Ég rauk beint í að breyta glerboxunum sem ég keypti um daginn. Þau voru svo sem ekkert alslæm fyrir, nema bleiki dúkurinn hentaði mér engan veginn. Ég reif hann úr og skrapaði límið af sem hann skildi eftir sig. Það eru örlitlar leifar af dúknum sem ég náði ekki af en það er svo smátt að augað varla greinir það í fljótu bragði. Mig langaði að hafa boxin svört með mattri áferð.
Ég teipaði fyrir glerið á hvorri hlið fyrir sig svo ég gæti spreyjað þau jafnt innan sem utan. Lakkið átti kærasti minn fyrir en hann hefur verið að taka mótorhjólið sitt í gegn en það verður einmitt allt svart og með mattri áferð.
Ég hef verið að prófa mig áfram með fylgihlutina sem ég setti í boxið. Ég á voðalega lítið dúllerí og notaði því einu þrjár útprentuðu myndirnar sem ég á og einhverja skartgripi ásamt ilmvatninu sem ég nota óspart. Ég keypti einhverja þrennu um daginn, stórt ilmvatn frá Juicy Couture, krem og svo þessa litlu ilmvatnsdúllu sem ég kom fyrir í minna boxinu.
Útkoman er nákvæmlega eins og ég sá fyrir mér. Hefði ekki viljað hafa þetta öðruvísi.
Er þetta ekki bara fínt? :)
Skrifa Innlegg