Undanfarna daga hafa ótrúlega falleg skópör verið að poppa upp á facebook hjá mér.. ég varð svo forvitin að ég sendi þeim nokkrar línur – og svarið sem ég fékk var ekki af verri endanum og stóðst allar mínar væntingar (af myndunum að dæma).
Skóverslunin Apríl er sem sagt að opna í næstu viku á Garðatorgi 4, Garðabæ.. og er ný viðbót við lífsstílsverslunina Maí sem við þekkjum flest. Apríl verður með vefverslun www.aprilskor.is og mun senda frítt á pósthús um land allt!
Verslunin verður með breitt úrval af hágæða skóm á konur og segjast þau hafa fengið ótrúleg viðbrögð við kynningunni á facebook en fólk virðist vera jafn spennt og ég. Gífurleg mengun fylgir tískuiðnaðinum (sem er m.a. ástæða þess að ég hef keypt mér minna af fötum síðastliðin ár en vandaðri fyrir vikið) en Apríl mun selja tvö merki sem leggja kapp á að vera eins sjálfbær og mögulegt er (t.d. litunaraðferðir án króms, endurnýta skinn og nota endurunna skókassa). Það má alls ekki ofnota orðið “ég elska” því þá missir það marks, en það á við í þessu tilviki.. ég elska þessa breytingu sem er að ryðja sér til rúms. Við erum að verða meðvitaðri og það er bara hægt að fagna því.
Jii.. ég slefa yfir nokkrum pörum þarna! Svo eru þessir bláu og svörtu með loðinu eitthvað annað!
Skrifa Innlegg