Nýja pastel bleika kápan frá 66° norður er komin í verslanir. Ég var með augun á blárri Laugavegsregnköpu frá þeim & mátaði hana í janúar. Blessunarlega beið ég með þau kaup því þessi er orðin mín & hún er of djúsí & flott á litinn. Liturinn er enn flottari með berum augum. Ég skrifaði um kápuna um daginn (sjá hér) og í kjölfarið fékk ég hana að gjöf, óvænt en ótrúlega vel þegið. Satt að segja hef ég ekki farið úr henni síðan.
Páskarúntur um Þingvelli ásamt heimsókn í Fontana Laugar Spa. Þar sem það voru páskar var nóg af Íslendingum.. ásamt túristunum auðvitað.
Sjáiði þetta módel. Andlitslausa módelið. Kannski er þetta ekki ég? Hver veit..
Skrifa Innlegg