Heitustu vetrarskórnir

SKÓR

Ég hef haft augastað á “duck boots” í einhvern tíma en ekki látið verða að því að kaupa mér par. Ég er voðalega hrifin af svona Lumber Jack klæðnaði, þá fyrir bæði kynin.. og þessir skór hnýta það lúkk saman nokkuð vel. Ég átti umræður um þessa skó við vinkonu mína um daginn, en ég var ákveðin í því að kaupa mér þá frá Sperry (eins og sumir vita er ég mikill Sperry aðdáandi). Vinkona mín hélt sko aldeilis ekki, hún benti mér góðfúslega á að L.L. Bean væru aðalmálið og að allt annað væri eftirlíking af þeim hvað varðar útlit og gæði. Hún náði alveg að sannfæra mig, enda vil ég ekki lengur að kaupa mér fatnað sem endist stutt og fer fljótt í ruslið. Það er mikill sparnaður í því að velja klæðin sín vel, og kaupa sér eitthvað fallegt mun sjaldnar. Ekki það, ég er handviss um að Sperry skórnir séu þrusugóðir… enda toppmerki. En það er eitthvað við útlit L.L. Bean skónna sem mér finnst flottara.

 

Hér að ofan má sjá L.L. Bean skóna.

 

Hér að ofan má sjá Sperry skóna.

Miðað við einkunnagjöf notenda er L.L. Bean að skora hærra og því eflaust eitthvað til í því sem vinkona mín sagði. Verðið er líka eilítið hærra en verðmunurinn er ekki það mikill að það skipti öllu máli. Skórnir eru hlýir og vatnsheldir og parast skemmtilega við grófa sokka sem standa jafnvel aðeins upp úr. Ég sé Farmers Market sokka alveg fyrir mér… stóran og mikinn trefil, flott vesti, grófa peysu og gallabuxur sem dæmi.

L.L. Bean Duck Boots
Sperry Duck Boots

karenlind1

Nú er það svart..

FÖTFYLGIHLUTIRSKÓR

Fyrir ekki svo löngu vildi ég helst klæðast litum. Ég var svo sem aldrei of litaglöð, ég reyndi alltaf að para þetta smekklega saman en þó rötuðu litríkar flíkur oftar í skápinn minn en þær gera í dag. Með öðrum orðum, ég er að breytast í mömmu mína. Mér finnst það svo fyndið því ég hvatti hana oft til að klæðast litríkari fötum og skildi lítið í þessu svarta fatavali hennar. Ég er bara ekki orðin eins og mamma á þessu sviði, heldur mörgum öðrum. Til dæmis er ég voðalega lítið fyrir skartgripi… já, ég sem var vel skreytta jólatréið fyrir einhverjum árum. Ég átti svo mikið af skartgripum að þeir fylltu öll laus hólf í skartgripahirslunum. Takk fyrir mig, það tímabil er sko búið! Ég var eitthvað aðeins að ráfa í gegnum útsölurnar á netinu, og var að vonast til að rekast á leðurjakka á allsaints.com – en í staðinn sá ég fallegt mokkavesti sem gengur við margt. stop_wearing_black

Nákvæmlega.

All Saints mokkavesti með leðurdetailum. Það er á útsölu, en kostar samt 90 þúsund. En það er mjög fallegt og líftími þess eflaust góður.

Mágkona mín pantaði sér rúllukraga ásamt öðru af prettylittlething.com, og þessi rúllukragi er æði. Hann er vel síður og kraginn mikill, efnið fínt og kostar bara 10 pund. Nú þarf bróðir minn að undirbúa sig undir Mr. Postman. Ég held ég verði að panta einn fínan rúllukragabol. Ekki það, ég keypti rúllukragabol í River Island sem ég var alsæl með, en svo skrapp hann aldeilis saman í fyrsta þvotti og er nú orðinn að magabol sem ég kýs að sniðgangast.

Rocco frá Alexander Wang. Gæjaleg taska sem mig langar í.

1761724_fpx

 

Leðurhanskar frá Michael Kors. Ég keypti mér þá um daginn, á útsölu.. og er mjög hrifin af þeim. Mjög hlýir og svo er ég hrifin af þessum rennilás.

Screen Shot 2016-01-14 at 2.07.57 PM

Buxur frá H&M. Ég keypti mér þessar í nóvember (fást hér) og þær henta mér fullkomlega. Það er nauðsynlegt fyrir mig að klæðast buxum sem ég get “girt” magann ofan í. Þessar eru einmitt þannig, ég bara vippa bumbunni inn og allar mínar áhyggjur hverfa. Grín. En samt, þær henta mjög vel fyrir neðri magann :)

Steve Madden, fást hér. Mögulega er þetta aðeins of hátt fyrir minn smekk en þá bregður maður sér bara í strigaskóna.

5guv79-l-610x610-jeans-denim-ripped+jeans-new+balance-new+balance+sneakers-sneakers-shoes-bag-black+bag-gold+watch-watch-torn+clothes-torn+denim Screen Shot 2016-01-14 at 2.14.58 PM

New Balance fást hér heima á newbalance.is – sjá hér.

karenlind

Handahófskennd kaup

FYLGIHLUTIRHEIMILISVÖRURSKÓR

Kaupneysla mín hefur breyst talsvert undanfarin ár. Það var ýmislegt sem vakti mig til umhugsunar en eitt af því var meðal annars að ég var sífellt að selja spjarirnar mínar, sem ég hafði jafnvel aldrei notað, notað einu sinni til tvisvar sinnum eða jafnvel bara sett þær í þvott og þær orðnar vansniðnar eða upplitaðar vegna ömurlegra gæða. Nú reyni ég að kaupa mér sjaldnar en í senn veglegri flíkur… og það sést, ég á rosalega lítið af fötum! Ef þið rekist á mig niður í bæ, þá er nokkuð öruggt að ég sé í sama dressinu – mjög oft! haha

Hér eru nokkrir hlutir sem ég hef keypt undanfarna mánuði héðan og þaðan.

Screen Shot 2015-08-14 at 9.31.40 PMScreen Shot 2015-08-14 at 9.31.48 PM

Skúlptúr. Ásýnd þess er mismunandi eftir því hvernig er horft á það. Það virðist stundum hringlaga, stundum sporöskjulaga.

Eitt flott quote úr Mindfulness bókinni sem sést á myndinni:

The problem of unhappiness.

By telling ourselves that we wish we were
happier, we tend to focus on the gap between
how we actually feel and how we want to feel.
We are comparing something that we are
thinking now with something abstract.

Screen Shot 2015-08-14 at 9.31.57 PM
Enn safna ég OXO boxunum. Mig langar helst að hafa allar þær þurrvörur sem ég á í þessum boxum. Þvílíkur munur á skipulagi sem og endingartíma matarins.

Screen Shot 2015-08-14 at 9.30.31 PMScreen Shot 2015-08-14 at 9.30.57 PMScreen Shot 2015-08-14 at 9.31.16 PMScreen Shot 2015-08-14 at 9.31.30 PM
ADIDAS NEO skór. Þá fann ég í Century 21 í NYC, á 40$. Blátt og hvítt saman klikkar ekki.

Screen Shot 2015-08-14 at 9.32.13 PM

Yves Saint Laurent trefill. Það má eyða í góð vetrarföt, enda kalt hérna flesta mánuði ársins. Nú vantar mig bara úlpu fyrir veturinn, ég er enn í gömlu appelsínugulu 66° norður úlpunni frá 2007. Úff, ég kaupi mér aldrei svo litríka úlpu aftur.

Belti frá Nine West og Calvin Klein.

… og annað belti frá Michael Kors. Beltissylgjan er lítil og nett – virðist alveg rosalega stór á þessari mynd.

Og að lokum belti frá Ralph Lauren. Ég var ekki lengi að gera upp hug minn þegar ég sá það. Það er samsett úr þremur beltum og vafið í annan endann eins og sést á myndinni. Ég hef verið að skoða tvöfalda beltið frá Spakmannsspjörum en fannst þetta minna mig á það svo ég keypti það – eins kostaði RL beltið líka talsvert minna.

karenlind

 

Sneaker madness

SKÓR

Mig langar ekki í neitt annað en strigaskó þessa dagana.. mánuðina.. jafnvel síðasta árið. Hér eru nokkrir sem ég hef rekist á undanfarið sem mér þykir flottir. Ég mæli sérstaklega með þessari U410 týpu af öllum New Balance strigaskónum, en þeir falla sérstaklega vel að fæti og tungan á þeim er lítil. Oft finnst mér tungan á NB strigaskónum klunnaleg og of stór.

Screen Shot 2015-05-29 at 5.20.17 PM

1. New Balance U410.
2. Lacoste Marcel Leather Sneakers.
3. Michael Kors.
4. Sperry Boatshoes.
Screen Shot 2015-05-30 at 9.24.06 AM
5. Nike Air Pegasus 83.
6. Adidas Supercolor.
7. Chuck Taylor All White Leather.
8. Nike Roshe Run Specialized All Black.

karenlind

Sumartrend: Espadrillur

SKÓR

Espadrillurnar eru svo sem ekkert nýtt trend. Fyrstu espadrillurnar komu fram á sjónvarsviðið fyrir 4000 árum. Yfirleitt er efri hluti þeirra úr striga eða bómullarefni. Eins er botninn gjarnan gerður úr jútareipi og ansi sveigjanlegur. Þrátt fyrir að hafa verið vinsælar síðastliðin tvö sumur eða svo, virðist ekkert lát ætla að verða á vinsældum espadrillanna í ár, eða svo sýna þessar helstu netverslanir. Ég tók saman nokkrar sem mér þykja flottar. Ég er voðalega mikið fyrir þægindi og þetta trend því tilvalið fyrir mig. Espadrillur eru ekkert síðri á karlpeningnum og á þetta trend jafnt við þá sem okkur :)

TORY BURCH – fást hér.

… og aftur TORY BURCH – fást hér.

KENZO – fást hér.

Burberry – fást hér.

TORY BURCH – fást hér.

Alexander Wang – fást hér.

Christian Louboutin – fást hér.

Vince Camuto – fást hér.

CHANEL

Mig langar í sumar.. og léttan klæðnað… og espadrillurnar frá Tory Burch eða Kenzo :)

karenlind

Þrenn skópör á 10 þúsund

SKÓR

Ég ætlaði nú ekki að kaupa mér neitt í Toronto.. en gluggar verslananna á Yonge Street voru þaktar útsölumerkingum og þá hoppar maður auðvitað inn í nokkrar mínútur. Ég keypti mér þrenn skópör á tæpar 10 þúsund krónur en þess má einnig geta að þau voru öll úr leðri. Ég þurfti alveg að hugsa mig vel um hvort ég myndi nota skóna, því með aldrinum fæ ég ekki jafn mikla unun úr því að eiga ótalmörg skópör né troðfullan fataskáp. Forgangsröðunin og hugsunin er allt önnur, og ég get ekki sagt annað en að það sé góð tilfinning að vera laus við slíkan hugsunarhátt.

10544836_10204245951651192_68308360_n 10565981_10204245951691193_1073585108_n

Þessir sandalar sem ég er í á myndunum eru með fylltum korkbotni og alveg extra þægilegir. Mér finnst svo comfy að eiga skó sem ég get hoppað í án einhverrar fyrirhafnar.

Hafið það gott… sólin ætlar víst að láta sjá sig á morgun á norðanverðu landinu :-)

karenlind

kangaROOS

SKÓR

Ég rakst á þessa sætu strikaskó sem svipa sérstaklega mikið til New Balance strigaskónna sem ég skrifaði um fyrir einhverju síðan. Þessir eru hins vegar ódýrari og fá nokkuð góðar umsagnir frá neytendum. Ég væri alveg til í þessa á efstu myndinni (gráir og hvítir) en þeir kosta rétt tæpa 36 dollara. Ég hef þrætt búðirnar í Bandaríkjunum í leit að New Balance pari en hef ekki verið hrifin af úrvalinu. Dave´s í Soho var þó með besta úrvalið en ég fann samt ekki parið sem mig langaði í. Kannski ég ætti bara að panta þessa frá kangaROOS?

Screen Shot 2014-06-16 at 10.25.30 PM Screen Shot 2014-06-16 at 10.25.38 PM Screen Shot 2014-06-16 at 10.25.48 PM Screen Shot 2014-06-16 at 10.25.53 PM Screen Shot 2014-06-16 at 10.26.00 PM Screen Shot 2014-06-16 at 10.26.11 PM Screen Shot 2014-06-16 at 10.26.44 PM Screen Shot 2014-06-16 at 10.26.52 PM

Mig vantar svo sæta sumarskó… Tom’s eru þó alveg að redda mér fyrir horn :-)

karenlind

New Balance fyrir sumarið

SKÓR

Ég er komin með nokkra hluti á Ameríkulistann minn og New Balance #original týpan er þar ofarlega á lista. Núna stýrir þörfin að mestu leyti ferðinni en ekki löngunin. Í fataskápnum hanga örfáar spjarir sem eru barn síns tíma, á skóhillunni eru skór sem henta vetrarárferði og má því segja að ástandið sé ansi dapurlegt.

Flestir original NB skórnir eru frá 55-70$ í Bandaríkjunum og ég fagna því verði með léttum hugardansi! Andrea Röfn sambloggari minn keypti sér New Balance skó síðastliðið sumar: sjá hér.

nb mb Screen Shot 2014-03-18 at 6.17.53 PM

b bb hv ij jo nw ok Screen Shot 2014-03-19 at 9.44.10 PM Screen Shot 2014-03-19 at 9.58.59 PM Screen Shot 2014-03-19 at 10.02.41 PM sdf we

Ég veit ómögulega hvaða litur yrði fyrir valinu en ætli ég endi ekki með að kaupa litríkt par. En er New Balance skótískan að falla í kramið hjá ykkur? Smellið endilega á hjartað ef svo er – hlakka til að sjá viðbrögðin!

….. kannski verð ég sú eina sem ýti á hjartað? Nei.. ég efast um það!

Og enga öfund, ég er á leið til tannlæknis með brotna tönn. Oh!

karenlind