fbpx

Jólabók Hús & Híbýli

DIYPERSÓNULEGT

Ég er í jólabók Hús & Híbýla þessi jólin. Hugmyndin var að föndra eins konar DIY. Til að hafa þetta sem hagstæðast og auðveldast langaði mig til að nýta það sem ég átti heima fyrir, en setja það í nýjan búning með því að skreyta í kringum það (stóri kertastjakinn, glerboxið, kúlan og hnetubrjótarnir). Eins langaði mig til að gera þetta aðeins öðruvísi, þó svo að það sé í sjálfu sér ekkert öðruvísi við þetta. Ég sá bara fyrir mér að ég yrði ein sem myndi velja þessa köldu liti. Upphaflega ætlaði ég að nota gamlar krukkur undan Yankee Candle kertunum en þegar ég sá þessa kertastjaka stóðst ég ekki mátið. Þeir eru svo krúttlega jólalegir og duga alveg einir og sér. Svo má líka nota þá allt árið um kring. Fyrst um sinn reyndi ég að skreyta þá með berjablöndu en útkoman var kjánaleg og yfirþyrmandi, svo ég ákvað bara að hafa kertin og láta það duga. Nokkurs konar frostrósaþema varð fyrir valinu og ég er hæstánægð með útkomuna. Frænka mín, Inga, tók myndirnar.

Screen Shot 2015-11-25 at 6.56.07 PM

IMG_6762

IMG_6784 (1)IMG_6712

Það er ýmislegt fallegt í blaðinu – nóg af hugmyndum fyrir þá sem eru hugmyndasnauðir þessi jólin. Mér þótti mjög gaman að fá að vera með í þessari jólabók, enda eiguleg og flott og mun eflaust fá að sitja í hillum fólks í mörg ár.

karenlind

Augnakonfekt.. hjólin frá Pure Fix

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Ásta Mjöll

  25. November 2015

  Svo fallegt hjá þér

 2. Steiney

  26. November 2015

  Hvar fékkstu þessa fallegu hnetubrjóta? :)

  • Karen Lind

   26. November 2015

   Annar þeirra er úr Pier (gyllti) en hinn er úr TjMaxx.

 3. Bjarghildur

  26. November 2015

  Fallegt hjá þér, en hvar fékkstu svona hvíta hnetubrjóta? Ég er búin að vera að svipast eftir svona hvítum lengi

  kv. Bjarghildur

  • Karen Lind

   26. November 2015

   Annar þeirra er úr Pier (gyllti) en hinn er úr TjMaxx.

 4. Elísabet Gunnars

  27. November 2015

  Ég var að fá blaðið inn um lúguna hjá mér hér í þýska. Glæsileg bók :)