fbpx

New Balance fyrir sumarið

SKÓR

Ég er komin með nokkra hluti á Ameríkulistann minn og New Balance #original týpan er þar ofarlega á lista. Núna stýrir þörfin að mestu leyti ferðinni en ekki löngunin. Í fataskápnum hanga örfáar spjarir sem eru barn síns tíma, á skóhillunni eru skór sem henta vetrarárferði og má því segja að ástandið sé ansi dapurlegt.

Flestir original NB skórnir eru frá 55-70$ í Bandaríkjunum og ég fagna því verði með léttum hugardansi! Andrea Röfn sambloggari minn keypti sér New Balance skó síðastliðið sumar: sjá hér.

nb mb Screen Shot 2014-03-18 at 6.17.53 PM

b bb hv ij jo nw ok Screen Shot 2014-03-19 at 9.44.10 PM Screen Shot 2014-03-19 at 9.58.59 PM Screen Shot 2014-03-19 at 10.02.41 PM sdf we

Ég veit ómögulega hvaða litur yrði fyrir valinu en ætli ég endi ekki með að kaupa litríkt par. En er New Balance skótískan að falla í kramið hjá ykkur? Smellið endilega á hjartað ef svo er – hlakka til að sjá viðbrögðin!

….. kannski verð ég sú eina sem ýti á hjartað? Nei.. ég efast um það!

Og enga öfund, ég er á leið til tannlæknis með brotna tönn. Oh!

karenlind

Under Armour: Nýjar vörur

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

 1. Hilrag

  20. March 2014

  ég keypti mér svarta með túrkís rönd í frakklandi fyrir tveimur árum og er alsæl með þá. Þeir eru svona hæfilega skrautlegir – svo komu líka reimar með í sama lit ef maður vill vera flippaður á því..

  Mjög þæginlegir og flottir!

  xx

 2. Svart á Hvítu

  20. March 2014

  ú væri til í alveg svarta eða ljósgráa! kv. þessi litríka:)

 3. Tinna

  20. March 2014

  Ég á vínrauða, elska mína og ætla að bæta einu pari við fyrir vorið. Go for it! :)

 4. Ragnhildur

  20. March 2014

  Hæ ! er með eina spurningu varðandi ameríkukaup :) veistu um eitthvað rosalega gott krullujárn sem ég gæti þá líka notað heima ( með millistykki) ?

  var að skoða conair járn en var ekki viss hvort þau myndi svo virka… sem sagt hitna alveg nóg þegar ég notaði þau heima :)

  kveðja Ragnhildur

  • Karen Lind

   21. March 2014

   Obbb ég er alveg blanko hvað þetta varðar – ég nota svo lítið krullujárn og hef aldrei pælt í þessu í Bandaríkjunum. Vonandi finnuru eitthvað út úr þessu :-)

   kv. Karen Lind

 5. Árný

  21. March 2014

  Svo flottir! Hvað eru þeir að kosta úti?

 6. Árný

  21. March 2014

  Okay hahaha.. greinilega las ekki! samt sem áður, flottir skór!

 7. Anna

  24. March 2014

  Fást NB á Íslandi ?

  • Karen Lind

   27. March 2014

   Hæ, ég er ekki viss því miður! Ég held samt ekki…

 8. Karen

  12. May 2014

  Hæ, í hvaða búð í ameríku er hægt að kaupa new balance skó? :)