fbpx

66° sýki

FÖT

Ég er með algjört blæti fyrir 66° flíkunum. Ég fór í nýju verslunina sem stendur við Laugaveg 17-19 – eitthvað tókst þeim of vel til með hönnun búðarinnar.. ég var farin að spyrjast fyrir um hönnun hennar og hvaðan borðin og annað væru frá. Vörurnar þeirra eru orðnar svo smart (og nytsamlegar fyrir íslenskt veðurfar). Áður fyrr, þá erum við að tala um fyrir mörgum árum síðan, þótti mér 66° vinna aðeins með nytsemi og notagildi en nú blanda þeir því saman saman við útlit og útkoman er high fashion útivistarfatnaður og fylgihlutir.

Ég eignaðist JÖKLA úlpu frá þeim í janúar síðastliðnum. Þessi úlpa á mig skuldlaust, enda það besta sem ég hef átt. Það munar svo miklu að hafa hana síða yfir rassinn.. maður skilur það varla núna en þegar það er orðið ískalt þá fattar maður hve miklu máli það skiptir. Ég þurfti hins vegar að hætta að nota hana fljótlega því ég varð ófrísk og hef því nánast ekkert getað notað hana. Nú fer litla daman að láta sjá sig (er gengin 40v+1d) og þá verður úlpan það fyrsta sem ég tek upp. Ég notaði úlpuna þegar ég fór til NY í janúar og febrúar og ég veit ekki hversu oft ég var stoppuð af fólki úti á götu. Ég skrifaði oftar en 5x heimasíðu 66° norður niður í síma hjá NY-búum sem þráðu að eignast úlpuna.

Það grynnkar aldrei á 66° óskalistanum, nú síðast bættist við regnkápa á listann eftir að ég fékk mömmu lánaða í sumar.

Screen Shot 2016-10-12 at 4.53.57 PM

Hér erum við í Þrastarskógi.. og ég í 66° norður regnkápu. Davíð flottur í XS úlpu frá 66° af litla frænda mínum… maður grípur oft það sem er laust í bústaðnum.

Ég er svakaleg þegar kemur að window shopping og birti því einn slíkan lista hér.. hér eru nokkrir hlutir sem ég væri mjög svo til í að eignast.

Screen Shot 2016-10-12 at 5.03.24 PM
Snæfell dömujakki. Ég myndi einmitt vilja hann í þessum sinnepsgula lit. Mér finnst liturinn fara rosalega vel við þær árstíðir þar sem hann er eflaust mest notaður (vor, sumar og haust). Við gáfum pabba svona jakka í afmælisgjöf – hann er víst algjörlega málið. Frábær í hálendisgöngur og annað (sem ég ætla alltaf að vera rosa dugleg að sinna en hef aldrei gert).

F.v. Mér sýnist þetta vera ný regnkápa, hún heitir Arnarhóll. Liturinn á henni var það fyrsta sem heillaði mig en burgundy litur klikkar aldrei. Laugavegur dömuregnkápan í bláu finnst mér einnig ótrúlega flott. Mig vantar regnkápu og því afar líklegt að ég kaupa mér slíka fyrir næsta ár.

Screen Shot 2016-10-12 at 5.15.22 PM

LOGN joggingpeysa. Ég er algjör jogging- og hettupeysuaðdáandi. Yfirleitt er ég í þægilegum fötum svona þegar ég er ekki að fara eitthvað sérstakt. Vöruúrvalið þeirra er farið að verða svo breitt og freistingarnar hrannast upp.

Æi stopp. Hvar endar þetta. Grímsey ullarpeysa. Fer alltof vel við útivistarjakka.. og vesti.. og ein og sér.

Screen Shot 2016-10-12 at 5.19.44 PM

BYLUR dömupeysa.

Nýjustu húfurnar finnst mér flottar.. og þær eru úr 100% ull. Eins er ég að fíla þennan bol, þrátt fyrir að hann tilheyri herradeildinni. Svo finnst mér eyrnabandið mjög flott, og já það er úr barnalínunni en ég hef mátað það og það virkaði alveg. Væri til í að sjá það fyrir fullorðna. Ég myndi fá mér það um leið!

karenlind1

Hrafnkell

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Helen Sig

    13. October 2016

    Eyrnabandiđ kemur líka í stærđ fyrir fullorđna ☺

    • Karen Lind

      13. October 2016

      Ó er það? Ég sé það hvorki á heimasíðunni né í búðunum..

      • Helen Sig

        14. October 2016

        Ný pæling. Þađ er ekki merkt barna. Og er þessvegna ekki barna. Þađ þykir samt sumum lítiđ. En ég er međ venjulegan haus og mér finnst þađ fínt

  2. Helgi Omars

    14. October 2016

    Ég er líka orðinn alveg hooked, ég var í búðinni í gær og mátaði og mátaði. Ég virkilega elska þessar vörur.

  3. Anonymous

    15. October 2016

    Kostuð auglýsing?

    • Karen Lind

      16. October 2016

      Nei, ég hefði tekið það fram ef svo hefði verið. Ég er nú nokkuð viss um að 66° viti ekki að ég hafi skrifað þessa færslu.