fbpx

Október

FÖT

Í byrjun þessa árs fékk októbermánuður nýja merkingu fyrir mér.. en þá komst ég að því að ég væri ófrísk. Október væri mánuðurinn sem ég myndi líklegast eignast barn. Þvílík ferð sem þessir mánuðir hafa verið fyrir mér. Meðgönguferlið reyndist mér allt öðruvísi en ég hafði hugarlund um. Það reyndi oft meira á en minna en nú er kominn október og dagurinn nálgast eflaust hratt fyrir sumum, en ótrúlega hægt fyrir mér. Hver dagur er í slow motion, en þeir líða engu að síður.

Það er tæp vika í settan dag og ég fer með möntru “Vonandi geng ég ekki fram yfir”. Þessi bið sem ég hef margoft heyrt talað um er fyrir mér loksins orðin skiljanleg.. ég tengdi aldrei almennilega við “þessa eilífu bið”. Mörgæsina í öllu sínu veldi langar til að verða “ég” aftur.

Annars finnst mér haustið einstaklega heillandi og kósí. Fatnaðurinn höfðar sérstaklega til mín.. litirnir sömuleiðis. Ætli ég fari ekki heim í þessu af fæðingardeildinni?

Screen Shot 2016-10-04 at 7.36.15 PM

Nýjasta sjóarahúfan frá 66° úr 100% merino ull. Kemur í fjórum litum.

Screen Shot 2016-10-04 at 7.57.46 PM

Gjafabolur frá Tvö Líf. Í einum af mínum uppáhaldslitum.

Screen Shot 2016-10-04 at 8.20.23 PM

Barbour vax jakki. Fæst í Geysi.

Screen Shot 2016-10-04 at 8.38.29 PM

Ég gaf kærasta mínum þennan trefil í afmælisgjöf.. hann er vægast sagt of stór og of hlýr. Cashmere- og ullarblanda. Ég keypti hann “smá” með það í huga að ég gæti stolið honum og fengið hann að láni svona við og við. Frá Burberry.

Ætli ég verði ekki eitthvað aðeins lengur í meðgöngubuxunum sem ég keypti í H&M fyrr á árinu. Ég get rétt ímyndað mér að það taki smá tíma að losna við magann og allt dúlleríið sem fylgir meðgöngunni.

Screen Shot 2016-10-04 at 8.26.24 PM

Farmers Market sokkar eru tilvaldir við L.L. Bean skóna sem ég þrái að eignast fyrir veturinn.

d6b301dfbb5e3096ffd7d115011da3ff

L.L. Bean duck skórnir. Ég á afmæli bráðlega og óskaði sérstaklega eftir þeim frá betri helmingnum.

Guð hvað þetta er kósí outfit. Now come on out baby blue!

karenlind1

Meðgöngu- og gjafahaldari er nauðsynjavara

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Rakel

  4. October 2016

  Guð hvað þessi bið er erfið! Ég vaknaði á hverjum morgni í mega fýlu yfir því að enn ein nóttin hefði liðið og ekkert búið að gerast, samt gekk ég “bara” 5 daga framyfir;) Gangi þér vel elsku Karen!

 2. Þórunn

  4. October 2016

  Ertu að kaupa bean skónna að utan?

  Og ps gangi þér vel á seinustu metrunum!

  • Karen Lind

   4. October 2016

   Ég mun gera það já (þeas ef Davíð gefur mér þá ekki í afmælisgjöf, haha).. þeir eru ekki til hérna heima.. reyni að fá einhvern sem ég þekki til að taka þá með heim fyrir mig :)

   Og takk fyrir kveðjuna :)

 3. Svart á Hvítu

  4. October 2016

  Ég krossa fyrir þig alla fingur og tær að þú takir ekki 14 daga framyfir eins og ég… P.s. ég hefði svooo mikið viljað sjá þig einu sinni enn með bumbuna, en vona núna bara þín vegna að baby fari að mæta á svæðið:*

 4. Pattra S.

  5. October 2016

  Gangi þér ótrúlega vel elsku Karen, ég sendi þér góða strauma og hugsa til þín næsta daga :**