Nýtt frá 66°: Drangajökull GORE-TEX

FÖT

Ég rakst á þessa mynd á instragram reikningi sextíuogsex.. en 66° Norður kynntu þessa trylltu parka úlpu til leiks í dag. Ég hef sagt það áður, og segi það aftur.. svartur litur er einn fallegasti liturinn og fer engum (þoli ekki alhæfingar, fæstum á því frekar við) illa. Þessi úlpa er sú fallegasta frá 66° hingað til.. fyrir utan JÖKLA úlpuna sem ég fékk frá þeim síðastliðinn vetur.

screen-shot-2016-12-08-at-9-15-15-pm

screen-shot-2016-12-09-at-12-19-10-pm screen-shot-2016-12-09-at-12-19-33-pm screen-shot-2016-12-09-at-12-19-46-pm

Fyrirmynd úlpunnar er einmitt JÖKLA parka nema Drangajökull GORE-TEX er léttari útgáfa af henni.. Sniðið á JÖKLA er frábær og ég elska rykkinguna í mittinu á henni (kvk. sniðinu) og ég fagna því að þessi sé með sama sniði.

Saumar og detailar eru ekki beint áberandi á Drangajökli og úlpan því nokkuð látlaus í útliti en á sama tíma nær hún að vera svo tryllt. Úlpan kemur bæði í kven-og karlmannssniði og mér sýnist hún vera nú þegar fáanleg í útvöldum verslunum á Íslandi.

66° Norður nær alveg að halda manni á tánum og langa bara í meira.. hversu flott er þessi úlpa! Æ, mig “vantar” svo aðra úlpu! Er þetta ekki jólagjöfin í ár?

karenlind1

66° sýki

FÖT

Ég er með algjört blæti fyrir 66° flíkunum. Ég fór í nýju verslunina sem stendur við Laugaveg 17-19 – eitthvað tókst þeim of vel til með hönnun búðarinnar.. ég var farin að spyrjast fyrir um hönnun hennar og hvaðan borðin og annað væru frá. Vörurnar þeirra eru orðnar svo smart (og nytsamlegar fyrir íslenskt veðurfar). Áður fyrr, þá erum við að tala um fyrir mörgum árum síðan, þótti mér 66° vinna aðeins með nytsemi og notagildi en nú blanda þeir því saman saman við útlit og útkoman er high fashion útivistarfatnaður og fylgihlutir.

Ég eignaðist JÖKLA úlpu frá þeim í janúar síðastliðnum. Þessi úlpa á mig skuldlaust, enda það besta sem ég hef átt. Það munar svo miklu að hafa hana síða yfir rassinn.. maður skilur það varla núna en þegar það er orðið ískalt þá fattar maður hve miklu máli það skiptir. Ég þurfti hins vegar að hætta að nota hana fljótlega því ég varð ófrísk og hef því nánast ekkert getað notað hana. Nú fer litla daman að láta sjá sig (er gengin 40v+1d) og þá verður úlpan það fyrsta sem ég tek upp. Ég notaði úlpuna þegar ég fór til NY í janúar og febrúar og ég veit ekki hversu oft ég var stoppuð af fólki úti á götu. Ég skrifaði oftar en 5x heimasíðu 66° norður niður í síma hjá NY-búum sem þráðu að eignast úlpuna.

Það grynnkar aldrei á 66° óskalistanum, nú síðast bættist við regnkápa á listann eftir að ég fékk mömmu lánaða í sumar.

Screen Shot 2016-10-12 at 4.53.57 PM

Hér erum við í Þrastarskógi.. og ég í 66° norður regnkápu. Davíð flottur í XS úlpu frá 66° af litla frænda mínum… maður grípur oft það sem er laust í bústaðnum.

Ég er svakaleg þegar kemur að window shopping og birti því einn slíkan lista hér.. hér eru nokkrir hlutir sem ég væri mjög svo til í að eignast.

Screen Shot 2016-10-12 at 5.03.24 PM
Snæfell dömujakki. Ég myndi einmitt vilja hann í þessum sinnepsgula lit. Mér finnst liturinn fara rosalega vel við þær árstíðir þar sem hann er eflaust mest notaður (vor, sumar og haust). Við gáfum pabba svona jakka í afmælisgjöf – hann er víst algjörlega málið. Frábær í hálendisgöngur og annað (sem ég ætla alltaf að vera rosa dugleg að sinna en hef aldrei gert).

F.v. Mér sýnist þetta vera ný regnkápa, hún heitir Arnarhóll. Liturinn á henni var það fyrsta sem heillaði mig en burgundy litur klikkar aldrei. Laugavegur dömuregnkápan í bláu finnst mér einnig ótrúlega flott. Mig vantar regnkápu og því afar líklegt að ég kaupa mér slíka fyrir næsta ár.

Screen Shot 2016-10-12 at 5.15.22 PM

LOGN joggingpeysa. Ég er algjör jogging- og hettupeysuaðdáandi. Yfirleitt er ég í þægilegum fötum svona þegar ég er ekki að fara eitthvað sérstakt. Vöruúrvalið þeirra er farið að verða svo breitt og freistingarnar hrannast upp.

Æi stopp. Hvar endar þetta. Grímsey ullarpeysa. Fer alltof vel við útivistarjakka.. og vesti.. og ein og sér.

Screen Shot 2016-10-12 at 5.19.44 PM

BYLUR dömupeysa.

Nýjustu húfurnar finnst mér flottar.. og þær eru úr 100% ull. Eins er ég að fíla þennan bol, þrátt fyrir að hann tilheyri herradeildinni. Svo finnst mér eyrnabandið mjög flott, og já það er úr barnalínunni en ég hef mátað það og það virkaði alveg. Væri til í að sjá það fyrir fullorðna. Ég myndi fá mér það um leið!

karenlind1

Október

FÖT

Í byrjun þessa árs fékk októbermánuður nýja merkingu fyrir mér.. en þá komst ég að því að ég væri ófrísk. Október væri mánuðurinn sem ég myndi líklegast eignast barn. Þvílík ferð sem þessir mánuðir hafa verið fyrir mér. Meðgönguferlið reyndist mér allt öðruvísi en ég hafði hugarlund um. Það reyndi oft meira á en minna en nú er kominn október og dagurinn nálgast eflaust hratt fyrir sumum, en ótrúlega hægt fyrir mér. Hver dagur er í slow motion, en þeir líða engu að síður.

Það er tæp vika í settan dag og ég fer með möntru “Vonandi geng ég ekki fram yfir”. Þessi bið sem ég hef margoft heyrt talað um er fyrir mér loksins orðin skiljanleg.. ég tengdi aldrei almennilega við “þessa eilífu bið”. Mörgæsina í öllu sínu veldi langar til að verða “ég” aftur.

Annars finnst mér haustið einstaklega heillandi og kósí. Fatnaðurinn höfðar sérstaklega til mín.. litirnir sömuleiðis. Ætli ég fari ekki heim í þessu af fæðingardeildinni?

Screen Shot 2016-10-04 at 7.36.15 PM

Nýjasta sjóarahúfan frá 66° úr 100% merino ull. Kemur í fjórum litum.

Screen Shot 2016-10-04 at 7.57.46 PM

Gjafabolur frá Tvö Líf. Í einum af mínum uppáhaldslitum.

Screen Shot 2016-10-04 at 8.20.23 PM

Barbour vax jakki. Fæst í Geysi.

Screen Shot 2016-10-04 at 8.38.29 PM

Ég gaf kærasta mínum þennan trefil í afmælisgjöf.. hann er vægast sagt of stór og of hlýr. Cashmere- og ullarblanda. Ég keypti hann “smá” með það í huga að ég gæti stolið honum og fengið hann að láni svona við og við. Frá Burberry.

Ætli ég verði ekki eitthvað aðeins lengur í meðgöngubuxunum sem ég keypti í H&M fyrr á árinu. Ég get rétt ímyndað mér að það taki smá tíma að losna við magann og allt dúlleríið sem fylgir meðgöngunni.

Screen Shot 2016-10-04 at 8.26.24 PM

Farmers Market sokkar eru tilvaldir við L.L. Bean skóna sem ég þrái að eignast fyrir veturinn.

d6b301dfbb5e3096ffd7d115011da3ff

L.L. Bean duck skórnir. Ég á afmæli bráðlega og óskaði sérstaklega eftir þeim frá betri helmingnum.

Guð hvað þetta er kósí outfit. Now come on out baby blue!

karenlind1

Meðgöngu- og gjafahaldari er nauðsynjavara

BARNAVÖRURFÖT

Ég viðurkenni að stundum hef ég verið að sækja vatnið yfir lækinn, þ.e.a.s. að kaupa hluti í Ameríku sem eru svo bara til hér heima. Þegar ég var komin svona 14 vikur á leið fór ég í leiðangur í Bandaríkjunum og reyndi að finna meðgöngu- og gjafahaldara en það gekk ekki vel. Ég hef verið í höldurum sem eru ekki ætlaðir til meðgöngu og þetta eru mistök sem ég geri ekki aftur. Það er ekkert verra en að ganga í gegnum meðgöngu og að vera í þannig haldara. Það er svo margt sem verður óþægilegt á meðgöngu og það sem ég hef hvað minnst haft þolinmæði fyrir er undirfatnaður og fatnaður sem þrengir að. Þvílík og önnur eins köfnunartilfinning.

Það er hálf merkilegt hvað ég fann lítið af flottum meðgöngufatnaði í Bandaríkjunum. Ég fann eiginlega ekkert – meira að segja í H&M risanum sjálfum. Ég þurfti mjög fljótlega að nota meðgöngufatnað eða frá og með 16. viku og því var þetta smá vesen eins og gefur að skilja.

En ég fékk mjög svo skemmtilegt e-mail frá versluninni Tvö Líf og þær buðu mér að koma í heimsókn. Eigandinn sá nú strax að ég þyrfti annan haldara & ég mátaði að mig minnir þrjá. Það var einn meðgöngu- og gjafahaldari sem sló hinum við í mínu tilviki, hann heitir Bravado Bliss. Ekkert nema þægindi og ég fann ekki fyrir honum. Veitir góðan stuðning og lagar sig að brjóstunum, aðskilur þau og er án spangar. Engar blúndur og ekkert vesen sem skerst í mann.. bara þægilegur. Ég vildi svo að ég hefði áttað mig á þessu í byrjun meðgöngunnar, ég meina það.

Screen Shot 2016-09-20 at 1.24.00 PM

Að mínu mati eru þægindi efst á lista hvað varðar meðgöngu – og þið sem eruð ekki að finna rétta haldarann og ætlið að pína ykkur í gegnum meðgönguna í einhverju sem þið eruð vanar að nota… ekki gera það. Það er hverrar krónu virði að kaupa góðan meðgöngu- og gjafahaldara. Þær í Tvö Líf eru með nokkrar tegundir af höldurum og auðvitað misjafnt hvað hentar hverri og einni.. það fór ekkert á milli mála hvað hentaði mér.

Hér að ofan má sjá mynd af Bravado Seamless haldaranum. Það sést á myndinni hve þægilegur hann er, eruði ekki sammála?

Heimasíða Tvö Líf
Facebook Tvö Líf
Bravado Bliss fæst hér.

karenlind1

Gain Fireworks

BANDARÍKINFÖT

Þvottaefni eru mér ofarlega í huga. Ég veit, þetta er ekki gott fyrir umhverfið.. en góð lykt af fatnaði er ansi framarlega á mínum forgangslista, þá á ég auðvitað við forgangslista nr. 2. Á þeim lista eru þessir shallow hlutir eins og þvottaefni. Ég hef verið þvottaefnaþræll móður minnar frá því ég var barn, en ég ferjaði margoft 10kg þvottaefni í handfarangri yfir Atlantshafið. Alltaf var það TIDE þvottaefnið sem ég burðaðist með… það er kannski ekki skrýtið að þetta sé nánast áhugamál.

En ég keypti þessari ilmkúlur frá GAIN í fyrra og nota þær í hverjum þvotti. Þó ég sé að þvo handklæði. Þessi lykt er bara svo unaðsleg að hún er orðin ómissandi fyrir mér. Ég þurfti að útdeila á mína nánustu því þær stóðust ekki lyktina og urðu að fá bita af kökunni.

Ef það er eitthvað sem má taka pláss í töskunni þá er það stór brúsi af GAIN Fireworks ilmkúlum með lyktinni Tropical Sunrise.

pg-7317_1zimg_1473

Svo er ekkert að því að fara með þetta alla leið og kaupa bara alla Tropical Sunrise línuna..

03fa88e5-9d6c-477d-b578-a456d6c7254c.jpg.w480imagesk2-_d1a634b3-5681-48fb-98f9-311b12d6020b.v2

… svo er þetta nú eitthvað sem ég verð að prófa.

652511b72995a2f45bb0470ff8ac22e1

Að mínu mati er þetta algjörlega ómissandi!

karenlind

Nú er það svart..

FÖTFYLGIHLUTIRSKÓR

Fyrir ekki svo löngu vildi ég helst klæðast litum. Ég var svo sem aldrei of litaglöð, ég reyndi alltaf að para þetta smekklega saman en þó rötuðu litríkar flíkur oftar í skápinn minn en þær gera í dag. Með öðrum orðum, ég er að breytast í mömmu mína. Mér finnst það svo fyndið því ég hvatti hana oft til að klæðast litríkari fötum og skildi lítið í þessu svarta fatavali hennar. Ég er bara ekki orðin eins og mamma á þessu sviði, heldur mörgum öðrum. Til dæmis er ég voðalega lítið fyrir skartgripi… já, ég sem var vel skreytta jólatréið fyrir einhverjum árum. Ég átti svo mikið af skartgripum að þeir fylltu öll laus hólf í skartgripahirslunum. Takk fyrir mig, það tímabil er sko búið! Ég var eitthvað aðeins að ráfa í gegnum útsölurnar á netinu, og var að vonast til að rekast á leðurjakka á allsaints.com – en í staðinn sá ég fallegt mokkavesti sem gengur við margt. stop_wearing_black

Nákvæmlega.

All Saints mokkavesti með leðurdetailum. Það er á útsölu, en kostar samt 90 þúsund. En það er mjög fallegt og líftími þess eflaust góður.

Mágkona mín pantaði sér rúllukraga ásamt öðru af prettylittlething.com, og þessi rúllukragi er æði. Hann er vel síður og kraginn mikill, efnið fínt og kostar bara 10 pund. Nú þarf bróðir minn að undirbúa sig undir Mr. Postman. Ég held ég verði að panta einn fínan rúllukragabol. Ekki það, ég keypti rúllukragabol í River Island sem ég var alsæl með, en svo skrapp hann aldeilis saman í fyrsta þvotti og er nú orðinn að magabol sem ég kýs að sniðgangast.

Rocco frá Alexander Wang. Gæjaleg taska sem mig langar í.

1761724_fpx

 

Leðurhanskar frá Michael Kors. Ég keypti mér þá um daginn, á útsölu.. og er mjög hrifin af þeim. Mjög hlýir og svo er ég hrifin af þessum rennilás.

Screen Shot 2016-01-14 at 2.07.57 PM

Buxur frá H&M. Ég keypti mér þessar í nóvember (fást hér) og þær henta mér fullkomlega. Það er nauðsynlegt fyrir mig að klæðast buxum sem ég get “girt” magann ofan í. Þessar eru einmitt þannig, ég bara vippa bumbunni inn og allar mínar áhyggjur hverfa. Grín. En samt, þær henta mjög vel fyrir neðri magann :)

Steve Madden, fást hér. Mögulega er þetta aðeins of hátt fyrir minn smekk en þá bregður maður sér bara í strigaskóna.

5guv79-l-610x610-jeans-denim-ripped+jeans-new+balance-new+balance+sneakers-sneakers-shoes-bag-black+bag-gold+watch-watch-torn+clothes-torn+denim Screen Shot 2016-01-14 at 2.14.58 PM

New Balance fást hér heima á newbalance.is – sjá hér.

karenlind

Allt sem ég þarf.. Jökla

FÖT

Jökla er allt sem ég þarf. Þvílíkur hnoðri af hamingju! Silfurrefurinn toppar þetta, virkilega þykkur og flottur kragi. Svo er vír inn í hettunni þannig að það er auðvelt að stilla kragann, hann helst á sínum stað og virðist enn stærri fyrir vikið. Ég virðist gleyma því hvað þessi vetur hérna heima er erfiður ár eftir ár. Ég var í leðurjakka í bænum áðan, skalf eins og hrísla. Skalf inn að beinum. Svo var ég í Rosche Run íþróttaskóm.

Screen Shot 2015-11-28 at 8.59.40 PM Screen Shot 2015-11-28 at 8.59.50 PM

Þessi kragi!

Screen Shot 2015-11-28 at 8.59.59 PM Screen Shot 2015-11-28 at 9.00.11 PM

Screen Shot 2015-11-28 at 9.04.23 PMSvo mátaði ég auðvitað Jöræfi, nýju úlpuna sem kom út í gær (og húfuna). Úlpan var ekki til í minni stærð svo ég leit hálf kjánalega út í henni. Hún kemur bráðlega aftur í þessum minni stærðum, það hafa greinilega nokkrar selst í dag (þar sem línan kom út í gær). Samstarf JÖR og 66° NORÐUR er vel heppnað og svarti felldurinn á Jöræfi er eitthvað sem ég hef beðið eftir í langan tíma. Svartur felldur er ekkert voðalega áberandi en ég kolféll fyrir svörtum felldi þegar ég sá myndirnar af Beyoncé og Jay Z á Íslandi í fyrra. Þekkið þið merkið á úlpunni sem hann er í á myndinni? Moncler?

Instagram @kaarenlind
Fylgstu með mér á facebook – Karen Lind
karenlind

 

Say good bye to Marc by Marc Jacobs

FÖT

Já, nú skýrist margt. Ástæðan fyrir því að ýmsar vörur sem áður tilheyrðu Marc by Marc Jacobs hafa hækkað um sirka helming er sú að undirlínan er hreinlega horfin af sjónarsviði jarðar. Ég hafði ekki hugmynd um það, þrátt fyrir að hafa heimsótt vefsíðuna nokkrum sinnum undanfarið. Ég ætlaði mér nefnilega að panta svarta húfu og trefil í stíl fyrir veturinn. Ég hef skrifað um þessar ótrúlega góðu húfur oftar en einu sinni (til dæmis hérna) og takið eftir að þarna kostaði hún 54$. Nákvæmlega sama húfan, í dag kostar hún 98$. Trefillinn er sömuleiðis búinn að hækka úr 56$ yfir í 128$. Allavega, ég skildi ekki af hverju hún hafði hækkað svona mikið en fékk skýringu á því núna. Þeir ætla alfarið að flytja sig yfir í luxury high fashion. 

Screen Shot 2015-11-28 at 8.44.16 AM

Screen Shot 2015-11-28 at 8.45.27 AM

Ég er í geðkasti, þetta breyttist fyrir svona mánuði síðan. Af hverju pantaði ég þetta ekki þegar ég ætlaði mér að gera það?! Aftur á móti eru þessar húfur alveg 98$ virði. Það kom á óvart að svo góð húfa kostaði bara um 7 þúsund krónur. Þær hnökra ekki (hef átt mínar í tvö ár og notað þær óspart) og eins ylja ótrúlega vel. Of vel.

Screen Shot 2015-11-28 at 9.02.38 AM Screen Shot 2015-11-28 at 9.02.47 AM

Svo eru það uppáhalds eyrnalokkarnir mínir til næstum fjögurra ára. Ég sá konu með þá vorið 2012.. ég arkaði upp að henni og varð að vita hvaðan þessir lokkar væru. Ég keypti þá um leið og hef verið með þá síðan. Vísvitandi skrifaði ég aldrei um þá – mér fannst svo gaman að vera ein af mjög fáum með þessa eyrnalokka. En það það fór eins og ég bjóst við (enda fullkomnir lokkar og því skiljanlegt), þessir eyrnalokkar skreyta aðra hverja stelpu/konu á Íslandi. Ég sekk enn dýpra í geðkastinu ef þeir hætta í framleiðslu.

Jæja, þetta eru sorgarfréttir dagsins. Við eigum eftir að sakna Marc by Marc Jacobs. Ég náði mér hins vegar í MBMJ bakpoka frá Galleria Reykjavík á Laugavegi, þetta verður að souvenir áður en ég veit af. Þeir eiga nokkrar MBMJ vörur ennþá til – sjá hér.

karenlind

ADIDAS galli

FÖT

Mig langar í svo mikið af þessum Adidas streetstyle fötum. Þessi matching galli er ofarlega í mínum huga en hann fæst á Urban Outfitters. Ég hef leitað mér að þægilegum galla til að vera í heima og þessi er að hitta í mark. Adidas flíkunum má fjölga í mínum fataskáp… ég fæ bara ekki nóg af þeim.

36829802_095_h

Ég á tvær peysur frá Adidas, aðra með hettu en hin án hettu. Þessi hettulausa er ofnotuð en hún er mjög létt og þægileg, samt úr góðu teygjanlegu efni. Hún fæst á Íslandi. Ég nota hana við gallabuxur, strigaskó og yfirhöfn. Ég þyrfti að eiga eina aðra fyrir ræktina, þessi peysa slær öll þægindamet. Fæst hér.

11

ADIDAS er út um allt… ADIDAS í jólapakkann minn!

karenlind

Burberry Trench Coat

FÖT

Ein klassískasta yfirhöfn allra tíma. Kápurnar frá Burberry eru flottar við hvaða tilefni sem er og hægt er að klæðast þeim allan ársins hring. Það virðist ekki skipta máli hverju er parað saman við kápurnar, útkoman er alltaf flott. Strigaskór, hælar, gallabuxur, svart, hvítt, grátt.. C’est parfait!

4380fa60a07162f8099f1d9fef83ea28main.original

 

e11bbb14b613b2106090ea7b38cd19e2d79245d8

alexa-chung-denim-overalls-burberry-trench-coatjulie-pelipas-photographed-in-trench-coat-by-jon-cardwell-in-kiev-684d7185d094c62679b9b661ceca82110c0b745e

7eb2ece8c325f85c94639c47a1784ad7

48bbfa185fcddaa006627971f3193d59

Kápurnar eru svo veglegar og endast manni heila eilífð. Þær gerast varla fallegri að mínu mati! … og þær parast meira að segja vel við bol með mynd af banönum á.

karenlind