Í framhaldi af DIY stússinu með borðstofuborðið ákváðum við að hafa sófaborðið í stíl. Við tókum í sundur gamalt sófaborð og hirtum plötuna, annað fór í ruslið. Hún var pússuð upp og bæsuð með svartri áferð og að lokum lökkuð með möttu lakki. Við vorum ákveðin í að fá okkur borð frá Happie Furniture en þar sem þessi lausn er ekki síðri var hún valin. Við erum hins vegar ekki búin með borðið en við fengum grindina undir það í gær, en við fengum álsmið til að smíða grindina. Það var lygilega ódýrt og eina sem við – okay, ég meina Davíð – þurfum að gera er að grunna grindina og sprauta hana.
Myndirnar sýna kannski ekki mikið en ég sýni myndir þegar þetta er allt komið.. og þá á betri vél. Annars finnst mér alltaf gaman að gera eitthvað aðeins öðruvísi og ég er viss um að útkoman verði ansi smart. Blogg kemur á næstu dögum.. ég er smá busy þessa dagana í öðru :-)
Ég er rosalega löt á snapchat, eða hef verið.. enda hafa síðustu vikur meðgöngunnar tekið vel á og ég legið að mestu. Nú er ég að vakna til lífsins og ef ykkur langar að fylgjast með þá er ykkur það velkomið. Ég er ekki að kæfa ykkur í spjalli eða hárfitli – bara myndir og texti að mestu.. snapchat-ið er karenlind.
Skrifa Innlegg