fbpx

Meðgöngu- og gjafahaldari er nauðsynjavara

BARNAVÖRURFÖT

Ég viðurkenni að stundum hef ég verið að sækja vatnið yfir lækinn, þ.e.a.s. að kaupa hluti í Ameríku sem eru svo bara til hér heima. Þegar ég var komin svona 14 vikur á leið fór ég í leiðangur í Bandaríkjunum og reyndi að finna meðgöngu- og gjafahaldara en það gekk ekki vel. Ég hef verið í höldurum sem eru ekki ætlaðir til meðgöngu og þetta eru mistök sem ég geri ekki aftur. Það er ekkert verra en að ganga í gegnum meðgöngu og að vera í þannig haldara. Það er svo margt sem verður óþægilegt á meðgöngu og það sem ég hef hvað minnst haft þolinmæði fyrir er undirfatnaður og fatnaður sem þrengir að. Þvílík og önnur eins köfnunartilfinning.

Það er hálf merkilegt hvað ég fann lítið af flottum meðgöngufatnaði í Bandaríkjunum. Ég fann eiginlega ekkert – meira að segja í H&M risanum sjálfum. Ég þurfti mjög fljótlega að nota meðgöngufatnað eða frá og með 16. viku og því var þetta smá vesen eins og gefur að skilja.

En ég fékk mjög svo skemmtilegt e-mail frá versluninni Tvö Líf og þær buðu mér að koma í heimsókn. Eigandinn sá nú strax að ég þyrfti annan haldara & ég mátaði að mig minnir þrjá. Það var einn meðgöngu- og gjafahaldari sem sló hinum við í mínu tilviki, hann heitir Bravado Bliss. Ekkert nema þægindi og ég fann ekki fyrir honum. Veitir góðan stuðning og lagar sig að brjóstunum, aðskilur þau og er án spangar. Engar blúndur og ekkert vesen sem skerst í mann.. bara þægilegur. Ég vildi svo að ég hefði áttað mig á þessu í byrjun meðgöngunnar, ég meina það.

Screen Shot 2016-09-20 at 1.24.00 PM

Að mínu mati eru þægindi efst á lista hvað varðar meðgöngu – og þið sem eruð ekki að finna rétta haldarann og ætlið að pína ykkur í gegnum meðgönguna í einhverju sem þið eruð vanar að nota… ekki gera það. Það er hverrar krónu virði að kaupa góðan meðgöngu- og gjafahaldara. Þær í Tvö Líf eru með nokkrar tegundir af höldurum og auðvitað misjafnt hvað hentar hverri og einni.. það fór ekkert á milli mála hvað hentaði mér.

Hér að ofan má sjá mynd af Bravado Seamless haldaranum. Það sést á myndinni hve þægilegur hann er, eruði ekki sammála?

Heimasíða Tvö Líf
Facebook Tvö Líf
Bravado Bliss fæst hér.

karenlind1

Heitustu vetrarskórnir

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anna Kristín

    26. September 2016

    Buy buy baby og H&M björguðu mér….. já og víralausir haldarar frá Victoria´s secret ;)

    • Karen Lind

      1. October 2016

      Já, það virkar sko alls ekki fyrir stórar búbbulínur eins og mig :) Híhí