Jökla er allt sem ég þarf. Þvílíkur hnoðri af hamingju! Silfurrefurinn toppar þetta, virkilega þykkur og flottur kragi. Svo er vír inn í hettunni þannig að það er auðvelt að stilla kragann, hann helst á sínum stað og virðist enn stærri fyrir vikið. Ég virðist gleyma því hvað þessi vetur hérna heima er erfiður ár eftir ár. Ég var í leðurjakka í bænum áðan, skalf eins og hrísla. Skalf inn að beinum. Svo var ég í Rosche Run íþróttaskóm.
Þessi kragi!
Svo mátaði ég auðvitað Jöræfi, nýju úlpuna sem kom út í gær (og húfuna). Úlpan var ekki til í minni stærð svo ég leit hálf kjánalega út í henni. Hún kemur bráðlega aftur í þessum minni stærðum, það hafa greinilega nokkrar selst í dag (þar sem línan kom út í gær). Samstarf JÖR og 66° NORÐUR er vel heppnað og svarti felldurinn á Jöræfi er eitthvað sem ég hef beðið eftir í langan tíma. Svartur felldur er ekkert voðalega áberandi en ég kolféll fyrir svörtum felldi þegar ég sá myndirnar af Beyoncé og Jay Z á Íslandi í fyrra. Þekkið þið merkið á úlpunni sem hann er í á myndinni? Moncler?
Instagram @kaarenlind
Fylgstu með mér á facebook – Karen Lind
Skrifa Innlegg