fbpx

Nýtt frá 66°: Drangajökull GORE-TEX

FÖT

Ég rakst á þessa mynd á instragram reikningi sextíuogsex.. en 66° Norður kynntu þessa trylltu parka úlpu til leiks í dag. Ég hef sagt það áður, og segi það aftur.. svartur litur er einn fallegasti liturinn og fer engum (þoli ekki alhæfingar, fæstum á því frekar við) illa. Þessi úlpa er sú fallegasta frá 66° hingað til.. fyrir utan JÖKLA úlpuna sem ég fékk frá þeim síðastliðinn vetur.

screen-shot-2016-12-08-at-9-15-15-pm

screen-shot-2016-12-09-at-12-19-10-pm screen-shot-2016-12-09-at-12-19-33-pm screen-shot-2016-12-09-at-12-19-46-pm

Fyrirmynd úlpunnar er einmitt JÖKLA parka nema Drangajökull GORE-TEX er léttari útgáfa af henni.. Sniðið á JÖKLA er frábær og ég elska rykkinguna í mittinu á henni (kvk. sniðinu) og ég fagna því að þessi sé með sama sniði.

Saumar og detailar eru ekki beint áberandi á Drangajökli og úlpan því nokkuð látlaus í útliti en á sama tíma nær hún að vera svo tryllt. Úlpan kemur bæði í kven-og karlmannssniði og mér sýnist hún vera nú þegar fáanleg í útvöldum verslunum á Íslandi.

66° Norður nær alveg að halda manni á tánum og langa bara í meira.. hversu flott er þessi úlpa! Æ, mig “vantar” svo aðra úlpu! Er þetta ekki jólagjöfin í ár?

karenlind1

Forstofa: Fyrir og eftir myndir

Skrifa Innlegg