fbpx

.. hún er mætt.

FÖTÍSLENSK HÖNNUN

Nýja pastel bleika kápan frá 66° norður er komin í verslanir. Ég var með augun á blárri Laugavegsregnköpu frá þeim & mátaði hana í janúar. Blessunarlega beið ég með þau kaup því þessi er orðin mín & hún er of djúsí & flott á litinn. Liturinn er enn flottari með berum augum. Ég skrifaði um kápuna um daginn (sjá hér) og í kjölfarið fékk ég hana að gjöf, óvænt en ótrúlega vel þegið. Satt að segja hef ég ekki farið úr henni síðan.

Páskarúntur um Þingvelli ásamt heimsókn í Fontana Laugar Spa. Þar sem það voru páskar var nóg af Íslendingum.. ásamt túristunum auðvitað.

Sjáiði þetta módel. Andlitslausa módelið. Kannski er þetta ekki ég? Hver veit..

Laugavegur dömu regnkápa fæst hér.

... fullkomnun

Skrifa Innlegg