntinu. Ég prentaði á blöðin úr venjulegum prentara.. mér finnst ég þurfa að taka það fram því ég hélt að prentarinn myndi ekki ráða við pappírinn. Fyrir um 4700kr. fékk ég tvö mjög svo falleg dagatöl í sitthvorri útgáfunni, annað þeirra gaf ég systur minni.

Klemmuspjöldin sem voru í boði heilluðu mig ekki og því skellti ég janúarmánuði tímabundið í ramma sem ég keypti fyrr á árinu. Ramminn hefur staðið tómur í marga mánuði en mér sýnist þetta koma ágætlega út, eða svona þar til ég finn aðra mynd í rammann.

Screen Shot 2015-12-31 at 2.13.09 PM Screen Shot 2015-12-31 at 2.13.25 PM Screen Shot 2015-12-31 at 2.13.34 PM Screen Shot 2015-12-31 at 2.13.45 PM

Ég fékk þetta æðislega altariskerti í jólagjöf. Fjölskyldumeðlimur sá greinilega færsluna um VIGT þar sem ég gaf réttilega til kynna hve fallegt mér þætti það. Kertin brenna mjög hægt og standa sjálf. Ótrúlega fallegt. Það vekur mögulega upp spurningamerki í huga ykkar að ég nái lítið að skrifa á dagatalið þar sem það er í þessum ramma en eins og ég nefndi þá er þetta eflaust tímabundin lausn.

Ég mæli hiklaust með því að þið nælið ykkur í eintak :)

Gleðilegt ár og þakka ég ykkur kærlega lesturinn á árinu. Hafið það sem best og höfum hugfast að útlit og dauðir hlutir færa okkur ekki hamingju, það fer alfarið eftir því hvernig okkur líður í hjartanu. Fylgjum hjartanu, sama hve skrýtið það er.. það verður mér æ raunverulegra að ég er ekki ódauðleg og því skiptir mig miklu máli að vera hamingjusöm og nýta tíma minn vel. Nú hoppa ég úr einu í annað en það skýrist kannski af því að ég horfi á Kryddsíldina með öðru auganu og slæ á lyklaborðið þegar athyglin kemur tilbaka.

karenlind

Vilt þú vinna eintak af Munum dagbókinni?

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Anna

    1. January 2016

    Getur líka skrifað á glerið með töflutúss og ekkert mál að þrífa af

  2. Bryndís María

    7. January 2016

    Í hvaða verslun Pennans fannstu svona falleg blöð? :)