.. hún er mætt.

FÖTÍSLENSK HÖNNUN

Nýja pastel bleika kápan frá 66° norður er komin í verslanir. Ég var með augun á blárri Laugavegsregnköpu frá þeim & mátaði hana í janúar. Blessunarlega beið ég með þau kaup því þessi er orðin mín & hún er of djúsí & flott á litinn. Liturinn er enn flottari með berum augum. Ég skrifaði um kápuna um daginn (sjá hér) og í kjölfarið fékk ég hana að gjöf, óvænt en ótrúlega vel þegið. Satt að segja hef ég ekki farið úr henni síðan.

Páskarúntur um Þingvelli ásamt heimsókn í Fontana Laugar Spa. Þar sem það voru páskar var nóg af Íslendingum.. ásamt túristunum auðvitað.

Sjáiði þetta módel. Andlitslausa módelið. Kannski er þetta ekki ég? Hver veit..

Laugavegur dömu regnkápa fæst hér.

Nýtt hjá VIGT

ÍSLENSK HÖNNUN

Uppfært:

Í dag kynna þær mæðgur nýjung hjá sér í Grindavík, en það er jólatrésfótur. Það stendur Karen Lind utan á honum.. en þar sem ég er ekki með jólatré í ár mun ég ekki fjárfesta í honum. Engu að síður veit ég að hann mun slá í gegn, enda ótrúlega flottur.. allra flottasti jólatrésfótur sem ég hef séð. Finnst ykkur hann ekki trylltur?

screen-shot-2016-12-10-at-1-46-38-pm

Ég fór í heimsókn í VIGT um daginn, þá aðallega til að kaupa gjöf handa vinkonu minni en þar sem það var “Fjörugur föstudagur” í Grindavík (síðasti föstudagurinn í nóvembermánuði) spurði ég þær hvort ég mætti ekki sýna vörurnar þeirra og verslunina inni á Trendnet snapchat-reikningnum (trendnetis). Mér fannst tilvalið að ná nýta reikninginn okkar á Trendnet því ég hef fengið ótal fyrirspurnir um verslunina eftir að ég fór að skrifa um hana hér. Umfjallanirnar um VIGT eru ekki kostaðar á neinn hátt, ég hef bara skrifað um verslunina því mér þykir hún svo dásamleg – en þær mæðgur hafa tvisvar gefið mér ótrúlega fallegar þakkargjafir. Þær Hulda, Hrefna, Guðfinna og Arna eru svo ótrúlega hlýjar og vinalegar.. algjörar perlur.

Ég er skráð á póstlista hjá þeim eftir að ég keypti altariskertin hjá þeim & fékk því mail með nýjustu vörunum þeirra. Mér líður stundum eins og þær lesi hug minn, en allar vörurnar falla beint í kramið hjá mér. Ég væri sko alveg til í að Hús & Híbýli kíkti heim til þeirra í innlit (mig minnir reyndar að þeir hafi þegar kíkt heim til Örnu).

0b780c45-78c8-4adb-a220-48fbf4d17f32
Hér að ofan má sjá viðbót við ilmlínuna og ber hún heitið OKKAR. Kertið kemur í tveimur ilmum (OKKAR No.1 og 2) og stærðum. Að ofan má sjá minni týpuna í nýjum og ótrúlega smart umbúðum. Lyktin er svo ljúf og “yogaleg”.. hún er satt að segja með ólíkindum góð. Þær gáfu mér OKKAR No.2 ásamt ilmstöngum – ég hlakka til að setja það upp inni á baði.

Hér er lýsing á OKKAR No. 2.

Yfirtónn: Sítrónumynta | Lime | Eucalyptus

Miðtónn: Lavender | Pipar | Greni | Fura

Undirtónn: Sedrusviður | Benzoe

9414072f-9d50-43c3-ac40-03c8dd8f46cd
Nýir púðar í: Rósableikum | Dröppuðum | Gráum

e4f2266e-cb0c-47d9-b548-83b03b1d243e
Hér að ofan má sjá drappaðan og gráan.

15267950_1183176695096399_8178281916764852013_n
Það má sko finna fallega jólagjöf hjá þeim.. hér eru opnunartímarnir í desember.

karenlind1

 

Munum dagbókin 2017

ÍSLENSK HÖNNUN

Jæja, hver man ekki eftir MUNUM dagbókinni sem ég gaf í fyrra? Svei mér þá – ég sá aðra hverja manneskju með dagbókina, enda þrusu góð og nauðsynleg fyrir fólk sem langar til að skipuleggja sig og framkvæma hlutina. Þið getið lesið ykkur til um dagbókina í þessari færslu – en mér finnst einnig vert að minnast á þær breytingar sem voru gerðar á henni en tekið var mið af ábendingum frá viðskiptavinum.

Kápan er úr ítölsku gæðaefni sem er jafn mjúkt og leður en er 100% “animal free”. Eins er meira pláss í bókinni fyrir skrif. Rauðum dögum hefur verið bætt inn á. Einnig bættu þær við 100 atriða lista (til að fylla út) yfir hluti sem manni langar til að gera á lífsleiðinni. Markmiðasetningin er sett upp með ákveðnum hætti til að auka líkur á að maður nái markmiðum sínum. Matar- og æfingargluggarnir eru á sínum stað.

Svo má til gamans geta að hægt er að spara um 20% ef matarinnkaup eru plönuð fram í tímann. Klárlega eitthvað sem ég þarf að tileinka mér því ég næ engu jafnvægi með þessi matarinnkaup, annað hvort er ísskápurinn tómur eða fullur.. eða þá þannig að ég er að tína út vörur sem eru útrunnar.

15235565_687333934772656_6181466866823374841_o 15240242_10154570809055491_795653251_n

Útgáfufögnuðurinn er milli 17-19 í dag á KEX Hostel, þann 1. desember og bjóða þær stöllur upp á flottan díl á Munum dagbókinni. Hann er eftirfarandi:

Ein bók 3500kr.
Tvær bækur 6000kr.
Þrjár bækur 7500kr.

Nælið ykkur í eintak, eða gefið í jólagjöf.. æðisleg bók sem gefur lífinu lit :)

karenlind1

Hrafnkell

ÍSLENSK HÖNNUN

Ég hef verið að fylgjast með listmálara að nafni Hrafnkell á facebook. Ég sé betur og betur að ég hrífst að drungalegum verkum en mér finnst einmitt verkin eftir Hrafnkel alveg þrælflott. Mig langar ofsalega til að eignast málverk inn í stofu. Nýjasta myndin sem hann setti inn á facebook síðuna sína er alveg með þennan VÁ faktor. Eins og er stendur auður veggur fyrir ofan þriggja sæta sófasettið – þessi væri alveg fullkomin þar.

Screen Shot 2016-10-07 at 1.40.17 PM

Hér er myndin en mér finnst hún ótrúlega flott.

Bandits
100x155cm
Akríl á striga

Screen Shot 2016-10-07 at 1.40.37 PM Screen Shot 2016-10-07 at 1.40.50 PM Screen Shot 2016-10-07 at 1.41.23 PM

12717489_1038759722852801_5895316811938105177_n

Heimasíða HrafnkellArt
F
acebook HrafnkellArt

Hrafnkell Elvarsson er 26 ára Akureyringur en býr í Hafnafirði. Hann var á listnámsbraut verkmenntaskóla Akureyrar og fór til Dandmerkur í listalýðheilsuháskóla sem heitir Kunsthøjskulen i Holbæk. Hann starfar sem iðnaðarmaður og málar á kvöldin en vonast til að geta starfað við myndlist í framtíðinni. Ég er sannfærð um að hann nái markmiðum sínum, hvað segið þið?

karenlind1

Fimm flottir hlutir sem fegra heimilið

HEIMILIÐ MITTHÖNNUNÍSLENSK HÖNNUN

Ég er ekki mikið fyrir smáhluti inn á heimilið mitt. Stórir og plássfrekir hlutir, sem þurfa lítið annað en sjálfan sig eru í uppáhaldi hjá mér. Það er ekki þar með sagt að ég ætli ekki að hafa neina smáhluti á nýja heimilinu, en þeir verða allavega í minna mæli en áður. Ég er dugleg við að skipta hlutum út og setja þá í pásu. Það auðveldar líka bara svo margt, eins og þrif og frágang.

Skúlptúr af kvenlíkamanum eftir Guðrúnu Halldórsdóttur myndlistarkonu. Mikið er þetta afskaplega fallegt. Ég geri mér engan veginn grein fyrir verðlagningu en þetta hlýtur að kosta sitt.

Facebook Guðrúnar Halldórsdóttur

Screen Shot 2016-08-31 at 12.07.20 PM

Málverk eftir Hörpu Einarsdóttur (ZISKA ART). Þvílíkur listamaður sem sú kona er. Ég fíla stílinn hennar sérstaklega… drungalegur og þungur, og veitir manni mikið svigrúm til að túlka að vild. Mér finnst mjög gaman að list sem hægt er að túlka á mismunandi vegu. Ég væri til í eitt stórt olíumálverk eftir hana.

Facebook ZISKA ART

Shell chair eftir Hans Wegner. Ég væri til í einn til að loka stofunni. Í fyrsta sinn verðum við með stofu og mér finnst það dásamlegt. Ég sá alltaf fyrir mér að vera ekki með sófasett í sama stíl, kannski sófa og tvo öðruvísi stóla á móti. En sófasettið var bara svo fallegt og þægilegt að við ákváðum að kaupa það, en það fer vel að hafa einn öðruvísi stól á móti herlegheitunum. Þessi rándýra mubla yrði keypt ef ég ynni í lottó um helgina.

Postulín vasarnir eftir Jonathan Adler eru meistaraverk. Maður hefur nú rekist á vasana eftir hann á instagram en ég hafði aldrei litið þá berum augum fyrr en í vor. Ég var á rölti um götur Washington og sá þá verslunina. Ég fór að sjálfsögðu inn og sá þá að vasarnir eru enn fallegri en þeir virðast á mynd. Ég var ekki að fara kaupa einhvern rándýran vasa, langt í frá.. en ég gat ekki sleppt því þegar hann var þarna fyrir framan mig. Ég keypti Dora Maar vasann, minni týpuna. Mig langaði alltaf í stærri vasann en hann var ekki alveg tilvalinn þessa stundina, bæði vegna þess að ég var ólétt og meikaði ekki að halda á þessari hlussu.. og svo fannst mér tilhugsunin ómöguleg að bera þetta í handfarangri. Ég eignast kannski hinn þegar ég gifti mig. Annars væri ég mest til í Luciana Vase (rass og bak á kvenmannslíkama) ef hann væri til stærri.

… og af því ég er byrjuð þá finnst mér mjög smart að vera með tvo litla kertastjaka frá honum í Dora Maar stílnum (fást hér). Ég myndi nota þá undir salt og pipar og geyma þá við hliðina á helluborðinu.

HOPE by Luceplan ljósin hef ég skrifað oft um áður. Upphaflega langaði mig alltaf í hangandi stofuljósið en ég fékk ráð um að það ljós þarf mikla lofthæð, stóra glugga og stórt rými. Því keypti ég veggljósið og tók minni týpuna því stærri týpan er að mínu mati alltof stór og útstandandi. Ég fékk ótal fyrirspurnir á snapchat (@karenlind) um daginn um ljósið – það grípur mann einhvern veginn um leið.. enda birtan frá því eitthvað ólýsanleg (tilvalið lýsingarorð). Það var hins vegar mjög bjart svo við keyptum dimmer.

Ég keypti ljósið af ambientedirect.com :)

karenlind

Vilt þú vinna eintak af Munum dagbókinni?

ÍSLENSK HÖNNUNUMFJÖLLUN

UPPFÆRT

Þátttakendur númer 25, 59 og 122 voru dregnir út að þessu sinni með aðstoð Random.org, það er eina leiðin í svona leikjum :) Þakka ykkur innilega fyrir þátttökuna og bendi ég áhugasömum til dæmis á Eymumdsson og Hrím. Til hamingju Stefanía, Þórunn Anna og Þóra Margrét. Sendið mér e-mail á karenlind@trendnet.is – gleðilegt ár!

Screen Shot 2016-01-04 at 12.32.53 AM

Screen Shot 2016-01-04 at 12.13.13 AM Screen Shot 2016-01-04 at 12.15.25 AM

Þið munið eflaust eftir færslunni sem ég skrifaði um daginn um dagbókina sem ber nafnið Passion Planner 2016. Ég var ekki lengi að panta dagbókina en því miður var ég ekki nógu hrifin af henni þegar ég loks fékk hana í hendurnar, mér þóttu gæðin ekki nógu góð og svo var hún aðeins of stór fyrir minn smekk. Svo pirraði mig eitthvað að hún væri á ensku. Svona ítarleg markmiðabók þarf að rúmast fyrir í veskinu, enda nauðsynlegt að mínu mati að hafa hana á sér til þess að geta framfylgt markmiðum sínum og haft þau sýnileg. Eins og ég hef nefnt áður, þá er ég með ótal hugmyndir þessa stundina og engar hina.. og ef ég skrifa hlutina ekki niður þá á ég mjög auðvelt með að enda aðgerðarlaus og jafnvel áorka fáu. Dagbækur er því eitthvað sem ég sogast að og flokka sem nauðsynjavöru :)

Til að gera langa sögu stutta, þá fékk ég komment á færsluna um Passion Planner frá einum lesanda og það hljóðaði svo:

Screen Shot 2015-12-30 at 12.30.43 AM

Ég fékk bakþanka með mína PP dagbók og rauk beint í það að losa mig við hana. Ég varð bara að eignast eintak af þessari rosalega flottu dagbók frá www.munum.is. Sjálf lærði ég sálfræði í Háskóla Íslands og veit því eitt og annað um áhrif markmiðasetningar, jákvæðrar hugsunar og tímastjórnunar. Það er alveg ótrúlegt hvað má bæta og áorka með því einu að skrifa hlutina niður. Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að það að skrá niður markmið sín auki líkur á árangri til muna.

Ég sóttist eftir því að auglýsa Munum dagbókina því mér finnst fólk einfaldlega þurfa á henni að halda. Svona flottur doðrantur má ekki fara framhjá neinum. Munum dagbókin er á íslensku sem gerir hana enn persónulegri og þægilegri í notkun. Eins og þið sjáið þá er bókin sérstaklega falleg og er til í gráum og gulum lit.

Munum dagbókin varð til vegna óbilandi ástríðu tveggja vinkvenna, þeirra Erlu og Þóru, fyrir skipulagi, markmiðum, jákvæðri hugsun og jú fallegum dagbókum. Bókin er útpæld og nær að samtvinna allt það sem hefur löngu átt að rata í dagbækur. Þessar vinkonur eru nú meiri snillingarnir, þær hugsa út fyrir rammann og afraksturinn er brilliant! Munum dagbókin var hönnuð með eftirfarandi þætti að leiðarljósi og leyfi ég mér að deila þeim hér.

1. Markmiðasetning – Rannsóknir sýna að markmiðasetning og það að skrá niður markmið sín á hnitmiðaðan hátt eykur stórlega líkur á árangri. Bara það að setja sér markmið tífaldar líkurnar á árangri, ef markmiðiðin eru einnig skrifuð niður aukast líkur á árangri um rúm 40% til viðbótar. Með því að skilgreina markmiðin vel, skipta þeim niður í minni skref og hafa á þeim fastan tímaramma aukast líkurnar á árangri enn frekar.

2. Tímastjórnun – Tími er oft það sem okkur vantar mest en samt sem áður það sem við nýtum verst. Flestir kannast við það að ákveðin verkefni eru látin sitja á hakanum og þeim frestað þangað til þau eru farin að valda manni óþægilegu hugarangri og jafnvel hafa neikvæð áhrif á daglega líðan. Við ætlum að fara yfir forgangsröðun verkefna og hvernig við stjórnum tíma okkar sem best.

3. Jákvæð sálfræði – Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar. Með því að einblína á það góða í lífinu, vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og einbeita sér frekar að því jákvæða má auka lífshamingju til muna. En þetta er eitthvað sem maður þarf að rækta og með ákveðnum aðferðum er hægt að efla jákvæða hugsun og því er svo mikilvægt að staldra við í hversdagsleikanum og minna sig á allt það góða í kringum mann og taka sér tíma til að vera þakklátur.

Screen Shot 2015-12-30 at 12.38.37 AM Screen Shot 2015-12-30 at 12.38.51 AMScreen Shot 2015-12-30 at 1.32.01 AM Screen Shot 2015-12-30 at 12.39.09 AM 1 Screen Shot 2015-12-30 at 12.39.23 AM

Screen Shot 2015-12-30 at 12.39.37 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.39.47 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.39.55 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.40.09 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.40.17 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.40.41 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.40.48 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.40.56 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.41.03 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.41.09 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.41.18 AM

Almanak, dagatal, yfirmarkmið, undirmarkmið, skammtímamarkmið, langtímamarkmið, hvatningarorð, tímastjórnun og tímasetning, markmiðatré, markmið mánaðarins, verkefni dagsins og vikunnar, þakklætisdálkur, æfing dagsins, mataræði og uppgjör. Nefndu það, þetta er allt á einum stað.

Mig langar til að gefa þrjú eintök til þriggja lesenda. Til þess að eiga möguleika á að vinna eintak af Munum dagbókinni þarfu að:

1. Deila þessari færslu.

2. Smella á like-hnappinn á facebook-síðu Munum dagbókarinnar.

3. Skrifa athugasemd á færsluna með nafni og greina frá því hvernig dagbókin gæti komið þér að góðum notum.

Það eiga allir möguleika á því að fá eintak svo ekki hika við að vera með, vinningshafi verður dreginn út þann 3. janúar 2016.

karenlind

#munum

VIGT // VIGT.IS

ÍSLENSK HÖNNUN

Vinkona mín benti mér á þessa æðislegu verslun sem ber nafnið VIGT. Ég kolféll fyrir öllum þessum flottu vörum, þær eru alveg í mínum anda. Frekar hráar en samt svo hlýlegar. Þær mæðgur Hulda, Arna, Hrefna og Guðfinna eru hönnuðurnir á bak við VIGT. Vigt er starfrækt í húsnæði sem á árum áður hýsti Hafnarvigt Grindavíkur og þaðan er nafnið dregið. Verslunin er staðsett í Grindavík. Grindavík er skemmtilegur bær sem mér þykir gaman að heimsækja. Það er svo fallegt að sjá hraunið umlykja bæinn. Húsin mörg hver eru mjög falleg og svo minnir mig að Grindvíkingar skreyti ansi mikið yfir hátíðarnar. Því er tilvalið að gera sér dagamun og  taka rúnt í Grindavíkina fögru – skoða bæinn, skoða VIGT og enda jafnvel á Bláa Lóns svamli í snjónum. Það er fátt betra en heimsókn í Lónið á köldu og snjóþungu vetrarkvöldi.

Glerboxin eru handsmíðuð og máluð hjá VIGT. Tilvalið fyrir myndir og smáhluti. Geta bæði staðið og legið. Þessi glerbox eru alveg æði.

Svartir hringlóttir bakkar úr harðpressuðum við. Smíðaðir og handmálaðir hjá VIGT.

Póleruð horn sem eru tilvalin til að skreyta heimilið. Hornið getur legið eða hangið uppi á vegg. Hornin eru 100% náttúruleg og koma frá Nígeríu í Afríku og eru unnin í Danmörku.

Screen Shot 2015-12-04 at 4.39.34 PM10805760_743286635752076_4057605244752036337_n

Screen Shot 2015-12-04 at 4.34.28 PM

Jólaskrautið þeirra er æðislegt og stílhreint. Ég á meira að segja nokkuð svipaða jólakarla sem ég keypti af eldri borgurum en mér finnst þessir hvítu algjör æði. Þeir slá mínum út. Þeir koma í þremur mismunandi stærðum og eru saumaðir hjá VIGT. Eins koma þeir í þremur litum, dökkbrúnum, kremuðum og rauðum. Nýjasta nýtt eru þessar servíettur hjá þeim.

Kertin sem bera nafnið ALTERLYSET eru handmótuð kerti sem framleidd eru úr 100% steríni sem unnið er úr pálmaolíu. Bómullarþráðurinn tryggir að kertin brenni hægt og jafnt. Stafirnir á aðventukertunum og dagatalakertunum eru handprentaðir með umhverfisvænu vaxi. Þau standa ein og sér og koma í fimm mismunandi stærðum. Svo má líka sjá krukkukerti þarna, púða og margt annað.

Screen Shot 2015-12-04 at 4.34.06 PM

VIGT.IS
INSTAGRAM.COM/VIGTVIGTVIGT

Finnst ykkur þetta ekki æðislegt allt saman? Ég er alveg heilluð, sérstaklega eftir að ég sá vörurnar hjá vinkonu minni í dag. Þjónustan er víst líka mjög persónuleg og alveg til fyrirmyndar.

karenlind