Hvar hef ég verið? Það er góð spurning. Ég var löglega afsökuð, enda margt búið að vera í gangi hjá mér.. sumt jákvætt, annað frekar neikvætt og tók vel á andlegu hliðina. En ég er öll að braggast, en á meðan maður stendur í erfiðleikum finnst mér gott að draga mig til hlés og vera í kringum fjölskylduna.
Ég keypti ódýran vasa um daginn í svipaðri verslun og Góði Hirðirinn. Mér finnst æðislegt að fara í svona vintage verslanir, enda finnur maður gjarnan hluti sem sjást ekki annars staðar. Ég keypti vasann fjólubláan, með það í huga að mála hann í sama lit og við erum með á allri íbúðinni. Sá litur heitir Sandur og er eftir Rut Káradóttur arkitekt.
Vasinn er stór, eða um 30 cm hár þó myndirnar bendi til annars. Það sjást penslaför á vasanum en það kemur vel út. Satt að segja kom vasinn betur út en ég bjóst við.. og mér finnst alveg extra flott að hafa hann í sama lit og er á veggjunum!
Annars tíndi ég klófífu síðastliðið sumar og sá vöndur lifir enn og heldur fegurð sinni. Klófífuna var ég með í öðrum vasa sem ég keypti einmitt í Góða Hirðinum (ég kannski sýni ykkur hann bráðlega). Þar sem mér finnst klófífan alveg brjálæðislega flott ætla ég að tína í annan vönd og lita hann svartan eða bleikan.
Þangað til næst, sem verður vonandi sem fyrst!
xxx
Skrifa Innlegg